Fréttir
föstudagur, 5. september 2025
Námsferð til Póllands 5.-15. september 2025
Nú er námsferð til Póllands fullskráð. Mögulegt er að skrá sig á biðlista. Í ferðanefnd eru: Benedikt Bogason hæstaréttardómari, Kristján Andri Stefánsson, sendiherra í Brussel, Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður og formaður Lögfræðingafélags Íslands og Margrét Hauksdóttir, frkv.stj. félagsins. Auk þess nýtur félagið liðsinnis Friðriks Jónssonar sendiherra Íslands í Varsjá.
miðvikudagur, 6. nóvember 2024
Kynningarfundur á starfsstéttum lögfræðarinnar
Lögfræðingafélag Íslands kynnir spennandi viðburð fyrir alla laganema og unga lögfræðinga 30 ára og yngri! Komdu og fáðu innsýn í fjölbreytta möguleika innan lögfræðinnar með kynningu á ýmsum starfsstéttum hennar. Fundurinn er kjörinn vettvangur til að öðlast dýpri skilning á þeim fjölbreyttu valmöguleikum innan fagsins og til að spyrja spurninga. Viðburðurinn fer fram miðvikudaginn 6. nóvember kl. 16:00 í dómssal Háskólans í Reykjavík. Gríptu þetta tækifæri og kynntu þér störf okkar lögfræðinga. Vonandi verður þú margs vísari um hvert þú vilt stefna og hvaða leið þú eigir þá að fara! Boðið verður upp á léttar veitingar
Viðburðir
Ekkert skráð