Stofnfundur Félags lögfræðinga í fyrirtækjum (FLF) var haldinn þann 27. apríl 2016 kl. 12:00 í húsakynnum Lögmannafélags Íslands í Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Árni Sigurjónsson setti fundinn. Kristján Andri Stefánsson, formaður Lögfræðingafélagsins, ávarpaði fundinn og lýsti yfir almennri ánægju með stofnun félagsins. Að því loknu lagði Árni Sigurjónsson til að Tómas Eiríksson yrði kjörinn fundarstjóri. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Tómas tók við fundarstjórn og lagði til að Íris Arna Jóhannsdóttir yrði kjörinn fundarritari. Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

Gengið var til dagskrár:

1.      Stofnun félagsins

Drög að lögum félagsins lágu fyrir fundinum. Nokkrar umræður áttu sér stað um einstök ákvæði og tillögur um breytingar. Að því loknu voru lögin, með fyrrnefndum breytingum, borin undir fundinn til samþykktar í heild sinni. Voru lögin samþykkt samhljóða og fylgja með fundargerð þessari sem viðauki.

2.      Kosning stjórnar

Eftirfarandi aðilar gáfu kost á sér í stjórn og varastjórn félagsins:

  • Aðalmenn: Arna Grímsdóttir, Árni Sigurjónsson, Birna Hlín Káradóttir, Guðríður Svana Bjarnadóttir og Ólafur Lúther Einarsson.
  • Varamenn: Íris Arna Jóhannsdóttir og Tómas Eiríksson.

Engin mótframboð komu fram og var því sjálfkjörið í stjórn og varastjórn.

3.      Önnur mál

Engar fleiri umræður áttu sér stað og engin fleiri mál lágu fyrir fundinum. Fundarstjóri gaf Árna Sigurjónssyni aftur orðið sem sleit fundi kl. 12:45.

Tómas Eiríksson, fundarstjóri

Íris Arna Jóhannsdóttir, fundarritari