Fréttir
Enginn launamunur og betra atvinnuástand: Könnun meðal lögfræðinga sem útskrifuðust árið 2019
Betra atvinnuástand var meðal lögfræðinga sem útskrifuðust árið 2019 en 2014 og enginn launamunur mældist milli kynja í könnun sem Lögfræðingafélag Íslands gerði á síðastliðnu ári. Úrtakið náði til samtals 100 lögfræðinga sem útskrifuðust með meistaragráðu frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst árið 2019 og höfðu fyrir BA/BS gráðu í lögfræði. ... lesa meira

Dómur fallinn: Hvað svo?
Þann 1. desember 2020 staðfesti yfirdeild MDE dóm í Landsréttarmálinu svokallaða. Í tilefni þess munu Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands efna til fundar í hádeginu föstudaginn 4. desember í streymi.... lesa meira
Viðburðir
.jpg)
Vettvangsferð á slóðir síðustu aftökunnar og ný réttarhöld í máli Agnesar, Friðriks og Sigríðar
Haustið 2017 fór Lögfræðingafélag Íslands í vettvangsferð á Vatnsnes í Húnavatnssýslu, á slóðir síðustu aftökunnar. Að því loknu var farið í félagsheimilið á Hvammstanga og sett upp ný réttarhöld í máli Agnesar, Friðriks og Sigríðar. Hér er hægt að nálagst "dóminn" sem féll sem og upptöku af vettvanginum.... lesa meira

Námsferð til Parísar 2017
Annað hvert ár býður Lögfræðingafélagið upp á námsferðir þar sem þátttakendur kynna sér réttarkerfi og lagaumhverfi annarra þjóða. Árið 2017 var farið til Parísar og fóru alls 44, lögfræðingar og fylgifiskar þeirra. Þótt flestir hefðu áður farið til heimsborgarinnar þá má segja að þetta hafi verið öðruvísi Parísarferð því heimsóttir voru staðir sem almennt standa ekki opnir fyrir ferðamenn. Einar Baldvin Stefánsson lögfræðingur skrifaði ferðasögu.... lesa meira