2021 3 Forsíða Smelltu til að stækka

Tímarit 2021 - 3. hefti 2021

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7103
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands

Efnisyfirlit

BLS. 323  RITSTJÓRNARPISTILL: ALÞINGISKOSNINGAR FYRIR MANNRÉTTINDADÓMSTÓL EVRÓPU OG NAUÐSYNLEGAR BREYTINGAR Á STJÓRNARSKRÁ OG SETTUM LÖGUM
Valgerður Sólnes, ritstjóri

EDITORIAL: THE 2021 ICELANDIC PARLIAMENTARY ELECTIONS BEFORE THE EUROPEAN COURT OF HUMAN RIGHTS AND NECESSARY AMENDMENTS OF CONSTITUTIONAL AND STATUTORY LAW
Valgerður Sólnes, editor

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.71.3.1
---

BLS. 331  SKIPTING SAKAREFNIS SAMKVÆMT 31. GR. LAGA NR. 91/1991 UM MEÐFERÐ EINKAMÁLA
Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður hæstaréttardómara

Útdráttur:
Í greininni er leitast við að gera með heildstæðum hætti grein fyrir heimild 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til skiptingar sakarefnis. Fyrst er vikið að tilurð og tilgangi heimildarinnar og í framhaldi er vikið stuttlega að sambærilegum heimildum í dönskum og norskum rétti. Þá er á grundvelli athugunar höfundar gerð grein fyrir réttarframkvæmd við skiptingu sakarefnis og þeim breytingum sem kröfugerð aðila tekur eftir að slík skipting hefur verið ákveðin. Því næst er fjallað um þau viðmið sem hafa verið mótuð við beitingu heimildarinnar í réttarframkvæmd og í kjölfarið vikið að afleiðingum þess þegar annmarki er á skiptingu sakarefnis. Loks er leitað svara við þeirri spurningu hvort ákvörðun héraðsdómara um skiptingu sakarefnis sé kæranleg til Landsréttar og í framhaldi tekin afstaða til þess hvort lagabreytinga sé þörf.

DECISION TO DIVIDE THE SUBSTANCE OF A CASE ACCORDING TO ARTICLE 31 OF THE ACT ON CIVIL PROCEDURE NO. 91/1991
Gunnar Atli Gunnarsson, law clerk at the Supreme Court of Iceland

Abstract:
According to Article 31 of the Act on Civil Procedure (Act No. 91/1991) a judge may decide, on his or her own initiative or at the request of one or both of the parties, to divide the substance of the case in such a way that specific points in the case will be judged separately while other points in it are rested and await judgment. This paper provides a comprehensive overview of this Article. It outlines the origin and purpose of the Article, and then a brief reference is made to comparable Articles in Danish and Norwegian law. On the basis of the author’s examination, the legal procedure for the decision to divide the substance of a case is explained. This includes the description of a number of judgments from the Icelandic courts. The paper, moreover, explains the criteria that has been formulated by Icelandic courts when the substance of a case is divided. Finally, an answer is sought to the question of whether a district court judge’s decision on the division of a case can be appealed to the Court of Appeal.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.71.3.2
---

BLS. 363  HVER ERU SKILYRÐI FYRIR ÞVÍ AÐ BÆTUR FYRIR ÓFJÁRHAGSLEGT TJÓN (MISKABÆTUR) ERFIST?
Guðmundur Sigurðsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Útdráttur:
Viðfangsefni greinarinnar er í grófum dráttum þríþætt, eðli og tilgangur miskabóta, almenn umfjöllun um skilyrði þess að bætur fyrir ófjárhagslegt tjón (miskabætur) erfist og dómur Landsréttar 17. desember 2021 í máli nr. 636/2020: Dánarbú T gegn íslenska ríkinu. Hvað fyrsta hlutann varðar þá er í 2. kafla farið almennt yfir það hvert eðli og tilgangurinn með miskabótum er. Í öðrum hluta greinarinnar eru m.a. færð fyrir því rök að ef frá eru taldar miskabætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga gildi efnislega sambærileg regla og er að finna í 2. mgr. 18. gr. þeirra laga um skilyrði fyrir því að miskabætur erfist. Hvað dóm Landsréttar 17. desember 2020 í máli nr. 636/2020 varðar þá er niðurstaðan í greininni sú að þó niðurstaða bæði meiri- og minnihluta réttarins, sé rétt hefði verið réttara að byggja hana á röksemdafærslu minnihlutans.

WHAT ARE THE CONDITIONS FOR THE INHERITANCE OF COMPENSATION FOR NON-PECUNIARY DAMAGES?
Guðmundur Sigurðsson, professor at the Reykjavík University Department of Law

Abstract:
The article is divided into three parts, the nature and purpose of non-pecuniary damages, a general discussion of the conditions for inheriting compensation for non-pecuniary damages and the 17 December 2021 judgment of the Icelandic Court of Appeals Landsréttur in case no. 636/2020: The estate of T v. the Icelandic state. Regarding the first part, chapter 2 deals in general with the nature and purpose of damages. The second part of the article states that apart from damages according to Article 26 of the Compensation Act, a substantively similar rule to the provision provided for in the second paragraph Article 18 of the Compensation Act is applicable to the conditions for the inheritance of non-pecuniary damages, excluding only damages according to Article 26 of the Act. Regarding the 17 December 2020 judgment, the article finds that although both the majority opinion’s and the dissenting opinion’s conclusion was correct, it would have been more correct to base it on the reasoning set forth in the dissenting opinion.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.71.3.3
---

BLS. 405  LANDSRÉTTUR OG FORDÆMI
Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðjunkt við Lagadeild Háskóla Íslands og stipendiary lecturer við Balliol College, Oxford-háskóla

Útdráttur:
Greinin fjallar um réttarheimildarfræðileg álitaefni sem rísa í kjölfar gildistöku nýju dómstólalaganna. Þau lúta að mögulegri breytingu á hinni lagalegu aðferð. Í greininni er leitast við að svara eftirfarandi þremur spurningum. Í fyrsta lagi hvort ný dómstólaskipan hafi í för með sér breytingar á fordæmisgildi dóma Hæstaréttar. Í öðru lagi hvort ákvarðanir Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi séu fordæmi eða hafi annars konar áhrif. Í þriðja lagi hvort úrlausnir Landsréttar séu fordæmi. Leitast er við að svara spurningunum einkum með því að beita kenningunni um túlkun hins lagalega efniviðar.

THE NEW COURT OF APPEALS AND PRECEDENTS
Hafsteinn Dan Kristjánsson, adjunct professor at the University of Iceland Faculty of Law and stipendiary lecturer at Oxford University‘s Balliol College

Abstract:
The article explores issues about the effects that the new Judiciary Act of 2016 and the newly established Court of Appeals has on the legal method in Icelandic law. It seeks to answer three questions. First, whether and, if so, how the introduction of the Court of Appeals and the new Judiciary Act can affect the precedential value of Supreme Court judgments. Second, whether the Supreme Court’s decisions on leave to appeal are precedents or have other effects. Third, whether the judgments of the new Court of Appeals are precedents. The questions are mainly approached by applying a theory about norms of legal method as interpretive norms of a certain sort.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.71.3.4