Áorka 

Áorka - áhugahópur um orkurétt var stofnaður á vormánuðum 2018 af Hilmari Gunnlaugssyni og Baldri Dýrfjörð. 73 manns skráðu sig í hópinn en stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem félagar miðla upplýsingum um allt sem viðkemur orkurétti. Stofnfundur var svo haldinn 27. nóvember 2018. 

Tilgangur félagsins er að skapa vettvang fyrir óháða og faglega umræðu á sviði orkunýtingar í víðum skilningi, efla tengslanet meðal íslenskra lögfræðinga á sviði orkuréttar innbyrðis og gagnvart sambærilegum félögum eða lögfræðingum erlendis, auka áhuga og skilning á orkurétti og stuðla að fræðilegum rannsóknum á þessu sviði.

 

Stjórn Áorku 2018-2020: 

 

Hilmar Gunnlaugsson lögmaður, Sókn lögmannsstofa.

Elín Smáradóttir lögfræðingur, Orkuveita Reykjavíkur.

Kristín Haraldsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Hanna Björg Konráðsdóttir lögfræðingur, Orkustofnun.

Baldur Dýrfjörð lögfræðingur, Samorka. 

 

 

Áorka á Facebook