Vinnuréttarfélag Íslands er félag sérfræðinga á sviði vinnuréttarréttar og var stofnað árið 2001.
Markmið félagsins er að vinna að kynningu, umfjöllun og rannsóknum á sviði vinnuréttar, efla samskipti milli lögfræðinga sem starfa að vinnuréttarmálum, stuðla að útgáfu greina og rita um vinnurétt og vera þátttakandi í fjölþjóðlegu samstarfi vinnuréttarfélaga.
Félagsmenn geta þeir orðið sem stuðla vilja að stefnumálum félagsins, og eru félagar í Lögfræðingafélagi Íslands.
Mánudaginn 6. mars 2023 var ný stjórn kosin:
Formaður (til tveggja ára): Lára V. Júlíusdóttir
Aðalmenn í stjórn (til eins árs): Gunnar Björnsson og Maj-Britt Hjördís Briem.
Varamenn í stjórn til eins árs): Elín Blöndal og Magnús Norðdahl.
Samþykktir Vinnuréttarfélagsins frá aðalfundi 2023