Fréttir

Mentorprgr
þriðjudagur, 5. mars 2024
Mentorprógramm LÍ

Lögfræðingafélag Íslands býður ungum lögfræðingum upp á að taka þátt í mentorprógrammi sjötta árið í röð. Hugmyndin er að koma til móts við lögfræðinga sem eru að stíga fyrstu skref á vinnumarkaðinum en skortir tengsl innan lögfræðistéttar eða tækifæri til þess að ræða um starfsþróun, hugmyndir og álitamál varðandi starfsferil sinn og raunhæfa markmiðasetningu.

Tim Ward
þriðjudagur, 28. nóvember 2023
Ísland sýknað í Icesave-málinu

Á fundinum mun Tim Ward lögmaður rifja upp málflutninginn og með hvaða hætti hann lagði grunn að þeim vörnum sem tryggðu Íslandi að lokum fullnaðarsigur í viðureign sem skekið hafði þjóðina um árabil.

Félag Regluvarða
miðvikudagur, 13. september 2023
Nýtt undirfélag LÍ: Félag regluvarða

Félag regluvarða var stofnað af 21 lögfræðingi þann 12. september 2023. Tilgangur félagsins er að styrkja og efla tengsl regluvarða og skapa vettvang fyrir fræðslu þeim til handa.