Gervigreindarfyrirtæki á sviði lögfræði
þriðjudagur, 18. febrúar 2025
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 12:00-13:30 heldur Lögfræðingafélag Íslands hádegisverðarfund þar sem fjögur íslensk fyrirtæki, sem veita lögfræðingum þjónustu og lausnir á sviði gervigreindar, kynna starfsemi sína.
Dagskrá
Fordæmi. – Róbert Helgason
Jónsbók – Thelma Christel Kristjánsdóttir
Lagaviti – Jóhannes Eiríksson
Fons Juris – Einar B. Sigurbergsson
Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri er María Rún Bjarnadóttir, sviðsstjóri RLS og varaformaður Lögfræðingafélags Íslands.
Verð með hádegisverði, ljúffengur fiskur dagsins, kaffi og konfekt, kr. 7.500.- fyrir félaga í LÍ , en kr. 8.500.- fyrir aðra. Greitt á staðnum.