RITSTJÓRNARGREIN: FORKRÖFUR TIL LAGANÁMS
Sindri M. Stephensen, ritstjóri
EDITORIAL: PREREQUISITES FOR LAW STUDIES
Sindri M. Stephensen, editor
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.3.1
TAKMARKANIR 44. GR. STJÓRNARSKRÁRINNAR Á BREYTINGARTILLÖGU VIÐ LAGAFRUMVARP
dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Greinin fjallar um þau mörk sem 44. gr. stjórnarskrárinnar setur breytingartillögum á lagafrumvörpum. Í henni er leitast við að meta hvaða viðmiða og sjónarmiða beri að líta til við mat á því hvort lagafrumvarp hafi „gerbreyst“ fyrir tilstuðlan breytingartillögu. Jafnframt er tekið til skoðunar hver hafi úrskurðarvald um það hvort breytingartillaga samræmist stjórnarskrárákvæðinu á þinginu sem og hvort forseti lýðveldisins geti tekið afstöðu til álitaefnisins þegar lagafrumvarp er borið upp við hann til samþykktar eða synjunar. Þá er fjallað um hvort og þá að hvaða marki dómstólar hafi endurskoðunarvald um það hvort lagafrumvarp hafi verið sett á stjórnskipulegan hátt að þessu leyti.
Lagafrumvörp. Breytingatillögur. Alþingi. Endurskoðunarvald dómstóla. Stjórnskipunarréttur.
THE LIMITATIONS THAT ARTICLE 44 OF THE CONSTITUTION PLACES ON AMENDMENT PROPOSALS TO LEGISLATIVE BILLS
Dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson Professor at Reykjavík University
The article discusses the limits that Article 44 of the Icelandic Constitution places on amendment proposals to bills and analyses the standards and considerations that should be used when assessing whether an amendment has „completely changed“ the original bill. Moreover, the article examines who has the power to decide whether a proposal exceeds the limits of the Constitution at Parliament and whether the president of the Republic can decide on the issue when a bill is sent to him for his approval. Lastly, the article discusses whether and to what extent the courts can decide on the issue.
Bill of law. Amendment proposals. Parliament. Judicial review. Constitutional law.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.3.2
UM RÁÐSTÖFUN Á SAKAREFNI SKV. 45. GR. LAGA NR. 91/1991
Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður á Landslögum lögfræðistofu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands:
Útdráttur:
Í greininni er leitast við að gera grein fyrir ráðstöfun á sakarefni skv. 45. gr. eml., með áherslu á skilyrði og réttaráhrif ákvæðisins. Þannig er farið ítarlega yfir þá réttarframkvæmd sem liggur fyrir um beitingu ákvæðisins með það að markmiði að draga af henni ályktanir, varpa ljósi á samræmi og eftir atvikum huga að því hvað betur mætti fara. Fyrst er fjallað stuttlega um almenn atriði 45. gr. eml. og því næst gerð grein fyrir hverju og einu skilyrða ákvæðisins, með áherslu á réttarframkvæmd um meginskilyrði þess um ráðstöfun á sakarefni. Þá er vikið að réttaráhrifum ákvæðisins, bæði yfirlýsingar í tilteknu dómsmáli sem og úr fyrra máli, ásamt því sem fjallað er um álitaefni um aðild í fyrra og síðara dómsmáli. Að endingu eru helstu niðurstöður dregnar saman.
Einkamálaréttarfar. Málflutningsyfirlýsing. Sakarefni. Málsforræði. Loforð.
A BINDING DISPOSAL REGARDING THE MATTER AT ISSUE ACCORDING TO ARTICLE 45 OF ACT NO. 91/1991
Gunnar Atli Gunnarsson, Attorney at Landslog – law firm and adjunct Professor of law at the University of Iceland:
Abstract:
This paper provides an overview on a binding disposal regarding the subject matter of litigation according to Article 45 of Act No. 91/1991 on Civil Procedure, with emphasis on the conditions and legal effects of the Article. The case law regarding the application of the Article is reviewed in detail with the aim of drawing conclusions from it, highlighting consistency and considering what could be improved. First, a brief reference is made to the general issues of Article 45 and then an account of each of the conditions of the Article. This is followed by a review on the legal effects of the Article, both regarding statements in a specific court case as well as from a previous case, together with an issue regarding standing in the first and second court case. Finally, the main results are summarized.
Civil procedure. Litigation statement. Subject Matter of Litigation. The competence to make disposals regarding the subject matter. A promise.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.3.3
STAÐA EINSTAKLINGA SEM FLÝJA SKAÐLEG ÁHRIF LOFTSLAGSBREYTINGA: GLUGGAÐ Í ÍSLENSKAN, ALÞJÓÐLEGAN OG EVRÓPSKAN FLÓTTAMANNARÉTT
Ómar Berg Rúnarsson, rannsakandi (forsker) við CENTENOL-stofnunina hjá lagadeild Háskólans í Björgvin, Noregi, og stundakennari við lagadeild HR
Útdráttur:
Á undanförnum árum hefur nokkuð áhugaverð þróun átt sér stað varðandi stöðu einstaklinga sem flýja skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Má þar helst nefna álit mannréttindanefndar SÞ í Teitiota málinu frá 2019, þar sem nefndin tók fram að komið gæti til beitingar meginreglunnar um bann við endursendingu í málum þar sem einstaklingar flýja í tengslum við skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Í kjölfarið gaf Flóttamannastofnun SÞ út ný sjónarmið sem fela í sér leiðbeiningar um hvernig hægt sé að beita flóttamannahugtakinu við umræddar aðstæður. Í greininni er fjallað nánar um þessa þróun auk þess sem staða einstaklinga sem flýja skaðlegar loftslagsbreytingar er skoðuð út frá sjónarhorni íslensks réttar, þ.e. lögum um útlendinga nr. 80/2016 ásamt meginreglunni um bann við endursendingu skv. 3. gr. MSE.
Flóttamannaréttur. Loftslagsbreytingar. Mannréttindi. Náttúruhamfarir. Lög um útlendinga.
EXPLORING THE LEGAL STATUS OF PEOPLE DISPLACED DUE TO CLIMATE CHANGE EFFECTS: PERSPECTIVES FROM ICELANDIC, INTERNATIONAL AND EUROPEAN REFUGEE LAW
Ómar Berg Rúnarsson, researcher at CENTENOL, Faculty of Law, University of Bergen, and part-time lecturer at Reykjavik University, School of Law.
Abstract
With its landmark decision in the Teitiota case the UN Human Rights Committee found that the principle of non-refoulement could be of relevance in cases where people flee the adverse effects of climate change. Subsequently, the UNHCR also issued new legal considerations regarding claims for international protection made in the context of adverse effects of climate change and disasters. The aim of the article is to explore the current legal framework in Iceland, and whether there is scope to grant protection in said circumstances. For that purposes, the article explores the main provisions of the Icelandic Immigration Act No 80/2016, i.e. Article 37(1) which incorporates the refugee definition of the 1951 Convention, Article 37(2) concerning subsidiary protection, and finally Article 74(1) which provides for the possibility to grant humanitarian protection. For the purposes of the analysis, Article 3 of the ECHR (the principle of non-refoulement) is also taken into account.
Refugee law. Climate change. Fundamental rights. Natural disasters. Icelandic Immigration Act.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.3.4