2025 3 Forsida Smelltu til að stækka

Tímarit 2025 - 3. hefti

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7503
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands

RITSTJÓRNARGREIN: LENGD STEFNA OG GREINARGERÐA Í EINKAMÁLUM

 

Sindri M. Stephensen, ritstjóri

 

EDITORIAL: RULES ON LENGTH, FORMAT, AND WRITTEN PLEADINGS IN CIVIL CASES

 

Sindri M. Stephensen, editor

 

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.3.1

 

MISKABÆTUR VEGNA OFBELDIS Í ÍSLENSKRI RÉTTARFRAMKVÆMD OG NÝTING HAGFRÆÐILEGRA AÐFERÐA VIÐ MAT Á FJÁRHÆÐUM ÞEIRRA

Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og landsréttardómari

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands

Flóki Fjalar Fjölnisson, meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands

 

Útdráttur:

Greinin fjallar um ákvörðun miskabóta í íslenskum rétti og hvernig matskenndar ákvarðanir dómstóla á því sviði byggist fyrst og fremst á fyrri fordæmum og því sem álitið hefur verið sanngjarnt, frekar en að umfang miska tjónþola sé nákvæmlega kannað í hverju tilviki. Sérstök áhersla er lögð á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og þá framkvæmd sem mótast hefur hjá dómstólum í tengslum við miskabætur vegna ofbeldisbrota. Í greininni er leitast við að bera þessa aðferð dómstóla saman við tekjuuppbótaraðferðina (e. Compensating income variation, CIV) sem með hagfræðilegri nálgun metur hversu háa fjárhæð þarf til þess að bæta velferðartap vegna miska. Niðurstöður þessa samanburðar benda til þess að verulegt misræmi sé milli dæmdra fjárhæða miskabóta og þeirra fjárhæða sem CIV-aðferðin gefur til kynna.  Með hliðsjón af þessu kann að vera ástæða til að hugleiða hvort framangreind aðferð geti komið að gagni við endurskoðun lagaákvæða og réttarframkvæmdar á þessu sviði.

Miskabætur. Skaðabótaréttur. Lögskýringar. Hagfræði. Tekjuuppbótaraðferð. Dómstólar.

 

THE USE OF ECONOMICALLY CALCULATED ASSESMENTS OF NON-PECUNIARY DAMAGES IN THE LEGAL SYSTEM

Eiríkur Jónsson, professsor at the faculty of law, University of Iceland and judge at Landsréttur

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, professor at the faculty of economics, University of Iceland

Flóki Fjalar Fjölnisson, master‘s student at the University of Iceland

 

Abstract:

This article examines the assessment of non-pecuniary damages under Icelandic tort law, focusing on Article 26 of the Tort Act no. 50/1993. The analysis highlights how current judicial practice is largely based on discretionary evaluations and precedents. The article then introduces the compensating income variation (CIV) method, an economic approach for estimating monetary compensation required to offset welfare losses caused by violence. By comparing CIV-based compensation estimates with actual damages awarded by Icelandic courts – particularly in cases involving physical violence and sexual abuse – the study reveals a substantial discrepancy. The findings suggest that a more objective approach involving economic framework might contribute to fairer and more accurate compensation for victims of abuse. 

Non-pecuniary damages. Tort law. Statutory interpretation. Economics. Compensating income variation. Courts. 

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.3.2

 

HVAÐA SJÓNARMIÐ BER STJÓRN AÐ LEGGJA TIL GRUNDVALLAR ÁKVÖRÐUNUM SÍNUM SAMKVÆMT ÍSLENSKUM HLUTAFÉLAGARÉTTI?

Um fjárhagslegan ávinning og ótilhlýðilega hagsmuni í skilningi hlutafélagaréttar og samspil sjónarmiða hlutafélagaréttar við sjónarmið á öðrum réttarsviðum

Dr. Jur. Arnljótur Ástvaldsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Útdráttur:

Í þessari grein er fjallað um þau sjónarmið sem stjórnendum hlutafélags ber að leggja til grundvallar við töku ákvarðana um málefni félags samkvæmt gildandi íslenskum hlutafélagarétti, bæði almennt og við töku ákvarðana um einstök viðskipti. Megintilefni greinarinnar eru umræður á síðustu árum sem og réttarþróun innan ESB-réttar, þar sem því hefur á tíðum verið haldið fram að stjórn félags eigi að taka tillit til annarra sjónarmiða en þeirra sem leiðir af reglum hlutafélagaréttar við töku ákvarðana um málefni félags. Fyrir liggur að endanlegt markmið (flestra) hlutafélaga er að hámarka fjárhagslegan ávinning hluthafa af eign sinni á hlutum en hvaða leiðbeiningar, sjónarmið, hefur hlutafélagaréttur að geyma um það hvernig ná eigi þessu markmiði? Og hvaða þýðingu hafa sjónarmið sem leiða má af settum lögum á öðrum réttarsviðum og kunna að gilda um hlutafélög í ákveðnum aðstæðum í þessu samhengi? Greinin útskýrir réttarstöðuna hvað þessi atriði varðar á grundvelli eftirfarandi, þríþætts, markmiðs: 1) Að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda almennt um ákvarðanir stjórnar að íslenskum rétti; 2) að gera grein fyrir þeim sjónarmiðum um ákvarðanatöku stjórnar sem leiðir af reglum hlutafélagaréttar; og 3) að taka afstöðu til þess hvaða sjónarmið stjórn ber að leggja til grundvallar við töku ákvörðunar um einstök viðskipti.

Hlutafélagaréttur. Hlutafélög. Stjórn. Tilgangur hlutafélags. Trúnaðarskyldur. Ótilhlýðilegir hagsmunir.

 

WHAT CONSIDERATIONS SHOULD A BOARD OF DIRECTORS BASE THEIR DECISIONS ON UNDER ICELANDIC COMPANY LAW?

On the company law concepts of financial gain and undue advantage and the interrelationship between company law considerations and considerations from other fields of law

Dr. Jur. Arnljótur Ástvaldsson, assistant professor at Reykjavik University faculty of law 

Abstract:

This article discusses the considerations that a board of directors in a limited liability company should base their decision on under current Icelandic company law, both in general and when making decisions on whether to transact in a specific instance. The main reason for the article is recent discussion as well as developments within EU law, where it has at times been asserted that a company's board should take into account other considerations beyond those established by company law when making decisions concerning the company. Most limited liability companies operate on the basis that their aim is to generate profit for distribution to shareholders. But what instructions, considerations, does company law offer to achieve this aim? And what importance, if any, do considerations outside company law, which may apply to companies in certain circumstances, have in this regard? The article clarifies the current state of Icelandic law on these matters by pursuing a three-fold aim: 1) Outlining the legal framework that generally applies  to decisions made by a board of directors; 2) Outlining the considerations that should form the basis of decisions made by a board of directors according to company law rules; and 3) Offering deliberations on what considerations should form the basis of the decision of a board of directors on whether or not to transact in a specific instance.

Company Law. Limited Liability Companies. Board of Directors. Company purpose. The duty of loyalty. The concept of undue advantage.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.3.3

 

FYRIRFRAMGREIDDUR ARFUR: 32. GR. ERFÐALAGA

Sveinbjörn Claessen, hæstaréttarlögmaður

Útdráttur:

Erfðalög heimila einstaklingi að ráðstafa eignum sínum með því að greiða erfingjum sínum arf í lifanda lífi, þ.e. með fyrirframgreiddum arfi. Í því felst frávik frá þeirri almennu reglu að arfi sé skipt að arfláta látnum. Undir skiptum dánarbús kann að koma upp ágreiningur um skiptingu arfs, m.a. vegna arfs sem greiddur var einum eða fleiri erfingjum fyrirfram. Inntak greinar þessarar snýr annars vegar að formreglum sem skiptastjóra og ágreiningsaðilum ber að hafa í huga þegar ágreiningi er beint til héraðsdóms. Í því sambandi er litið til tveggja úrskurða héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar og inntak þeirra brotið til mergjar. Hins vegar fjallar greinin um efnislegt inntak 32. gr. erfðalaga um það hvenær arfþega sem þegið hefur arf fyrirfram sem reynist umfram hans arfhluta skv. I. kafla erfðalaga verði gert skylt að endurgreiða mismuninn til dánarbúsins. Í því sambandi er gerð grein fyrir umfjöllun fræðimanna á Íslandi og Noregi um rökin að baki 32. gr. erfðalaga og samsvarandi ákvæði þágildandi norsku erfðalaganna, ásamt því að reifaðir eru þrír dómar Hæstaréttar sem allir sneru að ágreiningi aðila um hvort erfingja sem fékk fyrirframgreiddan arf umfram arfshluta sinn bæri að endurgreiða mismuninn.

Erfðalög nr. 8/1962. Erfðaréttur. Fyrirframgreiddur arfur. 32. gr. erfðalaga. Endurgreiðsluskylda. Uppgjör. 

 

PRE-PAID INHERITANCE: ARTICLE 32 OF THE INHERITANCE ACT

Sveinbjörn Claessen, Supreme Court Attorney

Abstract:

The Inheritance Act permits individuals to dispose of their assets by granting inheritance to their heirs during their lifetime, i.e. through pre-paid inheritance. This constitutes a deviation from the general rule that inheritance is distributed after the decedent’s death. During the administration of a deceased estate, disputes may arise concerning the distribution of inheritance, particularly regarding inheritance that was advanced to one or more heirs. This article addresses, on the one hand, the procedural rules that the estate administrator and the disputing parties must consider when submitting a dispute to the District Court. In this context, two rulings — one from the Reykjanes District Court and one from the Court of Appeal (Landsréttur) — are examined and analyzed in detail. On the other hand, the article discusses the substantive content of Article 32 of the Inheritance Act, specifically when a beneficiary who has already received advance inheritance exceeding their lawful share under Chapter I of the Act may be required to repay the difference to the estate. The discussion also covers scholarly commentary from Iceland and Norway on the rationale behind Article 32 and its counterpart in the (former) Norwegian Inheritance Act, alongside a review of three Supreme Court rulings, all of which dealt with disputes over whether an heir who had received advance inheritance beyond their lawful share was obligated to repay the excess.

Inheritance Act No. 8/1962. Inheritance law. Advance inheritance. Article 32 of the Inheritance Act. Repayment obligation. Settlement.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.3.4