Lög öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands

  1. Öldungadeildin starfar innan Lögfræðingafélags Íslands. Lögheimili hennar, varnarþing og póstfang er hið sama og Lögfræðingafélags Íslands.

  2. Tilgangur deildarinnar er að gæta hagsmuna eldri lögfræðinga, fjalla um áhugaefni þeirra, stuðla að auknum samskiptum þeirra og efla samskipti lögfræðinga almennt.

  3. Félagar eru allir lögfræðingar sem náð hafa 65 ára aldri og eru í Lögfræðingafélagi Íslands, nema þeir óski að standa utan deildarinnar.

  4. Stjórn skal skipuð fimm aðalmönnum og þremur til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Formaður skal kosinn til eins árs í senn en aðrir stjórnarmenn  til tveggja ára í senn. 

  5. Stjórninni er heimilt að skipa nefndir eða ráð til að sinna ákveðnum verkefnum.

  6. Deildin skal gefa aðalfundi Lögfræðingafélagsins skýrslu árlega.

  7. Heimilt er að ákveða sérstakt árgjald fyrir deildina, skal það ákveðið á aðalfundi. Hyggist stjórn leggja tillögu fyrir aðalfund um upptöku árgjalds, eða breytingu á því, skal þess sérstaklega getið í fundarboði.

  8. Aðalfund skal halda árlega í apríl eða maí og skal til hans boðað rafrænt með tölvupósti með minnst viku fyrirvara. Í fundarboði skal kynna dagskrá aðalfundar.                                                                   
  9. Dagskrá aðalfundar skal vera:
  • Skýrsla stjórnar.
  • Skýrsla um fjárhag.
  • Umræður um skýrslur.
  • Kosning stjórnar.
  • Kosning tveggja endurskoðenda..
  • Ákvörðun árgjalds.
  • Lagabreytingar
  • Önnur mál.

    10. Stefnt skal að því að halda félagsfundi eða aðra viðburði mánaðarlega yfir vetrartímann, eða oftar ef tilefni gefst til, og skal til hans boðað     með dagskrá. Félagsfundir og viðburðir skulu boðaðir  rafrænt með hæfilegum fyrirvara.


Samþykkt af stofnfundi deildarinnar þann 28. nóvember 2007 og breytingatillaga samþykkt á framhaldsaðalfundi 19. október 2023.