Lög Félags regluvarða

 

1. gr.

Félag regluvarða („FR“) starfar innan Lögfræðingafélags Íslands. Lögheimili félagsins, varnarþing og póstfang er hið sama og Lögfræðingafélags Íslands.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að styrkja og efla tengsl regluvarða og skapa vettvang fyrir fræðslu til regluvarða.

3. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að standa að fræðslu sem tengist störfum regluvarða, halda fræðslu og samkomuhald fyrir félagsmenn og áhugasama.

4. gr.

Félagar geta verið allir lögfræðingar sem starfa sem regluverðir innan sinna fyrirtækja eða sem regluverðir hjá skráðum útgefendum, hvort sem um er að ræða útgáfu skuldabréfa eða útgáfu hlutabréfa hjá útgefendum.

5. gr.

Stjórn skal skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara. Stjórn skal kjósa sér formann en skiptir að öðru leyti með sér verkum. Stjórn skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn.  Stjórn er heimilt að skipa í nefndir til að sinna ákveðnum verkefnum.

6. gr.

Stjórn félagsins skal gefa aðalfundi Lögfræðingafélagsins skýrslu um störf félagsins árlega.

7. gr.

Heimilt er að ákveða sérstakt árgjald fyrir deildina, skal það ákveðið á aðalfundi. Hyggist stjórn leggja tillögu fyrir aðalfund um upptöku árgjalds eða breytingu á því, skal þess sérstaklega getið í fundarboði.

8. gr.

Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en 1. júní ár hvert. Stefnt skal að því að halda félagsfundi reglulega.

9. gr.

Aðalfund og aðra deildarfundi skal boða með bréfi, rafrænt eða í pósti, með hæfilegum fresti. Í boði til aðalfundar skal greina dagskrá en umfjöllunarefni skal tilkynna í öðrum fundarboðum.

10. gr.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Skýrsla um fjárhag.
  3. Umræður um skýrslur.
  4. Kosning stjórnar.
  5. Árgjald ákveðið
  6. Lagabreytingar
  7. Önnur mál

11.gr.

Lögum þessum verður ekki breytt nema á lögmætum félagsfundi FR, enda greiði meira en helmingur fundarmanna atkvæði með breytingunni. Tillögur að breytingum á lögum FR verða ekki teknar fyrir nema þeirra hafa verið getið í fundarboði.

 

SAMÞYKKT AF STOFNFUNDI FÉLAGSINS ÞANN 12. SEPTEMBER 2023.