Lögfræðingafélag Íslands


 

Um Lögfræðingafélag Íslands

Félagið hefur starfað frá árinu 1958 en nú eru innan þess átta áhugafélög eða deildir sem félagsmenn geta verið í sér að kostnaðarlausu. Þetta eru

Skrifstofa

Lögfræðingafélag Íslands er með skrifstofu í Álftamýri 9, 108 Reykjavík

Skrifstofan er opin kl. 9.00-12.00 alla virka daga

Framkvæmdastjóri er Margrét Hauksdóttir, skrifstofa@logfraedingafelag.is

Helstu verkefni Lögfræðingafélags Íslands

Tímarit lögfræðinga

Lögfræðingafélagið gefur út Tímarit lögfræðinga sem hefur verið vettvangur fræðilegra rannsókna á sviði lögfræði frá árinu 1951. Tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári bæði í prentaðri útgáfu og rafrænni.  

Nánari upplýsingar

Fundir, heimsóknir og ráðstefnur

Félagið miðlar upplýsingum til félagsmanna sinna um flesta þá viðburði sem eru haldnir á sviði lögfræði, heldur fræðafundi yfir vetrartímann og stendur árlega fyrir Lagadeginum ásamt Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands sem er stærsti viðburður ársins í lögfræðingasamfélaginu á Íslandi. Þá stendur félagið einnig fyrir heimsóknum til fyrirtækja og stofnana.

Sjá viðburði framundan

Námsferðir

Félagið hefur skipulagt afar vinsælar námsferðir annað hvert ár, frá árinu 1999, og m.a. farið til Kína, Rússlands, Bandaríkjanna, Kúbu, Suður-Afríku, Indlands, Frakklands, Færeyja, Argentínu, Georgíu og Marokkó.

Sjá námsferðir

Réttarsöguferðir

Tvisvar sinnum hefur Lögfræðingafélagið staðið fyrir réttarsöguferðum. Í fyrra sinnið, árið 2017, var farið á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi í Húnaþingi og svo sett upp ný réttarhöld og dæmt í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem hálshöggvin voru á Þrístöpum árið1830. 

Í síðara skiptið, árið 2022, var farið vestur á firði á slóðir Sjöundármála en að lokinni vettvangsferð var haldinn fundur um sekt eða sakleysi Steinunnar Sveinsdóttur og Bjarna Bjarnasonar sem dæmd voru til dauða fyrir að hafa myrt maka sína.

Árgjöld

Félagar í Lögfræðingafélagi Íslands eru um 1450 talsins en félagsgjöldum er stillt í hóf, eru nú um kr. 5.900,-.

Félagar greiða lægra gjald fyrir fræðafundi og áskrift að Tímariti lögfræðinga auk þess sem afsláttur er veittur af Lagadeginum og svo fá félagar 10% afslátt af námskeiðum Lögmannafélags Íslands.

Félagsaðild getur verið fljótt að borga sig

Sækja um aðild