LÖGFRÆÐISTÖRF Á NORÐURLÖNDUM


Lögfræðingafélag Íslands hefur gert samkomulag við systurfélög á Norðurlöndum sem gerir  félögum kleift að fá ókeypis aðild í eitt ár hjá hverju öðru ef þeir flytja á milli landa. Að ári loknu verður félagsmaður að ákveða hvort hann vilji ganga í nýja félagið og greiða þar félagsgjöld.

  

Ert þú að flytja til Svíþjóðar?

Starfaþjónusta Jusek stendur félagsmönnum Lögfræðingafélags Íslands til boða fyrsta árið sem þeir búa í Svíþjóð.Að því loknu þurfa félagsmenn LÍ að ganga í Jusek og greiða félagsgjöld vilji þeir njóta þjónustu þeirra áfram.

Starfaþjónusta Jusek snýr að þjálfun og tengslaneti.

Jusek aðstoðar við að útbúa ferilskrá og umsóknarblað, leiðbeinir hvernig nýta á LinkedIn, veitir ráðgjöf til þeirra sem eru að sækjast eftir hærri stöðum, s.s. forstjórastöðum og aðstoðar við undirbúning undir atvinnuviðtal.

Ráðgjafar Jusek vita allt um laun og sænska vinnumarkaðinn.

Einstaklingsmiðuð starfsráðgjöf

Félagsmenn LÍ geta pantað viðtalstíma hjá Jusek og fengið aðstoð ráðgjafa.

Tengslanet lögfræðinga er mikilvægt en kannanir í Svíþjóð sýna að einungis 25% allra starfa eru auglýst á móti 75% sem er ráðið í með öðrum hætti. Jusek er með sérstakt tengslaneta- og mentorprógramm sem félagsmönnum LÍ stendur til boða.

Sendu póst til Lögfræðingafélagsins og fáðu nánari upplýsingar: skrifstofa@logfraedingafelag.is

 

Ert þú að flytja til Danmerkur?

Ef þú ert að leita að starfi í Danmörku eða hefur nú þegar fengið, getur þú orðið meðlimur í Djøf án þess að það kosti þig neitt fyrsta árið. Það eina sem þú þarft að gera er að halda þinni félagsaðild í Lögfræðingafélagi Íslands.

Djøf veitir félagsmönnum persónulega ráðgjöf um vinnumarkaðinn, atvinnuumsóknir, kaup og kjör.

Sendu póst til Lögfræðingafélagsins og fáðu nánari upplýsingar: skrifstofa@logfraedingafelag.is

 

Ert þú að flytja til Noregs?

Félagar í Lögfræðingafélagi Íslands geta fengið eins árs aðild að Juristforbundet. Þeir fá aðgang að ráðgjöf, upplýsingar um laun og  vinnumarkað, aðgang að námskeiðum og viðburðum á þeirra vegum.

Sendu póst til Lögfræðingafélagsins og fáðu nánari upplýsingar: skrifstofa@logfraedingafelag.is

----

Athugið að þrátt fyrir samkomulagið er það undir viðkomandi félagi komið hversu mikil þjónusta er í boði. T.d. getur félagsmaður ekki fengið lögfræðiþjónustu í tengslum við uppsögn ráðningarsamnings eða sambærilegan fjárhagslegan ávinning af félagsaðild eins og félagar sem greiða fullt félagsgjald í Svíþjóð og Danmörku. Þeir geta ekki kosið í stjórnir, notið afsláttarkjara og fleira.

 

Samstarfssamningur er milli þessara félaga