Efnisyfirlit
RITSTJÓRNARGREIN: AÐ FORNU SKAL BYGGJA, EF FRUMLEGT SKAL BYGGJA — LÖGFRÆÐI OG RÉTTARSAGA
Valgerður Sólnes og Viðar Pálsson, ritstjórar
EDITORIAL: LAW AND LEGAL HISTORY
Valgerður Sólnes and Viðar Pálsson, editors
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.4.1
NÝBÝLATILSKIPUNIN FRÁ 1776
Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar
Útdráttur:
Í þessari grein er gerð grein fyrir ákvæðum nýbýlatilskipunarinnar frá 15. apríl 1776 og stofnun nýbýla og túlkun ákvæðanna í réttarframkvæmd, einkum í samhengi við úrlausn þjóðlendumála á grundvelli laga nr. 58/1998 og sem stofnunarhátt eignarréttinda. Með stofnun nýbýlis á eigendalausu landi stofnaðist til beins eignarréttar sem ekki var þar áður til að dreifa en með nýbýlisstofnun á eignarlandi öðlaðist nýbýlingur afnotarétt af viðkomandi landsvæði. Fjallað er um nýbýlisstofnun sem stofnunarhátt eignarréttar og tengsl við aðra slíka stofnunarhætti, málsmeðferðina sem fylgja bar við nýbýlisstofnun, skilyrði tilskipunarinnar fyrir stofnun nýbýlis og réttaráhrif þess að stofna nýbýli, en auk þess að stofna til beins eða óbeins eignarréttar fylgdu nýbýlisstofnun tiltekin skattfríðindi. Þá er gerð grein fyrir dómaframkvæmd um nýbýlatilskipunina en í því sambandi er sjónum einkum beint að túlkun á skilyrðum 6. gr. tilskipunarinnar, álitaefnum um réttaráhrif nýbýlisstofnunar og um sönnunarbyrði fyrir því að stofnað hafi verið til nýbýlis.
Eignarréttur. Þjóðlenda. Eignarland. Nýbýli. Óbyggðanefnd. Stofnunarhættir eignarréttinda.
THE 1776 NEW ESTATE DECREE
Sigmar Aron Ómarsson, director of the Wasteland Commission
Abstract:
This article examines the provisions of the New Estate Decree of 15th of April 1776, the establishment of new estates under the decree and case-law relating to such establishment, in particular with regard to case-law in so-called Wasteland cases based on the Wasteland Act No. 58/1998. The article discusses the establishment of new estates as a means to create property rights. The establishment of new estates in ownerless areas led to the creation of possession of land that was previously not subject to ownership and the establishment of new estates within third party private land established land use rights on the land in question. Furthermore, it discusses the method set out in the decree of determining whether land was considered ownerless or not, the conditions for the establishment of new estates and the legal effects of such establishment. As well as creating direct or indirect property rights, the creation of new estates under the decree came with certain tax benefits. In addition, questions regarding the burden of proof in case-law regarding the establishment of new estates are discussed.
Property rights. Public land. Private land. New estates. Wasteland Commission. Creation of possession.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.4.2
KRISTINRÉTTUR ÁRNA BISKUPS OG RÖKSEMDIR LAGASETNINGAR
Viðar Pálsson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands
Útdráttur:
Tilefni greinarinnar er útgáfa og þýðing á Kristinrétti Árna biskups frá 1275. Útgáfunni fylgir ítarleg rannsókn á heimildum Árna, bæði eldri íslenskum og norskum kristinréttum og alþjóðlegum kirkjulögum. Útgáfutextinn er stafréttur og ætlaður fræðimönnum. Meginefni greinarinnar eru tildrög lagasetningar Árna biskups og röksemdir hennar, einkum eins og þær birtast í Árna sögu biskups. Færð eru rök að því að röksemdir sögunnar beri að skilja í alþjóðlegu samhengi réttarheimspeki og stjórnspeki þar sem sett lög á hámiðöldum voru talin spretta af rótgrónum venjum og reglum fremur en af frjálsum vilja löggjafans. Í Árna sögu er látið að því liggja að lagastarf biskups felist fyrst og fremst í því að leiða fram, útfæra og uppfæra eilíf Guðs lög eins og þau birtast í viðurkenndum kirkjulögum og opinberast í kirkjulegu kennivaldi. Hann sé því hvorki að bregða sér í hlutverk mannlegs löggjafa né heldur að víkja út af andlegu sviði biskups. Árna saga er kirkjupólitískt rit og dregur taum biskups og kirkjuvaldsstefnu hans leynt og ljóst. Bakhjarl Árna biskups í Noregi, Jón rauði erkibiskup í Niðarósi, deildi hart við Magnús lagabæti Noregskonung um sjálfstæði kirkjunnar gagnvart veraldarvaldi og ekki síst um sjálfstætt löggjafarvald hennar í eigin málefnum. Hófust þær deilur þegar Jón kom til stóls 1269 og stóðu veigamikil atriði enn út af borðinu þegar Magnús dó 1280. Konungur viðurkenndi aldrei sjálfstætt löggjafarvald erkibiskups og kirkjuvaldhafa. Í greininni eru þessar deilur og setning Kristinréttar Árna 1275 settar í samhengi við réttarheimspeki samtímans, einkum um lex og ius.
Réttarsaga. Kirkjusaga. Kirkjulög. Kristinréttir. Kristinréttur Árna biskups 1275. Árna saga biskups. Réttarheimspeki.
THE CHURCH LAW OF BISHOP ÁRNI AND LEGISLATIVE REASONING
Viðar Pálsson, Associate Professor of History, University of Iceland
Abstract:
The occasion for this article is a forthcoming new edition and translation of Kristinréttur Árna biskups from 1275, ‘Bishop Árni’s Church Law’. The edition includes a thorough source apparatus for each article of the law, identifying as sources (when applicable) Old Icelandic or Norwegian church law as well as international canon law, as far as this is possible. The edition is diplomatic and meant for scholars. The subject of this article is the historical circumstances of Bishop Árni’s introduction of his new church law and the legislative reasoning behind it, mainly as presented in Árna saga biskups, ‘The Saga of Bishop Árni’. I argue that the saga’s understanding of ecclesiastical legislation must be read against the background of contemporary ideas in legal philosophy and political theory, in which positive law was principally understood as deriving from custom and deep-rooted rules or norms rather being produced freely by a legislator. In Árna saga, the bishop as a legislator is depicted mainly as a reformer, who brings out, formulates, and updates God’s eternal law as it appears in established canon law and as it is revealed by authorities of the faith. Thus, he is neither acting the role of a human legislator nor is he crossing the boundaries of his spiritual sphere as an ecclesiastical head. Árna saga is a church-political narrative and it implicitly as well as explicitly supports the politics of its protagonist and his Gregorian policies. Bishop Árni’s ally in Norway, Archbishop Jón rauði (‘the red’), quarreled harshly with King Magnús lagabætir (‘the lawmender’) over ecclesiastical independence from secular authority, not least over the church’s independent legislative authority in its own matters. The dispute broke out almost immediately as Jón became archbishop in 1269 and key issues were still unresolved at the king’s death in 1280. The king never acknowledged the archbishop’s legislative independence or that of any other ecclesiastical head within the realm. The article depicts these disputes in the context of contemporary legal philosophy, especially as regards lex and ius.
Legal history. Church history. Church law. Christian Law. The Christian Law of Bishop Árni 1275. Árna saga biskups. Legal philosophy.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.4.3
YFIRRÉTTURINN Á ÍSLANDI 1563–1800: KYNNING ÚTGÁFUVERKEFNIS
Gísli Baldur Róbertsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands, og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri heimildaútgáfu á Þjóðskjalasafni Íslands
Útdráttur:
Yfirrétturinn á Íslandi starfaði á árunum 1563–1800 og var æðsta dómstig innanlands sem voru þrjú: hérað, Alþingi og Yfirréttur. Upphaflega var hægt að áfrýja dómum Yfirréttar til konungs og ríkisráðs en eftir stofnun hæstaréttar Danmerkur árið 1661 skyldi áfrýja dómum þangað. Yfirrétturinn var haldinn á Þingvöllum samhliða Alþingi en ekki samtímis vegna fjölda dómsmanna sem voru 24 til að byrja með en var fækkað markvisst á átjándu öld niður í sex. Skjalasafn Yfirréttar er illa varðveitt þrátt fyrir að lénsmenn og amtmenn hafi haft fastan embættisbústað á Bessastöðum og áttu að bera ábyrgð á skjölunum. Yfirréttarskrifari bar eftir 1771 ábyrgð á færslu dómabókarinnar og varðveislu skjalanna. Aðeins tvær dómabækur Yfirréttarins eru hins vegar varðveittar og spanna tímabilið 1708–1715 og 1780–1800. Dómsskjöl réttarins hafa aðeins varðveist frá árunum 1790–1800. Aðeins tveir menn gegndu embætti yfirréttarskrifara á tímabilinu og sá síðari varð dómsmálaritari við Landsyfirrétt sem var stofnaður 1801. Hann sá um prentun yfirréttardóma áranna 1749–1796 um aldamótin 1800 en að því loknu hafa frumrit áranna 1749–1779 glatast og eru prentuðu dómarnir því ígildi frumrits þessara ára. Þetta veldur ritstjórum nokkrum vanda við útgáfu dóma Yfirréttarins því leita þarf að dómum og málsskjölum annars staðar innan stjórnkerfisins. Í greininni er saga Yfirréttarins rakin, illa varðveittu skjalasafni hans lýst og greint frá vandanum við útgáfu dóma réttarins af þeim sökum. Loks er tekið saman yfirlit yfir útgáfu réttarfarsheimilda á Íslandi, hverju er lokið, hverju er unnið að og hvað þyrfti að ráðast í.
Réttarsaga. Réttarfarsheimildir. Yfirrétturinn. Skjalasöfn. Heimildaútgáfur.
THE HIGH COURT IN ICELAND 1563‒1800: EDITION IN PROGRESS
Gísli Baldur Róbertsson, archivist at the National Archives of Iceland, and Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, project manager of publication at the National Archives of Iceland
Abstract:
The Icelandic High Court (Yfirrétturinn) operated in 1563‒1800 and served as the highest level of the country’s three-level judiciary ― the lower levels were the District Courts and the courts of Alþingi, the general assembly. Originally, the court’s judgments could be appealed to the king of Denmark and the state council but after the establishment of the Danish Supreme Court in 1661, its judgments were to be appealed to the Supreme Court. The High Court was held alongside Alþingi at Þingvellir each summer yet not concurrently because of the size of its panel of judges. Initially, the panel was twenty-four men, but its size was reduced to just six men over the eighteenth century. The archive of the High Court is poorly preserved despite the king’s representatives residing in the country at Bessastaðir and being charged with the responsibility for its documents. Since 1771, a court notary (skrifari) was responsible for entering the court’s judgments into its ‘book of rulings’ (dómabók) and taking care of its documents. Only two books of rulings are preserved, spanning 1708‒1715 and 1780‒1800. Court documents are only preserved for the latter period. Only two men served as court notaries during this period and the latter of them became court notary for the National High Court (Landsyfirréttur) upon its establishment in 1801. In 1800, he oversaw the printed publication of the judgments of the High Court for the years 1749‒1796. Thereafter, the original documents were lost, and the printed editions thus remain as their substitutes. All this causes modern editors great challenges and obliges them to search for the court’s rulings and documents elsewhere within the administrative and judicial bureaucracy. This article gives a brief overview of the court’s history, describes its poorly preserved archive, and outlines some of the problems facing the editors of its rulings and documents. The article also gives a summary of completed editions of court documents, editions currently in progress, and points out opportunities for further editorial work.
Legal history. Legal-historical sources. The Icelandic High Court. Archives. Editions.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.4.4
NÝ ÚTGÁFA ÍSLENSKRA MIÐALDALAGA
Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
Útdráttur:
Væntanleg er ný útgáfa íslenskra miðaldalaga ― Grágásar, Járnsíðu og Jónsbókar ― í útgáfuröð Hins íslenzka fornritafélags, Íslenzkum fornritum. Útgefendur eru höfundur þessarar greinar, Már Jónsson, og Patricia Pires Boulhosa. Útgáfusaga allra þessara lagatexta er löng og hófst með útgáfu Jónsbókar í lok sextándu aldar en Grágás og Járnsíða voru fyrst gefnar út á nítjándu öld. Í greininni er stiklað á stóru í útgáfusögu íslenskra miðaldalaga og rakið hvaða sjónarmið lágu til grundvallar fyrri útgáfum. Gerð er grein fyrir handritageymd textanna og þeim vanda sem útgefanda er á höndum þegar útgáfutexti er útbúinn. Markmið fyrirliggjandi útgáfu er að færa nútímalesendum, bæði fræðimönnum og almennum lesendum, útgáfutexta sem sýnir glöggt einkenni, yfirbragð og margbreytileika textans í handritum en er jafnframt aðgengilegur og með samræmdri stafsetningu.
Grágás. Járnsíða. Jónsbók. Heimildaútgáfa. Íslensk miðaldalög.
NEW EDITION OF MEDIEVAL ICELANDIC LAW
Már Jónsson, Professor of History, University of Iceland
Abstract:
The occasion for this article is a new forthcoming edition of the laws of medieval Iceland, Grágás, Járnsíða, and Jónsbók. The edition will appear in the Íslenzk fornrit series, published by The Society of Old Icelandic Literature (Hið íslenzka fornritafélag). There is already a long history of published editions of medieval Icelandic law. Jónsbók was initially published in print in the later sixteenth century, and Grágás and Járnsíða appeared in print in the nineteenth century. This article discusses the major features of previous editions and the editorial decisions behind them. The manuscript transmission of the law is described as well as some of the problems the editors face in their work towards a fully edited text. The aim of the present edition is to provide both scholars and general readers with an edited text that transmits the characteristics, feel, and variability of the text in manuscripts while being accessible and with a normalized orthography.
Grágás. Járnsíða. Jónsbók. Text edition. Medieval Icelandic law.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.4.5
RITASKRÁ SIGURÐAR LÍNDAL (1931–2023)
BIBLIOGRAPHY OF SIGURÐUR LÍNDAL (1931–2023)
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.4.6