Skýrsla stjórnar Lögfræðingafélags Íslands fyrir aðalfund 22. maí 2023

  1. Fundargerð aðalfundar LÍ 25. maí 2022

Fundurinn var boðaður með tveggja vikna fyrirvara eins og lög gera ráð fyrir með auglýsingu á heimasíðu LÍ þriðjudaginn 4. maí og með tölvupósti á félagsmenn mánudaginn 3. maí.

Ólafur bauð fundarmenn velkomna og stakk upp á Benedikt Bogasyni sem fundarstjóra og Eyrúnu Ingadóttur sem fundarritara. Það var samþykkt.

1.Skýrsla stjórnar.

Ólafur Þór Hauksson formaður.

2. Endurskoðaðir reikningar lögfræðingafélags Íslands og Tímarits lögfræðinga lagðir fram. 

Kjartan Bjarni Björgvinsson framkvæmdastjóri TL fór yfir reikninga TL og Bryndís Helgadóttir gjaldkeri fór yfir reikninga LÍ.

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins og TL – enginn kvaddi sér hljóðs. 

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

Tillaga um nýja stjórn:

Stjórn gerir að tillögu sinni:

Formaður: Ólafur Þór Hauksson Varaformaður: Þóra Hallgrímsdóttir Stjórn: Katrín Smári Ólafsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Bryndís Helgadóttir og María Rún Bjarnadóttir.

Varamenn í stjórn:  Gísli Kr. Björnsson og Ragnar Guðmundsson

4. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja varamanna.

Steinunn Guðbjartsdóttir og Benedikt Bogason.

Ingiríður Lúðvíksdóttir og Lára V. Júlíusdóttir

5. Önnur mál

Enginn kvaddi sér hljóðs

 

Átta félagar mættu á fundinn.

Fundargerð ritaði Eyrún Ingadóttir

 

2. Almenn stjórnarstörf starfsárið 2022-2022

Ólafur Þór Hauksson var kosinn formaður á aðalfundi 2022 og Þóra Hallgrímsdóttir varaformaður. Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér störfum þannig að gjaldkeri er Bryndís Helgadóttir, framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga er Kjartan Bjarni Björgvinsson, ritari er Hjördís Halldórsdóttir og meðstjórnendur eru Katrín Smári Ólafsdóttir og María Rún Bjarnadóttir.  Á starfsárinu voru haldnir sex stjórnarfundir.

3. Skrifstofa, framkvæmdastjórn og einstök verkefni

Eyrún Ingadóttir framkvæmdastjóri er í 37% starfshlutfalli eða í 15 tíma á viku.

Félagsmenn LÍ voru 11. maí 2022 alls 1436 (1391). Allir sem verða 65 ára á árinu verða sjálfkrafa félagar í öldungadeild en félagar voru nú 250 (238). Félagar í FLF - Félagi lögfræðinga í fyrirtækjum voru 137 (112), í Áorku, áhugafélagi um orkurétt 123 (124), í Höfundaréttarfélaginu 93 (89), í Skattaréttarfélaginu 81 (73) og í áhugahópi um tæknirétt 127 (82). Þá bættist Vinnuréttarfélagið við aukafélög LÍ og voru félagar 82.

22 (20) félagsmenn eru með aukaaðild þar sem þeir uppfylla ekki menntunarkröfur um fulla aðild, sem er meistaragráða í lögfræði.

Áskrifendur að prentuðu Tímariti lögfræðinga eru 324 (349) en þar af eru  192 (206) félagsmenn í LÍ. Boðið er upp á rafrænar áskriftarleiðir í gegnum heimasíðu TL og í gegnum Fonsjuris.

101 (74) er áskrifandi að rafrænni útgáfu TL í gegnum vefverslun og/eða Fonsjuris en áskriftarverð fer eftir fjölda lögfræðinga á stofu eða í stofnun. Þá hafa 863 (814) lögfræðingar aðgang að TL í gegnum Fonsjuris.

4. Fundir og ferðir

Alls voru haldnir þrír fræðafundir og lagadagur og tóku alls 836 manns þátt í viðburðunum.

 

4.1. Fundir

Þann 1 nóvember 2022 var haldinn fundur um væntanlegar breytingar á fjölmiðlalöggjöfinni. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir yfirlögfræðingur Fjölmiðlanefndar fór yfir breytingarnar sem eru fram undan en María Rún Bjarnadóttir varaformaður fjölmiðlanefndar og stjórnarmaður í LÍ stjórnaði fundi. Fundurinn var sóttur af 48 manns.

Þann 7. nóvember 2022 hélt LÍ ásamt LMFÍ, Lagastofnun HÍ og Réttarfarsstofnun HR fund á Nauthól um hvort pattstaða væri komin upp í dómskerfinu. Tilefni var að Endurupptökudómur hafði vísað máli til Hæstaréttar sem vísaði því frá réttinum þar sem hann hefði ekki heimild til að taka skýrslur af sakborningum og vitnum. Frummælendur voru Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild HR, Víðir Smári Petersen dósent við lagadeild HÍ og Kristín Benediktsdóttir dósent við lagadeild HÍ en fundarstjóri var Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður og varaformaður LMFÍ. Alls sóttu 50 manns fundinn.

Þann 13. janúar 2023 var haldinn fjarfundur um skyldu ríkisins til þess að vernda einstaklinga fyrir ofbeldi í ljósi dómaframkvæmdar MDE. Frummælandi var Hildur Sunna Pálmadóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og innlegg komu frá Margréti Kristínu Pálsdóttur yfirlögfræðingi hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu, Ester Petru Gunnarsdóttur lögfræðingi í Heilbrigðisráðuneytinu og Steinunni Birnu Magnúsdóttur verkefnastjóra og lögfræðingi hjá Persónuvernd. Fundarstjóri var María Rún Bjarnadóttir verkefnisstjóri starfræns ofbeldis hjá Ríkislögreglustjóra og stjórnarmaður í LÍ. Alls 138 voru skráð á fundinn.

4. 2       Lagadagur

Lagadagur var haldinn föstudaginn 23. september og var þessi fyrsti lagadagur að loknu covit, þar sem bæði var boðið upp á dagskrá um daginn og kvöldið, afar vel heppnaður. Í hádeginu var „street food“ stemning en um kvöldið léku Bandmenn fyrir dansi. Málstofurnar voru:

  • Dómskerfið (Landsréttur slítur barnsskónum og Endurupptaka dóma í tengslum við dómaframkvæmd endurupptökudóms)
  • Sjálfbærni og loftslagsbreytingar (Sjálfbærni í flóðbylgju regluverksins og Loftslagsbreytingar fyrir dómstólum)
  • Opinber störf Skipun – setning – ráðning – uppsagnir. Er þörf á breytingum?
  • Réttarvörslukerfið á tímum samfélagsbreytinga (Útilokunarmenning, tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs á tímum samfélagsmiðla)
  •  Útlendingaréttur
  •  Fjármálalögfræði (Vendingar í regluverki fjártækniheimsins og Kaupréttir og kaupaukar starfsmanna fjármálafyrirtækja)

Fulltrúar LÍ í Lagadagsnefnd árið 2022 voru Katrín Smári Ólafsdóttir og Hafsteinn Þór Hauksson en alls sóttu 600 manns viðburðinn yfir daginn og 420 manns yfir kvöldið.

 

4. 3       Námsferðir

Til stóð að fara til Japans árið 2021 en vegna Covid var ferðinni frestað til 2023. Nú hafa alls 57 manns skráð sig í ferðina sem farin verður 5.-19. nóvember 2023. Búið að staðfesta heimsókn í Hæstarétt Japans en í ferðanefnd eru Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Þá nýtur félagið liðsinnis Sendiráðs Íslands í Japan og Stefán Hauks Jóhannessonar sendiherra.

 

5. Útgáfustarfsemi

Lögfræðingafélagið sendir félagsmönnum reglulega tölvupósta þar sem auglýstir eru þeir viðburðir sem í boði eru hverju sinni í samfélagi lögfræðinga. Einnig heldur félagið úti heimasíðu en það stefnir í að það þurfi að fá nýtt kerfi fyrir hana á næsta starfsári þar sem Advania er að hætta með LISA kerfið. Facebook síða félagsins er opin öllum, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Um 1500 (1403) manns „líkar“ síðan og fylgjast þannig með öllu sem þar er sett inn. Einnig er félagið skráð á Linked-In.

 

Útgáfa Tímarits lögfræðinga er komin á rétt ról eftir hökt áranna 2019 og 2020 og nú eru fimm hefti í uppgjöri ársins, þar af öll hefti ársins 2022.  Valgerður Sólnes er ritstjóri TL til ársloka 2023 og hefur lyft Grettistaki við að yfirfara verklagsreglur TL og tryggja það að tímaritið verði áfram metið sem 10 stig í matskerfi háskóla og að jafnvel verði eftir atvikum hægt að sækja um 15 stig. Sindri M. Stephensen verður ritstjóri árganganna 2024 og 2025 en með þessu næst það markmið stjórnar að TL hafi breiðari skírskotun út í lögfræðingasamfélagið.

Fyrstu 53 árgangar Tímarits lögfræðinga, eða til 2004, fást ókeypis á www.timarit.is en aðrir árgangar fást keyptir á skrifstofu eða í vefverslun á heimasíðu félagsins www.logfraedingafelag.is. Auk þess fást þau til sölu í gegnum vefinn www.Fonsjuris.is

6. Erlend samskipti
6.1 Norræn systurfélög

Að þessu sinni stóð framkvæmdastjóri fyrir árlegun fundi skrifstofa norrænu lögfræðingafélaganna hér á Íslandi 28.-31. ágúst og kom 25 manna hópur. Aðalumræðuefni fundarins var útgáfumál félaganna og hvort eingöngu eigi að fara í rafræna útgáfu.

7. Undirdeildir Lögfræðingafélags Íslands
7.1      Öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands

Í öldungadeild eru nú 250 (238) félagar en allir sem verða 65 ára á árinu eru sjálfkrafa skráðir í félagið og fá póst þar um á haustin. Ef þeir biðjast undan veru í deildinni þá er að sjálfsögðu orðið við því.

Starfsárið 2022-2023 var Guðríður Þorsteinsdóttir formaður, aðrir stjórnarmenn voru Páll Arnór Pálsson og Sigríður Ólafsdóttir. Í varastjórn voru Þorleifur Pálsson, Þorsteinn A. Jónsson og Gestur Steinþórsson. Aðalfundur verður haldinn 24. maí nk.

Að jafnaði hittist öldungadeild LÍ einu sinni í mánuði yfir vetrartímann en eftir Covid hefur reynst erfiðara að virkja hópinn. Auglýstir voru sex viðburðir.

Starfsemi

Þann 18. október 2022 var ganga undir heitinu Glæpur og refsing í Elliðaárdalnum. Þá gekk Eyrún Ingadóttir frkvstj. LÍ með félögum um dalinn og sagði frá Elliðaármálum, morðinu á bóndanum í Árbæ og drekkingu vinnukonunnar Vigdísar Þórðardóttur í Skötufossi. Síðan tók Margrét Hugadóttir á móti hópnum og leiddi um húsakynni Orkuveitunnar og í lokin var farið á kaffihús listamiðstöðvar í Kartöflugeymslunum. Alls tóku16 manns þátt í viðburðinum.

Í október var auglýst ferð í Hellana á Hellu en ekki fékkst næg þátttaka.

Þann 9. nóvember 2022 var farið í Gróttugöngu sem endaði í kaffihúsinu í Ráðagerði. Alls tóku 15 manns þátt í göngunni.

Þann 7. desember 2022 var farið í Byggðasafnið í Hafnarfirði til að skoða Pakkhúsið, Beggubúð og Sívertsenshús og tóku 8 félagar þátt í viðburðinum

Í febrúar var auglýst heimsókn í Rithöfundasamband Íslands en vegna vondrar færðar var hætt við hana.

25. mars 2023 fóru 11 félagar öldungadeildar og fylgifiskar á Njálsbrennusögu í Landnámssetrinu í Borgarnesi.

 

7.2 FLF - Félag lögfræðinga í fyrirtækjum

Í FLF eru nú 138 (112) félagar. Félagið sofnaði á tímum covid en í vetur tókst að lífga það aftur við. Á aðalfundi 9. janúar 2023 voru kosin í stjórn: Andrea Olsen (Frigus), Ásgeir Sigurður Ágústsson (Rapyd). Guðrún Jóna Guðmundsdóttir (Eimskip), Hanna Björt Kristjánsdóttir (Íslandsbanki) og Kristín Lára Helgadóttir (Veritas).  Varamenn voru kosin Magnús Már Leifsson (Kvika eignastýring) og Vilhjálmur Þór Svansson (Creditinfo). Vegna aðalfundarins í janúar var ekki haldinn fundur í vor.

FLF hefur haldið einn viðburð nú á vorönn; heimsókn til Rapyd 30. mars sl. þar sem Ásgeir Ágústsson yfirlögfræðingur kynnti starfsemi fyrirtækisins en að því loknu voru panel umræður um helstu hlutverk og áskoranir innanhússlögfræðinga. Þátttakendur voru Tómas Eiríksson yfirlögfræðingur Össurar, Arna Grímsdóttir yfirlögfræðingur HS Orku og Kristín Lára Helgadóttir lögfræðingur Veritas.

 

7.3 ÁORKA– áhugafélag um orkurétt

Í ÁORKU eru 123 (124) félagar.

Í stjórn 2018-2020 eru Hilmar Gunnlaugsson formaður (Sókn lögmannsstofa), Elín Smáradóttir (OR), Kristín Haraldsdóttir (HR), Hanna Björg Konráðsdóttir (Orkustofnun) og Baldur Dýrfjörð (Samorka). Enginn fundur var á yfirstandandi starfsári en aðalfundur verður haldinn í byrjun júní.

 

7.4. Höfundaréttarfélag Íslands

Í Höfundaréttarfélaginu er  93 (90) félagar.

Aðalfundur Höfundaréttarfélags Íslands var haldinn 3. október 2022. Þar var kosin sama stjórn og síðasta ár: Hjördís Halldórsdóttir formaður og Guðrún Björk Bjarnadóttir varaformaður. Meðstjórnendur: Tómas Þorvaldsson, Erla S. Árnadóttir og Rán Tryggvadóttir. Varamaður er Gunnar Guðmundsson. Í fulltrúaráð voru kosin: Anna Tómasdóttir, Benedikta Haraldsdóttir, Lára Herborg Ólafsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Sigurður Örn Hilmarsdóttir og Halldór Birgisson. Að loknum aðalfundarstörfum var fjallað um Norræna höfundarréttarþingið, sem haldið var í Noregi dagana 31. ágúst til 2. september, en félagið átti fulltrúa í stýringu málstofu og í hópi framsögumanna.

 

7.5 Skattaréttarfélag Íslands

Í Skattaréttarfélaginu er 81 (71) félagsmaður.

Formaður þess er Ragnar Guðmundsson lögmaður en aðrir í stjórn eru Margrét Ágústa Formaður þess er Ragnar Guðmundsson lögmaður en aðrir í stjórn eru Margrét Ágústa Sigurðardóttir, Unnur Bachmann, Vilmar Freyr Sævarsson og Ásgeir Skorri Thoroddsen. Varamenn eru Lísa Karen Yoder og Páll Jónsson.

 

Þann 1. júní 2022 var umræðufundur um fyrirsjáanleika í skattamálum og aðalfundur í kjölfarið. Framsögumenn voru Bjarnfreður Ólafsson lögmaður og Vilmar Freyr Sævarsson lögfræðingur á skrifstofu skattamála í Fjármálaráðuneytinu.

 

7.6 Áhugahópur um tæknirétt

Alls eru 126 (83) félagar skráðir í áhugahóp um tæknirétt. Á vormánuðum var auglýst eftir áhugasömum til að vera í stjórn áhugahópsins og voru undirtektir afar góðar. Hörður Helgi Helgason lögmaður tók að sér að vera formaður en auk hans eru í stjórninni: Elfur Logadóttir lögfræðingur, Hafliði Kristján Lárusson lögmaður, Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir lögfræðingur, Marteinn Áki Ellertsson lögfræðingur og Róbert Bender lögfræðingur.

 

Fyrsti fundur á vegum nýrrar stjórnar var haldinn á Nauthóli 4. maí 2023 og fjallaði um hagnýtingu gervigreindar í störfum lögfræðinga. Mættu 60 manns til að hlusta á Hafstein Einarsson lektor við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands fjalla um svonefnd „stór skapandi mállíkön“ á borð við GPT-4 og hugmyndir um hvernig megi hagnýta þau í störfum lögfræðinga. Einnig kynnti Bjarki Steinar Viðarsson tölvunarfræðinemi skólaverkefni sitt, „Lawrence“, sem fólst í að þjálfa mállíkan í að svara spurningum upp úr íslenska lagasafninu.

 

7.7 Vinnuréttarfélag Íslands

Í Vinnuréttarfélaginu eru 82 félagsmenn.

Markmið félagsins er að vinna að kynningu, umfjöllun og rannsóknum á sviði vinnuréttar, efla samskipti milli lögfræðinga sem starfa að vinnuréttarmálum, stuðla að útgáfu greina og rita um vinnurétt og vera þátttakandi í fjölþjóðlegu samstarfi vinnuréttarfélaga.

 

Vinnuréttarfélagið gekk til liðs við Lögfræðingafélagið á hádegis- og aðalfundi 6. mars 2023. Þá var Lára V. Júlíusdóttir kosin formaður til tveggja ára, Gunnar Björnsson og Maj-Britt Hjördís Briem voru kosin í stjórn til eins árs og Elín Blöndal og Magnús Norðdahl voru kosin varamenn í stjórn til eins árs.

 

Á fundinum 6. mars var rætt um átök á vinnumarkaði; tekinn púlsinn á nýlegum vinnudeilum og fjallað um þær lagalegu flækjur sem upp hafa komið. Framsögumenn voru Lára V. Júlíusdóttir lögmaður og Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ en fundarstjóri var Gunnar Björnsson fv. skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins. Fulltrúar Vinnuréttarfélagsins tóku ásamt fulltr. LMFÍ á móti félags- og vinnumálanefnd þýska þjóðþingsins þann 5. maí 2023 en nefndin var hér á landi að kynna sér jafnrétti á vinnumarkaði. Fundur var haldinn í húsnæði LMFÍ og hélt Elín Blöndal framsögu auk þess sem hún og Lára V. Júlíusdóttir áttu samræður við fulltrúa þingnefndarinnar og svöruðu spurningum þeirra um ýmis álitaefni.

8. Annað
8.1 Mentorprógramm fyrir nýútskrifaða lögfræðinga

Mentorprógrammi ársins 2022 lauk í lokahófi á Petersen svítunni 1. nóvember 2022 og þann 15. mars 2023 hófst verkefnið í fimmta sinn. Alls fengu 9 þátttakendur mentora og munu þau hittast ca 4 sinnum fram að áramótum.  Eftirtaldir aðilar tóku að sér að vera mentorar: Kolbrún Benediktsdóttir, Ólafur Lúther Einarsson, Dögg Pálsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir, Erla Þuríður Pétursdóttir, Claudia Wilson, gunnar Jakobsson og Daði Bjarnason.

 

8.2. Nafnarugl

Lögfræðingafélagið sendi athugasemd til fyrirtækjaskrár vegna Lögfræðifélagsins og telur nöfnin of lík. Ekki sé ásættanlegt að lögfræðingar í rekstri séu að nýta sér gott orðspor félags lögfræðinga með þessum hætti. Ekki hefur enn borist niðurstaða frá fyrirtækjaskrá þegar þetta er skrifað.

9. Í lokin

Í lok þessa starfsárs er rétt að staldra við og velta aðeins fyrir sér liðnu starfsári og því starfsári sem tekur svo við að loknum aðalfundi. Þegar starfsárið síðastliðið var að hefjast var covid tímabilinu að ljúka. Þótt við flest viljum sem minnst velta því tímabili mikið fyrir okkur þá varð á því tímabili veruleg framþróun á fjarfundarforminu sem við munum njóta góðs af til framtíðar. Ákveðin nýmæli voru tekin upp í dómskerfinuá covidtímanum með því að taka skýrslur af sakborningum í gegnum fjarfundarkerfi sem fól í sér ákveðna viðurkenningu á notagildi fjarfunda. Fjarfundir er klárlega komnir til að nýtast starfsemi Lögfræðingafélagsins í formi fræðafunda í þeirri mynd.

Starfsemi félagsins er að komast í það horf sem var fyrir Covid og er það vel. Útgáfa tímaritsins okkar hefur einnig náð að vinna upp þau tölublöð sem vantaði upp á og á ritstjóri tímaritsins þakkir skyldar fyrir það átak í þeim efnum.

Starfsemi Lögfræðingafélagins byggir á mannauði starfsmanns félagsins, stjórnar og meðlima félagins. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem tekið hafa þátt í starfsemi félagins, ykkar framlag er ómetanlegt og án þess væri þetta félag lítið annað en nafnið.

Á sama hátt vil ég hvetja sama hópinn til verka til að efla og styrkja starfsemi félagsins á komandi starfsárum.  

                                                         Ólafur Þór Hauksson formaður