2022 4 Forsíða Smelltu til að stækka

Tímarit 2022 - 4. hefti 2022

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7204
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands

Efnisyfirlit

 

RITSTJÓRNARPISTILL: NÝTT RIT UM EFNISREGLUR STJÓRNSÝSLURÉTTAR OG SALA SVEITARFÉLAGA Á BYGGINGARLÓÐUM SÍNUM
Valgerður Sólnes, ritstjóri

EDITORIAL: NEW TEXTBOOK ON THE SUBSTANTIVE PRINCIPLES OF ADMINISTRATIVE LAW AND THE SALE OF BUILDING PLOTS ON BEHALF OF MUNICIPALITIES
Valgerður Sólnes, editor

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.4.1


ALMENN SKILYRÐI FYRIR ENDURUPPTÖKU DÓMA OG ENDURUPPTAKA EINKAMÁLA
Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Víðir Smári Petersen, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands

Útdráttur:
Skilyrði fyrir endurupptöku einkamála eru þröng og frá því að Endurupptökudómur tók til starfa hefur einungis eitt einkamál fengist endurupptekið. Regluverk endurupptöku varðandi einkamál hefur breyst á þeim rúmlega hundrað árum sem eru frá því að Hæstiréttur tók til starfa og hafa skilyrðin verið rýmkuð nokkuð. Burðug rök búa hins vegar að baki því að endurupptökuheimildir vegna einkamála sæti þröngri lögskýringu, svo sem res judicata áhrif dóma, málsforræðisreglan og útilokunarreglan, svo og sjónarmið um hagsmuni gagnaðila einkamáls. Í greininni er leitast við að afmarka skilyrði fyrir endurupptöku einkamála eins og þau birtast í úrskurðaframkvæmd Endurupptökudóms. Jafnframt er gerð grein fyrir þeim almennu réttarfarsskilyrðum sem gilda um endurupptöku mála. Almennt er samræmi í úrlausnum Endurupptökudóms um beitingu skilyrða fyrir endurupptöku einkamála en nokkrum þýðingarmiklum spurningum um beitingu þeirra er enn ósvarað. Þá eru nokkrir ágallar á almennum skilyrðum fyrir endurupptöku mála sem lúta að því að dómsúrlausn sem ber heitið úrskurður fellur utan heimilda til endurupptöku, en engin rök eru fyrir þeirri tilhögun þegar leyst er með efnislegum og bindandi hætti úr ágreiningi með slíkri úrlausn. Þá er nauðsynlegt að tekið verði til skoðunar á vettvangi löggjafans hvort heppilegt sé að einkaréttarkröfur og kröfur allsherjarréttar eðlis sæti sjálfkrafa endurupptöku þegar fallist er á endurupptöku sakamálsins, eða hvort eðlilegt sé að meira þurfi til að koma.

Einkamálaréttarfar. Endurupptaka. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Einkaréttarkröfur. Eignarréttur.

THE CONDITIONS FOR THE REOPENING OF COURT CASES AND THE REOPENING OF CIVIL CASES
Sindri M. Stephensen, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law, and Víðir Smári Petersen, associate professor at the University of Iceland Faculty of Law

Abstract:
The conditions for reopening civil cases are narrow and to this day only one civil case has been reopened since the Reopening Court was established, on December 1st, 2020. The legal framework of reopening cases has changed in the centennial history of the Icelandic Supreme Court, and the conditions have been somewhat relaxed. However, there are important reasons for narrowly interpreting the conditions for the reopening of civil cases, such as the principle of res judicata, the principles of the Icelandic adversarial system, and the interests of the counterparty. In this article we focus on the Reopening Court’s case-law, and describe and analyze how the Court has interpreted the conditions for reopening civil cases. Generally, there is consistency in the case-law, but we point out some important questions that remain unanswered. Moreover, we identify gaps in the law, such as the fact that only “judgments” but not “decisions” can be reopened, even though the substantive question of a case can be decided by a decision. We also argue that the legislature must decide whether tort claims brought by victims in criminal cases, which are generally regarded as claims of a civil nature, should be reopened automatically when the underlying criminal case is reopened, or whether specific conditions should apply to the victims’ tort claims.

Civil Procedure. Reopening of court cases. The European Convention on Human Rights. Victims´ tort claims. Property rights.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.4.2


SKILYRÐI FYRIR ENDURUPPTÖKU DÓMA Í SAKAMÁLUM OG VALDMÖRK ENDURUPPTÖKUDÓMS
Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Víðir Smári Petersen, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands

Útdráttur:
Skilyrði fyrir endurupptöku sakamála hafa breyst á þeim hundrað árum sem liðin eru frá stofnun Hæstaréttar Íslands og hafa þau víkkað þónokkuð. Sterk rök búa að baki endurupptökuheimildum í tilviki sakamála, svo sem sannleiksreglan svo og reglan um að saklaus maður skuli ekki sæta refsingu. Í greininni er leitast við að afmarka skilyrði fyrir endurupptöku sakamála í ljósi úrskurðaframkvæmdar Endurupptökudóms. Af henni má ráða að áhrif dóma Mannréttindadómstóls Evrópu eru mikil og hafa flestar endurupptökur sakamála haft skírskotun til réttarframkvæmdar þess dómstóls. Virðist enda styrk stoð fyrir því í lögum nr. 47/2020, sem breyttu endurupptökuheimildum í sakmálum, að slíkar úrlausnir skuli hafa töluvert vægi. Nokkrum spurningum er þó ósvarað um þýðingu slíkra úrlausna, svo sem hve langt aftur í tímann þær geti verkað svo og hvort dómaframkvæmd alþjóðlegra dómstóla skuli ávallt lögð til grundvallar við túlkun íslenskra laga, jafnvel þegar hún hefur verið misvísandi. Þá er óljóst hvaða vægi úrlausnir íslenskra dómstóla hafa við mat á skilyrðum endurupptöku og virðist sjónarmiðum af þeim toga hafa verið lítill gaumur gefinn við setningu laga nr. 47/2020.

Sakamálaréttarfar. Endurupptaka. Mannréttindadómstóll Evrópu.

CONDITIONS FOR THE REOPENING OF CRIMINAL CASES AND THE LIMITS OF AUTHORITY OF THE REOPENING COURT
Sindri M. Stephensen, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law, and Víðir Smári Petersen, associate professor at the University of Iceland Faculty of Law

Abstract:
Conditions for the reopening of criminal cases have been amended and expanded since the establishment of the Supreme Court of Iceland, over one hundred years ago. There are strong reasons for allowing the reopening of criminal cases, such as the theory of truth finding and nulla poena sine culpa. This article attempts to describe and analyze the case-law of the Reopening Court to determine how the court has interpreted the conditions for the reopening of criminal cases. It is clear from the case law that judgments of the European Court of Human Rights (ECtHR) have had a significant impact and that most cases have been reopened due to the judgments of the ECtHR. This is understandable, because one of the purposes of Act No. 47/2020, which amended the conditions for reopening of cases, was to give substantial weight to judgments of international courts, such as the ECtHR. However, some questions remain unanswered about what weight should be given to judgments of international courts, such as how retroactively they shall be applied, and whether incompatible rulings of international courts can be used as the basis for interpreting Icelandic law. Surprisingly, it is also unclear what weight should be given to judgments of Icelandic courts in determining the conditions for reopening criminal cases. These questions were not considered when Act No. 47/2020 was drafted.

Criminal Procedure. Reopening of Court Cases. The European Court of Human Rights.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.4.3