Fréttir

fimmtudagur, 27. mars 2025
Hvers vegna er ég hér?
Lögfræðingafélag Íslands kynnir spennandi viðburð fyrir alla laganema og unga lögfræðinga 30 ára og yngri! Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 27. mars hjá LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, Rvík. Komdu og fáðu innsýn í fjölbreytta möguleika innan lögfræðinnar með kynningu á ýmsum starfsstéttum hennar.

þriðjudagur, 18. febrúar 2025
Gervigreindarfyrirtæki á sviði lögfræði
Lögfræðingafélag Íslands heldur hádegisverðarfund á Nauthóli þar sem fjögur íslensk fyrirtæki kynna starfsemi sína. Öll þessi fyrirtæki hafa í boði lausnir, verkfæri og þjónustu á sviði gervigreindar sem nýtist lögfræðingum í störfum þeirra. Fundurinn er fullbókaður en hægt er að skrá sig á biðlista.

föstudagur, 14. febrúar 2025
Hvaða lærdóm er hægt að draga af nýjasta dómi Félagsdóms?
Vinnuréttarfélag Íslands heldur hádegisverðarfund á Nauthól föstudaginn 14. febrúar þar sem fjallað verður um dóm Félagsdóms frá 9. febrúar í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga gegn Kennarasambandi Íslands

mánudagur, 10. febrúar 2025
Námsferð til Póllands 5.-15. september 2025
Nú er námsferð til Póllands fullskráð. Mögulegt er að skrá sig á biðlista. Í ferðanefnd eru: Benedikt Bogason hæstaréttardómari, Kristján Andri Stefánsson, sendiherra í Brussel, Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður og formaður Lögfræðingafélags Íslands og Margrét Hauksdóttir, frkv.stj. félagsins. Auk þess nýtur félagið liðsinnis Friðriks Jónssonar sendiherra Íslands í Varsjá.

föstudagur, 13. desember 2024
Fræðslufundur með jólaívafi
Lögfræðingafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands efna til fræðslufundar um gervigreind og lögfræði föstudaginn 13. desember kl. 12:00-13:30 á Nauthóli.

miðvikudagur, 6. nóvember 2024
Kynningarfundur á starfsstéttum lögfræðarinnar
Lögfræðingafélag Íslands kynnir spennandi viðburð fyrir alla laganema og unga lögfræðinga 30 ára og yngri! Komdu og fáðu innsýn í fjölbreytta möguleika innan lögfræðinnar með kynningu á ýmsum starfsstéttum hennar. Fundurinn er kjörinn vettvangur til að öðlast dýpri skilning á þeim fjölbreyttu valmöguleikum innan fagsins og til að spyrja spurninga. Viðburðurinn fer fram miðvikudaginn 6. nóvember kl. 16:00 í dómssal Háskólans í Reykjavík. Gríptu þetta tækifæri og kynntu þér störf okkar lögfræðinga. Vonandi verður þú margs vísari um hvert þú vilt stefna og hvaða leið þú eigir þá að fara! Boðið verður upp á léttar veitingar

föstudagur, 27. september 2024
Lagadagurinn 2024
Lagadagurinn verður haldinn föstudaginn 27. september á Hilton Reykjavík Nordica

fimmtudagur, 12. september 2024
Hádegisverðarfundur 12. september 2024
Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisfundar í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík fimmtudaginn 12. september kl. 12.00 -13.00

miðvikudagur, 22. maí 2024
Hádegis- og aðalfundur Vinnuréttarfélags Íslands
Hádegis- og aðalfundur Vinnuréttarfélag Íslands efnir til hádegis- og aðalfundar í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík fimmtudaginn 30. maí kl. 12.00 -13.00

mánudagur, 6. maí 2024
Aðalfundur 21. maí 2024
Aðalfundur Lögfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 17.00 í húsnæði LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

þriðjudagur, 5. mars 2024
Mentorprógramm LÍ
Lögfræðingafélag Íslands býður ungum lögfræðingum upp á að taka þátt í mentorprógrammi sjötta árið í röð. Hugmyndin er að koma til móts við lögfræðinga sem eru að stíga fyrstu skref á vinnumarkaðinum en skortir tengsl innan lögfræðistéttar eða tækifæri til þess að ræða um starfsþróun, hugmyndir og álitamál varðandi starfsferil sinn og raunhæfa markmiðasetningu.

þriðjudagur, 28. nóvember 2023
Ísland sýknað í Icesave-málinu
Á fundinum mun Tim Ward lögmaður rifja upp málflutninginn og með hvaða hætti hann lagði grunn að þeim vörnum sem tryggðu Íslandi að lokum fullnaðarsigur í viðureign sem skekið hafði þjóðina um árabil.

miðvikudagur, 13. september 2023
Nýtt undirfélag LÍ: Félag regluvarða
Félag regluvarða var stofnað af 21 lögfræðingi þann 12. september 2023. Tilgangur félagsins er að styrkja og efla tengsl regluvarða og skapa vettvang fyrir fræðslu þeim til handa.