Hvers vegna er ég hér?
fimmtudagur, 27. mars 2025
Lögfræðingafélag Íslands kynnir spennandi viðburð fyrir alla laganema og unga lögfræðinga 30 ára og yngri! Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 27. mars hjá LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, Rvík. Komdu og fáðu innsýn í fjölbreytta möguleika innan lögfræðinnar með kynningu á ýmsum starfsstéttum hennar.
Fundurinn er kjörinn vettvangur til að öðlast dýpri skilning á þeim fjölbreyttu valmöguleikum innan fagsins og til að spyrja spurninga.
Gríptu þetta tækifæri og kynntu þér störf okkar lögfræðinga. Vonandi verður þú margs vísari um hvert þú vilt stefna og hvaða leið þú eigir þá að fara!
Léttar veitingar í boði
Lagadeild hásk. Hafsteinn Þór Hauksson, Háskóli Íslands
Lögmenn Oddur Ástráðsson, Réttur - Aðalsteinsson & Partners
Stjórnarráðið Ásthildur Valtýsdóttir, forsætisráðuneytið
Dómarar Finnur Þór Vilhjálmsson, Héraðsdómur Reykjavíkur
Ákæruvaldið Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, Emb. héraðssaksóknara
Fyrirtækjalögfr. Ásgeir Ágústsson, Rapyd Europe
Fundarstjóri er Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður og formaður Lögfræðingafélags Íslands
Skráningu lýkur 26. mars