RITSTJÓRNARGREIN: NÝMÆLI Í EVRÓPSKRI VINNULÖGGJÖF – STAFRÆNN LAUNAMAÐUR
Sindri M. Stephensen, ritstjóri
EDITORIAL: NEW DEVELOPMENTS IN EUROPEAN LABOUR LAW – THE DIGITAL WORKER
Sindri M. Stephensen, editor
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.2.1
AÐILASAMLAG
Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari
Útdráttur:
Í greininni er sjónum beint að því réttarfarsúrræði sem nefnt er aðilasamlag og mælt er fyrir um í 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gerð er grein fyrir helstu einkennum aðilasamlags og þeim eðlismun sem er á slíkri sameiginlegri aðild til sóknar eða varnar og skyldubundinni samaðild sem fjallað er um í 18. gr. sömu laga. Meginviðfangsefni greinarinnar lýtur að dómaframkvæmd um sameiginleg skilyrði fyrir notkun samlagsaðildar, skv. 1. mgr. 19. gr. og hinna tveggja tegunda aðilasamlags, þ.e. að dómkröfur eigi rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Þá er fjallað um viðbótarskilyrði fyrir notkun varaaðildar, skv. 2. mgr., og sakaukaaðildar, skv. 3. mgr. greinarinnar í ljósi dómaframkvæmdar. Jafnframt er fjallað um ýmis álitaefni sem reynt hefur á í dómsmálum um kröfugerð og fleira þegar þessar heimildir til sameiginlegrar aðildar eru nýttar og vakin athygli á því sem helst ber að varast. Ákvæði íslenskra réttarfarslaga um aðilasamlag eru borin saman við sambærileg ákvæði í dönskum og norskum réttarfarslögum.
Einkamálaréttarfar. Aðild. Aðilasamlag. Samlagsaðild. Varaaðild. Sakaukaaðild. Kröfugerð.
OPTIONAL JOINT PROCEEDINGS
Sigurður Tómas Magnússon, Justice at the Supreme Court of Iceland
Abstract:
This paper focuses on a judicial remedy referred to as optional joint proceedings, as prescribed in Article 19 of the Civil Procedure Act No. 91/1991. An account is given of the main characteristics of optional joint proceedings involving either several claimants or defendants and the inherent difference between such joint proceedings and “mandatory joint proceedings” pursuant to Article 18 of the Civil Procedure Act. The main subject of the paper is case law on common conditions for the use of any type of optional joint proceedings, i.e. that court claims are rooted in the same incident, situation or legal disposition. Additional conditions for the use of all three types of optional joint proceedings are also analysed in the light of case law. The paper addresses various issues regarding the structure of court claims based on joint proceedings. Attention is drawn to pitfalls to be avoided when preparing such cases. The provisions of the Icelandic Civil Procedure Act on optional joint proceedings are also compared with similar provisions in Danish and Norwegian legislation.
Civil Procedure. Participation in Court Proceedings. Joint Proceedings. Addition of Parties. Court claims.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.2.2
Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður og aðjúnkt, og Víðir Smári Petersen, prófessor:
Útdráttur:
Í greininni er fjallað um riftun verksamninga um mannvirkjaframkvæmdir. Umfjöllun og greining hverfist einkum um ákvæði ÍST 30 en til samanburðar og þar sem upp á vantar er einnig horft til settra laga, sem og sambærilegra samningsskilmála í norskum og dönskum rétti. Fyrst er fjallað stuttlega með almennum hætti um riftun og því næst um helstu réttarheimildir sem gilda um verksamninga auk þess sem skyldum aðila eru gerð skil. Þá er vikið að þeirri meginreglu að veruleg vanefndsé skilyrði riftunar og rakin þau viðmið sem koma helst til álita við mat á því hvort skilyrðinu sé fullnægt. Þá er gerð grein fyrir tilteknum tilvikum sem eiga það sammerkt að heimila riftun án þess að skilyrðinu um verulega vanefnd sé fullnægt á tímamarki riftunar. Því næst er fjallað um heimild annars vegar verkkaupa og hins vegar verktaka til þess að rifta verksamningi með hliðsjón af helstu vanefndum sem réttlætt geta beitingu úrræðisins. Þá er fjallað um framkvæmd riftunar, m.a. áskilnað um skriflega viðvörun, tilkynningu um riftun, riftunarúttekt og kröfugerð verktaka í kjölfar riftunar. Enn fremur eru réttaráhrifum riftunar gerð skil. Að endingu eru helstu niðurstöður dregnar saman auk þess sem fjallað er um að hvaða leyti breytinga sé þörf á ÍST 30.
Kröfuréttur. Verktakaréttur. Verksamningur. Riftun.
TERMINATION OF CONSTRUCTION CONTRACTS
Gunnar Atli Gunnarsson, attorney and adjunct professor, and Víðir Smári Petersen, professor:
Abstract:
This paper presents a comprehensive overview of the termination of construction contracts within the context of civil engineering projects. The analysis primarily centers on the provisions of the Icelandic standard form ÍST 30, while also drawing comparisons with similar contract terms and practices in Norwegian and Danish law. The discussion begins with a general examination of termination as a legal concept, followed by an exploration of construction contracts, including their principal legal sources and the obligations of the contracting parties. The paper then addresses the principle that termination typically requires a material breach, outlining the key criteria used to assess whether this condition has been satisfied. Subsequently, the paper identifies specific scenarios in which termination may be permitted even in the absence of a material breach at the time of termination. It then examines the respective rights of the client and the contractor to terminate a construction contract, focusing on the types of breaches that may justify such action. The procedural aspects of termination are also analyzed, including the requirements for issuing a written warning, delivering a notice of termination, conducting a termination review, and handling the contractor’s claims post-termination. The legal consequences of termination are also discussed in some detail. Finally, the paper summarizes the key findings and evaluates the extent to which revisions to ÍST 30 may be warranted.
Law of Obligations. Construction Law. Construction contracts. Termination.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.2.3
UM LÆKNISVOTTORÐ II
Gunnar Ármannsson innanhússlögmaður VHE ehf.
Útdráttur:
Í grein þessari eru valdar úrlausnir úrskurðaraðila, annarra en Hæstaréttar, teknar til skoðunar og kannað hvernig þær samrýmast meginreglum sem lesa má úr dómum Hæstaréttar, sem fjallað er um í fyrri grein höfundar um efnið. Sérstök áhersla er lögð á að skoða dóma Félagsdóms, F 23. nóvember 2022 (3/2022) og Landsréttar, L 2. júní 2023 (168/2022). Í umfjöllun um Félagsdóminn er það tekið til sjálfstæðrar skoðunar hvort unnt sé að skrifa læknisvottorð upp úr sjúkraskrá án skoðunar á sjúklingi, skv. gildandi lagareglum, og komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Þá er þeirri spurningu varpað fram hvort það sé á forræði aðila vinnumarkaðarins að semja í kjarasamningum á þann hátt að það þrengi settar lagareglur. Það er dregið í efa. Komist er að þeirri niðurstöðu að fordæmisgildi þessara tveggja dóma, Félagsdóms og Landsréttar, sé ekki fyrir hendi.
Vinnumarkaðsréttur. Veikinda- og slysaforföll. Læknisvottorð. Stéttarfélög. Félagsdómur. Sönnunargildi.
ON MEDICAL CERTIFICATES II
Gunnar Ármannsson in-house attorney at VHE ehf.
Abstract:
This article examines selected decisions by adjudicative bodies other than the Supreme Court and analyzes how they align with the general principles derived from Supreme Court rulings, which were discussed in the author’s previous article on the subject. Special attention is given to rulings by the Labour Court, particularly the decision from 23 November 2022 (Case No. 3/2022), and the Court of Appeal, in its decision from 2 June 2023 (Case No. 168/2022). In the discussion of the Labour Court's ruling, a specific issue is considered independently—whether it is permissible, under current legal provisions, to draft a medical certificate based on a medical record, without a clinical assessment of the patient. It is concluded that this is not permissible. Furthermore, the question is raised whether parties to collective bargaining agreements have the authority to contractually narrow statutory provisions. This is also called into question. The conclusion is that the precedential value of these two rulings, from the Labour Court and the Court of Appeal, is lacking.
Labour law. Absence due to illness or accident. Medical certificates. Trade unions. Labour Court. Probative value.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.2.4