Námsferð til Póllands 5.-15. september 2025
föstudagur, 5. september 2025
Nú er námsferð til Póllands fullskráð. Mögulegt er að skrá sig á biðlista. Í ferðanefnd eru: Benedikt Bogason hæstaréttardómari, Kristján Andri Stefánsson, sendiherra í Brussel, Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður og formaður Lögfræðingafélags Íslands og Margrét Hauksdóttir, frkv.stj. félagsins. Auk þess nýtur félagið liðsinnis Friðriks Jónssonar sendiherra Íslands í Varsjá.
Lögfræðingafélag Íslands undirbýr nú námsferð til Póllands.
Farið verður til höfuðborgarinnar Varsjár og dvalið þar í sex daga. Stefnt er að því að kynnast réttarkerfi landsins, heimsækja dómhús og þjóðþingið. Einnig verður frjáls tími og boðið verður upp á skoðunarferðir.
Að lokinni fræðadagskrá verður farið í eina af elstu og fallegustu borgum landsins, Kraká, sem er næststærsta borgin og á heimsminjaskrá UNESCO. Þar verður dvalið í fjóra daga og m.a. verður skipulögð skoðunarferð til Auschwitz auk þess sem frjáls tími verður þar.
Reikna má með að ferðin kosti um kr. 240.000 fyrir tvo í herbergi, en kr. 330.00 fyrir einn í herbergi. en nánari upplýsingar og ferðatilhögun mun liggja fyrir fljótlega.
Staðfestingargjald, kr. 80.000 pr. mann, þarf að greiða fyrir 25. nóvember og verða greiðsluupplýsingar sendar fljótlega til þeirra sem eru forskráðir.
Skráning á biðlista er hér: