2021 4 Forsida Smelltu til að stækka

Tímarit 2021 - 4. hefti 2021

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7104
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands
Efnisyfirlit

BLS. 475  RITSTJÓRNARPISTILL: EINKAVÆÐING FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA OG NÝJAR VERKLAGS- OG RITRÝNIREGLUR FYRIR TÍMARIT LÖGFRÆÐINGAValgerður Sólnes, ritstjóri

EDITORIAL: ON THE PRIVATIZATION OF FINANCIAL INSTITUTIONS AND NEW GUIDELINES AND PEER-REVIEW FOR TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA LAW REVIEW
Valgerður Sólnes, editor

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.71.4.1
---

SKÖRUN BÓTA SAMKVÆMT REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) NR. 883/2004 UM SAMHÆFINGU ALMANNATRYGGINGA
Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins:

Útdráttur:
Frjáls för einstaklinga innan EES kallar á samhæfingu á almannatryggingakerfum aðildarríkjanna og vernd réttinda til bóta eða lífeyris sem einstaklingar mynda samkvæmt löggjöf aðildarríkja. Sú réttarvernd má hins vegar ekki leiða til óréttmæts ávinnings í formi tvígreiddra bóta í fleiri aðildarríkjum vegna sömu eða sambærilegra atvika. Er í því efni tekið mið af meginreglum í almannatryggingum aðildarríkja sem heimila ekki skörun bóta sömu tegundar. Í grein sinni fjallar höfundur um hvernig tekið er á þessu efni í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um samhæfingu almannatrygginga vegna fjölskyldubóta sem tilkall er gert til í tveimur aðildarríkjum, bóta vegna langtímaumönnunar sem og réttinda til elli- eða örorkulífeyris. Fjallað er um efni þessara reglna og mótun þeirra með hliðsjón af markmiðum EES-samningsins um frjálsa för. Lýst er samspili reglugerðarinnar og landsréttar og álitaefnum varðandi framkvæmd mála hér á landi, sérílagi hvað varðar áhrif erlendra lífeyristekna við útreikning lífeyris samkvæmt lögum um almannatryggingar.

OVERLAPPING OF BENEFITS UNDER REGULATION (EC) NO 883/2004 ON THE COORDINATION OF SOCIAL SECURITY SYSTEMS
Ingvar Sverrisson, lawyer at the Social Insurance Administration:

Abstract:
The free movement of persons within the EEA calls for the coordination of the social security systems of the Member States and the protection of entitlements to benefits or pensions created by individuals under the legislation of the Member States. However, such legal protection must not lead to unfair advantages in the form of double benefits in several Member States due to the same or similar contingencies. In this respect, the principles of the social security systems of Member States which do not allow overlapping benefits of the same kind are taken into account. In this article, the author discusses how this subject is addressed in Regulation (EC) No 883/2004 on the coordination of social security systems with regard to family benefits claimed in two Member States, long-term care benefits as well as entitlements to old-age or invalidity pensions. The content of these rules and their formulation are discussed in the light of the objectives of the EEA Agreement on free movement of persons. The interplay between the regulation and national law in this field is described, in particular with regard to the treatment of foreign pension income when calculating pension payments under the Act on Social Security.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.71.4.2
---

UM HRAÐA MÁLSMEÐFERÐ — MÁLSMEÐFERÐ INNAN HÆFILEGS TÍMA
Þorgeir Ingi Njálsson, landsréttardómari:

Útdráttur:
Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár Íslands felst sjálfstæð regla um að allir skuli almennt eiga rétt á að bera mál sín undir dómstóla og fá þar úrlausn um hagsmuni sína hvort sem er í einkamálum eða sakamálum. Þá miðar ákvæðið að því að ekki verði óréttlætanlegur dráttur á málsmeðferð með því að þar er mælt fyrir um að úrlausn skuli liggja fyrir innan hæfilegs tíma. Sambærilega efnisreglu, sem þó hefur nokkuð þrengra gildissvið, er að finna í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi á Íslandi. Þá hafa réttarfarsreglur að geyma ákvæði um að hraða skuli meðferð mála, sem í tilviki sakamála taka til málsmeðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Telst regla um hraða málsmeðferð vera ein af meginreglum íslensks réttarfars. Í fyrri hluta greinarinnar er leitast við að varpa ljósi á inntak meginreglunnar og þá einkum út frá dómaframkvæmd Hæstaréttar og Landsréttar en einnig í ljósi úrlausna á vettvangi MDE og MNE. Reglan hefur mun meiri þýðingu við meðferð sakamála en einkamála. Dómaframkvæmd endurspeglar þetta rækilega og þar með þá áherslu sem er lögð á hraða meðferð sakamála. Á hinn bóginn hefur í nokkrum mæli verið farin sú leið á sviði einkamála að leiða í lög sérstakar reglur um málshraða. Í seinni hluta greinarinnar er fjallað um mögulegar afleiðingar þess ef farið er á svig við meginregluna. Þar ræður ferðinni sú sérstaða sakamála að í tilviki þeirra er brot gegn meginreglunni til þess fallið að hafa beina þýðingu þegar kemur að efnislegri niðurstöðu máls. Í lok greinarinnar er reynt að setja fram viðmið um hæfilegan málsmeðferðartíma sakmála og bent á nokkur atriði sem brýnt er að ráða bót á.

EXPEDITED PROCEEDINGS — PROCEEDINGS WITHIN A REASONABLE TIME
Þorgeir Ingi Njálsson, judge at the Landsréttur Court of Appeals:

Abstract:
Article 70(1) of the Icelandic Constitution stipulates a general rule that everyone shall have the right of access to court, whether in civil or criminal cases. The provision also aims to ensure that there is no unjustified delay in the procedure by stipulating that the case must be resolved within a reasonable time. Article 6(1) of the European Convention on Human Rights (ECHR), which has legal force in Iceland, stipulates the same substantive rule, although it has a more limited field of application. Icelandic procedural law also seeks to ensure that cases are decided without delays. In criminal cases this obligation not only reaches the courts, but also proceedings before the police and the prosecuting authorities. The rule that cases must be decided within a reasonable time is considered to be one of the fundamental principles of Icelandic procedural law. The first part of this article seeks to shed light on the content of this principle with reference to domestic case-law and Strasbourg jurisprudence. As clearly exhibited in judicial practice, the principle has a more acute relevance in criminal proceedings than in civil cases. On the other hand, in some areas of civil law there exist special legal rules on expedited proceedings. The second part of the article discusses the consequences of violating the principle. Here, it is noted that the unique character of criminal law implies that violations of the principle may have direct consequences for the outcome of a case. The article concludes by attempting to elaborate criteria for what can be considered a reasonable time for criminal proceedings and by identifying areas in urgent need of reform.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.71.4.3