2021 1 Forsíða Smelltu til að stækka

Tímarit 2021 - 1. hefti 2021

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7101
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands

Efnisyfirlit 1. heftis 2022

 

RITSTJÓRNARPISTILL: MÁLSKOTSHEIMILD Í EINKAMÁLUM RÝMKUÐ FYRIR NÝJA HÆSTARÉTT

Valgerður Sólnes, ritstjóri

EDITORIAL: THE RIGHT TO APPEAL TO THE COURT OF LAST RESORT EXPANDED IN CIVIL CASES

Valgerður Sólnes, editor

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.1.1

 

SAMRÆMD TÚLKUN EVRÓPURÉTTAR - BIRTINGARMYND Í LANDSRÉTTI

Gunnar Þór Pétursson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Ómar Berg Rúnarsson, lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA

Útdráttur:

Í greininni er fjallað um meginregluna um skýringu íslensks réttar til samræmis við skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga, með áherslu á EES-rétt. Í þeim tilgangi er gerð grein fyrir inntaki og stöðu nokkurra sams konar meginreglna sem allar fjalla um samræmda túlkun en eiga sér þó ólíkan uppruna, ýmist í ESB-rétti, EES-rétti eða landsrétti. Lögð er áhersla á að fjalla um túlkun íslensks réttar til samræmis við EES-rétt út frá sjónarhorni 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, enda beitir Hæstiréttur þessari skýringarreglu oft í dómaframkvæmd og hefur gert um árabil. Umfang og takmörk 3. gr. laga nr. 2/1993 sem skýringarreglu er því kannað nánar og gerð grein fyrir fjölda dóma þar sem Hæstiréttur hefur túlkað landsrétt til samræmis við EES-rétt, m.a. með tilvísunum til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins, auk dóma þar sem Hæstiréttur hefur ekki talið tækt að beita túlkun til samræmis, t.d. vegna skýrleika íslenskra laga eða takmarkana sem almennar meginreglur laga setja, svo sem bann við afturvirkni.

EFTA-dómstóllinn. Hæstiréttur Íslands. Túlkun til samræmis. Dómaframkvæmd. EES-réttur.

INTERPRETING ICELANDIC LAW IN CONFORMITY WITH EEA LAW

Gunnar Þór Pétursson, professor at the Reykjavík University Department of Law, and Ómar Berg Rúnarsson, Legal Officer at the EFTA Surveillance Authority

Abstract:

This article discusses the application of the principle of consistent interpretation in Iceland, with emphasis on Iceland’s obligations according to the EEA Agreement. For that purpose, the authors explore several principles of EU law, EEA law and Icelandic law concerning consistent interpretation. In Iceland, the principle of consistent interpretation, as regards interpretation in conformity with EEA law, is primarily embedded in Article 3 of the Icelandic EEA Act No 2/1993, a specific statutory provision which the Icelandic Supreme Court has frequently relied on in its case-law. In order to further explore the meaning of Article 3 of the EEA Act, the relevant case-law of the Supreme Court is analysed and a number of judgments detected where the Court has diligently interpreted Icelandic law in conformity with EEA law and also referred to the case-law of the Court of Justice of the European Union. However, several cases are also detected where the Supreme Court has refused to apply consistent interpretation.

EFTA Court. Icelandic Supreme Court. Consistent interpretation. Case-law. EEA law.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.1.2

 

AÐ MÓTA OG BREYTA STJÓRNARSKRÁ: KRISTRÚNU HEIMISDÓTTUR SVARAÐ

Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, framkvæmdastjóri Miðeindar, og fyrrum nefndarmaður í stjórnlagaráði, Katrín Oddsdóttir, doktorsnemi og fyrrum nefndarmaður í stjórnlagaráði, og Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor.

Útdráttur

Í þessari grein svörum við grein Kristrúnar Heimisdóttur, „Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingar­reglu stjórnarskrárinnar“, sem birtist í 3. hefti 70. árgangs Tímarits lögfræðinga. Meginþungi „Landfestar lýðræðis“ snýr að mikilvægi þess að núgildandi breytingarregla íslensku stjórnar­skrár­innar sé virt og að ferlið við gerð tillögu að nýrri stjórnarskrá eftir hrun hafi með einhverjum hætti brotið gegn þeirri reglu; verið „lögleysa“ og „utan réttar“. Við andmælum þeirri niðurstöðu og notum tækifærið til að taka saman sögulegt yfirlit yfir það ferli og leiðrétta þannig ýmsar efnis­legar rangfærslur um það í grein Kristrúnar. Sérstaklega förum við yfir að: a) á öllum stigum þessa ferlis var skýrt af hálfu málsaðila að fylgja ætti núgildandi breytingarreglu við mögulega lög­festingu nýrrar stjórnarskrár, b) bæði Alþingi og framkvæmdarvaldið hafa reglulega í gegnum lýðveldissöguna skipað ráðgefandi nefndir og ráð til tillögugerðar um stjórnarskrármál án þess að slíkt stríði gegn fullveldi löggjafans, og c) ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur ganga heldur ekki gegn stjórnskipun Íslands eða gegn endanlegu forræði löggjafans yfir mögulegum stjórnarskrár­breytingum. Þvert á það sem segir í „Landfesti lýðræðis“ var skýrt í aðdraganda þjóðaratkvæða­greiðslunnar þann 20. október 2012 að kosið væri um textann sem birtist í tillögum Stjórnlagaráðs. Ferlið við gerð tillögu að nýrri stjórnarskrá Íslands var því alla tíð innan réttar, í samræmi við lög og hlutverk Alþingis í íslenskri stjórnskipan, ásamt því að virða hlutverk þjóðarinnar – stjórnar­skrár­gjafans – í lýðræðis­ríki með því að veita henni ráðgefandi aðkomu að því ferli.

Stjórnarskrá. Breytingarregla. Stjórnlagaráð. Fullveldi. Lýðræði.

CONSTITUTIONAL DEVELOPMENTS AND AMENDMENTS: AN ANSWER TO KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR

Vilhjálmur Þorsteinsson, software designer, managing director of Miðeind and former member of the Constitutional Council, Katrín Oddsdóttir, PhD student and former member of the Constitutional Council, and Viktor Orri Valgarðsson, research fellow.

Abstract

In this article, we respond to the article „Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnar­skrárinnar“ by Kristrún Heimisdóttir, published in this journal‘s volume 70, no. 3. The main argument of „Landfesti lýðræðis“ pertains to the importance of the amendment article in the Constitution of Iceland, and posits that the process for writing a new constitution following the financial crash somehow violated that article; was ultra vires. We object to this conclusion and use the opportunity to provide a historical overview of that process, thereby correcting various inaccuracies in „Landfesti lýðræðis“. In particular, we discuss how: a) in all stages of the process, it was clear that the amendment article in the current constitution would be followed were the constitution to be changed, b) both Alþingi and the executive power have regularly appointed consultative bodies about constitutional reforms and this in no way goes against the sovereignty of the legislature, and c) consultative referenda also do not go against the Icelandic constitutional order or against the ultimate authority of the legislature. Contrary to what is claimed in „Landfesti lýðræðis“, it was entirely clear in the advent of the referendum on October 20th, 2012, that it was about the text of the Constitutional Council‘s proposal for a new constitution. The process for proposing a new constitution for Iceland was thus always intra vires, in accordance with the law and the role of Alþingi, as well as respecting the role of the people in a democracy by giving them a consultative role in the constitutional process.

Constitution. Constitutional amendment. Constitutional Council. Sovereignty. Democracy.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.1.3

 

SKILYRÐI VEITINGAR LÖGMANNSRÉTTINDA

Reimar Pétursson, lögmaður

Útdráttur:

Lögmenn gegna mikilvægu hlutverki í réttarkerfinu og samfélaginu í heild sinni. Af þeim sökum hefur löggjafinn sett margvísleg skilyrði sem þeir þurfa að fullnægja sem vilja gerast lögmenn. Hér er fjallað um þessi skilyrði en þau fela í sér að umsækjendur um lögmannsréttindi þurfa að vera lögráða, andlega hæfir, bú þeirra má aldrei hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta, hafa lokið fullnaðarprófi í lögfræði og staðist prófraun. Þá er fjallað um hlutverk þeirra aðila sem taka afstöðu til einstakra skilyrða en þeir eru sýslumaður, ráðherra, Lögmannafélag Íslands og prófnefnd. Síðan er fjallað um meðferð umsókna hjá sýslumanni. Í greininni er meðal annars fjallað um mikilvægi þess að mat á tilvist skilyrða þessara fari fram með efnislegum og raunhæfum hætti. Í því sambandi er sérstaklega áréttað að mikilvægi þess að stuðla að verklegri færni lögmanna með því að setja sérstakt skilyrði um starfsreynslu áður en kemur að veitingu lögmannsréttinda. Loks er bent á svigrúm sem kann að vera til að bæta stjórnsýslu á þessu sviði meðal annars með hliðsjón af mikilvægi sjálfstæðis Lögmannafélags Íslands.

Lögmenn. Atvinnuréttindi. Lögmannsréttindi. Lögmannafélag Íslands.

 

REQUIREMENTS FOR BAR ADMISSIONS

Reimar Pétursson, attorney:

Abstract:

Attorneys play an important role in the judicial system and the society at large. For this reason, the legislator has provided for various requirements that those who wish to become attorneys must satisfy. First, the article describes these conditions and according to them, applicants for Bar admission must be of legal age, they must be mentally capable, their estate must never have been subjected to bankruptcy, they must have completed a full legal degree and successfully completed a Bar exam. Second, the role of the organs — responsible for determining the requirements — is discussed, but these are the district commissioner (i. sýslumaður), the minister, Icelandic Bar Association and the board of the Bar examiners. Third, the district commissioner's processing of applications for Bar admissions is discussed. The article's main findings include the importance of the requirements for Bar admissions being determined in a substantive and realistic way. In that context, the importance of promoting practical skills by providing for special requirements of work experience prior to admission to the Bar. The article also highlights how there is room for improving administration in this field, i.e. considering the importance of the Bar Association's independence.

Attorneys. Employment rights. Bar admissions. The Icelandic Bar Association.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.1.3

 

MÁLÞING UM HLUTVERK OG FRAMTÍÐARSKIPAN ÁKÆRUVALDSINS 12. MAÍ 2022: RÆÐUR FRAMSÖGUMANNA