Fréttir
föstudagur, 5. september 2025
Námsferð til Póllands 5.-15. september 2025
Nú er námsferð til Póllands fullskráð. Mögulegt er að skrá sig á biðlista. Í ferðanefnd eru: Benedikt Bogason hæstaréttardómari, Kristján Andri Stefánsson, sendiherra í Brussel, Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður og formaður Lögfræðingafélags Íslands og Margrét Hauksdóttir, frkv.stj. félagsins. Auk þess nýtur félagið liðsinnis Friðriks Jónssonar sendiherra Íslands í Varsjá.
föstudagur, 13. desember 2024
Fræðslufundur með jólaívafi
Lögfræðingafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands efna til fræðslufundar um gervigreind og lögfræði föstudaginn 13. desember kl. 12:00-13:30 á Nauthóli.
miðvikudagur, 6. nóvember 2024
Kynningarfundur á starfsstéttum lögfræðarinnar
Lögfræðingafélag Íslands kynnir spennandi viðburð fyrir alla laganema og unga lögfræðinga 30 ára og yngri! Komdu og fáðu innsýn í fjölbreytta möguleika innan lögfræðinnar með kynningu á ýmsum starfsstéttum hennar. Fundurinn er kjörinn vettvangur til að öðlast dýpri skilning á þeim fjölbreyttu valmöguleikum innan fagsins og til að spyrja spurninga. Viðburðurinn fer fram miðvikudaginn 6. nóvember kl. 16:00 í dómssal Háskólans í Reykjavík. Gríptu þetta tækifæri og kynntu þér störf okkar lögfræðinga. Vonandi verður þú margs vísari um hvert þú vilt stefna og hvaða leið þú eigir þá að fara! Boðið verður upp á léttar veitingar
föstudagur, 27. september 2024
Lagadagurinn 2024
Lagadagurinn verður haldinn föstudaginn 27. september á Hilton Reykjavík Nordica
fimmtudagur, 12. september 2024
Hádegisverðarfundur 12. september 2024
Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisfundar í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík fimmtudaginn 12. september kl. 12.00 -13.00
miðvikudagur, 22. maí 2024
Hádegis- og aðalfundur Vinnuréttarfélags Íslands
Hádegis- og aðalfundur Vinnuréttarfélag Íslands efnir til hádegis- og aðalfundar í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík fimmtudaginn 30. maí kl. 12.00 -13.00
mánudagur, 6. maí 2024
Aðalfundur 21. maí 2024
Aðalfundur Lögfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 17.00 í húsnæði LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.
þriðjudagur, 5. mars 2024
Mentorprógramm LÍ
Lögfræðingafélag Íslands býður ungum lögfræðingum upp á að taka þátt í mentorprógrammi sjötta árið í röð. Hugmyndin er að koma til móts við lögfræðinga sem eru að stíga fyrstu skref á vinnumarkaðinum en skortir tengsl innan lögfræðistéttar eða tækifæri til þess að ræða um starfsþróun, hugmyndir og álitamál varðandi starfsferil sinn og raunhæfa markmiðasetningu.
þriðjudagur, 28. nóvember 2023
Ísland sýknað í Icesave-málinu
Á fundinum mun Tim Ward lögmaður rifja upp málflutninginn og með hvaða hætti hann lagði grunn að þeim vörnum sem tryggðu Íslandi að lokum fullnaðarsigur í viðureign sem skekið hafði þjóðina um árabil.
miðvikudagur, 13. september 2023
Nýtt undirfélag LÍ: Félag regluvarða
Félag regluvarða var stofnað af 21 lögfræðingi þann 12. september 2023. Tilgangur félagsins er að styrkja og efla tengsl regluvarða og skapa vettvang fyrir fræðslu þeim til handa.