RITSTJÓRNARGREIN: GERVIGREINDARREGLUGERÐ EVRÓPUSAMBANDSINS
Sindri M. Stephensen, ritstjóri
EDITORIAL: THE EU AI REGULATION
Sindri M. Stephensen, editor
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.2.1
INNHERJASVIK OG OPINBER BIRTING INNHERJAUPPLÝSINGA
Dr. Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Útdráttur:
Markmiðið með þessari grein er að svara því hvort og þá hvenær hægt sé að fremja innherjasvik eftir að innherjaupplýsingar hafa verið gerðar opinberar. Það felur í sér annars vegar að greina kjarna innherjasvika og hins vegar að svara því hvenær innherjaupplýsingar séu opinberar í skilningi Markaðssvikareglugerðar Evrópusambandsins (ESB) frá 2014 (MAR) og teljist því ekki lengur innherjaupplýsingar. Niðurstaða greinarinnar er sú að mögulegt er að fremja innherjasvik í vissum tilvikum eftir að innherjaupplýsingar hafa verið gerðar opinberar. Á það aðallega við þegar innherjar undirbúa viðskiptin meðan þeir búa yfir innherjaupplýsingum en framkvæma þau eftir birtingu upplýsinganna.
Verðbréfamarkaðsréttur. Markaðssvik. Upplýsingaskylda.
INSIDER DEALING AND PUBLIC DISCLOSURE OF INSIDE INFORMATION
Dr. Andri Fannar Bergþórsson, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law
Abstract:
The objective of this article is to explore the possibility of engaging in insider dealing after the disclosure of inside information to the public. Central to this inquiry is an examination of the core concept of insider dealing, as well as the criteria outlined in the 2014 Market Abuse Regulation (MAR) that determine when inside information becomes public, thus losing its privileged status. The analysis reveals that under specific circumstances, insider dealing can indeed occur after the inside information is made public. This scenario often arises when insiders plan transactions while in possession of inside information but execute them after the information has been made public.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.2.2
AÐILDARHÆFI DEILDA EÐA EININGA INNAN FÉLAGA
UM DÓMAFRAMKVÆMD HÆSTARÉTTAR FRÁ SJÓNARHORNI FÉLAGARÉTTAR
Dr. Arnljótur Ástvaldsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Útdráttur:
Markmiðið með þessari grein er að varpa ljósi á þau atriði sem Hæstiréttur Íslands hefur lagt til grundvallar við mat á því hvort félög, og einkum deildir og einingar innan félaga, séu hæf til þess að eiga réttindi og bera skyldur í skilningi 1. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Rót greinarinnar er dómur Hæstaréttar í máli H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR), þar sem réttinum gafst tækifæri til þess að fjalla um eigin dómaframkvæmd þegar kemur að aðildarhæfi deilda innan félaga og slá föstu hvaða atriða líta bæri til við mat á aðildarhæfi slíkra aðila. Í greininni er fjallað um dómaframkvæmd Hæstaréttar varðandi aðildarhæfi félaga og deilda innan félaga og greint hvaða atriði hafa verið lögð til grundvallar við mat á aðildarhæfi. Þá er sérstaklega fjallað um niðurstöðu Hæstaréttar í máli H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR) út frá sjónarhorni félagaréttar og lagt mat á það hvort þau atriði sem Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á fái stoð í reglum félagaréttar og samrýmist þeim sjónarmiðum sem lögð hafa verið til grundvallar innan þess réttarsviðs.
Félagaréttur. Almenn félög. Rétthæfi. Aðildarhæfi. Lögaðili.
THE STANDING OF DIVISIONS OR ENTITIES WITHIN ASSOCIATIONS BEFORE COURTS
CONSIDERING THE CASE LAW OF THE SUPREME COURT OF ICELAND FROM THE PERSPECTIVE OF ASSOCIATION LAW
Dr. Arnljótur Ástvaldsson, assistant professor at the Reykjavík University Faculty of Law
Abstract:
The aim of this article is to bring to light the elements that the Supreme Court of Iceland has deemed necessary for a division or entity within an association to have a standing before a court of law, within the meaning of paragraph 1 of article 16 of the civil procedure act No. 91/1991. The origins of the article lie in the judgment of the Supreme Court in case H November 9, 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR), where the Court had the opportunity to examine its own case law as to the standing of divisions within associations and take a stance on what matters should be a part of evaluating the standing of such parties. The article examines the case law in question and analyses the matters that have been a part of evaluating the standing of divisions and entities before a court of law. In particular, the article discusses the judgment of the Supreme Court in case H November 9, 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR) from the perspective of association law and examines whether the elements, which the Court based its decision on, can be based on association law rules and whether they conform to prevailing perspectives within that field of law.
Company law (law on associations). Non-profit entities. Standing before a court of law. Legal person.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.2.3
FRÁVIK OG SKÝRINGAR Á TILBOÐUM
Magnús Ingvar Magnússon, lögmaður á Landslögum - lögfræðistofu
Útdráttur:
Í grein þessari er sjónum beint að þeim reglum laga nr. 120/2016 um opinber innkaup sem gilda og mótast hafa í réttarframkvæmd um frávik frá útboðsgögnum í tilboðum í opinberum útboðum. Fjallað er um það hvað felist í frávikstilboði, sem og hvenær tilboð telst hafa vikið frá útboðsgögnum. Þá eru raktar þær reglur sem gilda um mat opinberra kaupenda á tilboðum þegar tilboð sem víkur frá útboðsgögnum berst. Í greininni er jafnframt fjallað um þær reglur sem gilda um óskir kaupanda um skýringar á tilboðum bjóðenda, en þegar tilboð sem virðist í fyrsta kasti í ósamræmi við útboðsgögn berst kann kaupandi að vilja óska skýringa á því sem virðist óljóst í tilboði. Eru mörk heimilla og óheimilla skýringa á tilboðum þá rakin, auk framangreinds.
Útboðsréttur. Opinber innkaup. Frávikstilboð. Frávik í tilboðum. Skýringarviðræður.
VARIANTS AND REQUEST FOR RECTIFICATION
Magnús Ingvar Magnússon, Attorney at Law at Landslög – Law Offices
Abstract:
In this article, attention is drawn to the rules on variants and request for rectification of law no. 120/2016 on public procurement and case law. It is discussed what forms a variant offer, as well as when an offer is considered to have deviated from the tender documents. The rules on evaluation of tenders that deviate from the tender documents are also outlined. The article also discusses the rules that apply to the buyer's requests for rectification on tenders but when an offer that appears at first glance to be inconsistent with the tender documents is received, the buyer may wish to request clarification of what appears to be unclear in the offer. In addition to the above, the limits of permissible and impermissible rectifications of tenders are explained.
Public procurement. Variants. Non-fully compliant tenders. Request for rectification.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.2.4