Eldri viðburðir

Fundur1
miðvikudagur, 13. mars 2024
Um sekt eða sakleysi í Sjöundármálum

Réttarsöguferð að Sjöundá og fundur Lögfræðingafélags Íslands á Patreksfirði 7. maí 2022. Laugardaginn 7. maí fór 100 manna hópur á vegum Lögfræðingafélags Íslands á slóðir Sjöundármála en fyrir 220 árum voru Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir dæmd fyrir morð á mökum sínum fyrir héraði sem svo var staðfest fyrir Landsyfirrétti og Hæstarétti Danmerkur. Steinunn lést skömmu áður en flytja átti þau utan til Kristianssand en þar var Bjarni höggvinn árið 1805.

1
þriðjudagur, 23. janúar 2024
Vettvangsferð á slóðir síðustu aftökunnar og ný réttarhöld í máli Agnesar, Friðriks og Sigríður 2017

Haustið 2017 fór Lögfræðingafélag Íslands í vettvangsferð á Vatnsnes í Húnavatnssýslu, á slóðir síðustu aftökunnar. Að því loknu var farið í félagsheimilið á Hvammstanga og sett upp ný réttarhöld í máli Agnesar, Friðriks og Sigríðar. Á annað hundrað félagsmenn LÍ og fylgdarfólk þeirra tók þátt í viðburðinum sem vakti mikla athygli.

Marokko3
þriðjudagur, 23. janúar 2024
Námsferð til Marokkó 2019

Annað hvert ár stendur Lögfræðingafélag Íslands fyrir námsferðum til fjarlægra landa til að gefa íslenskum lögfræðingum kost á því að kynnast dóms- og lagakerfi þeirra. Ferðir sem þessar auka víðsýni lögfræðinga og kynni á milli þeirra sjálfra sem og á milli landa. Haustið 2019 fór 49 manna hópur lögfræðinga og fylgifiska á vegum félagsins í sjö daga ferð til Marokkó og byrjaði ferðina í höfuðborginni Rabat.

Mikhail Pavstyuk 8436 Unsplash Copy (1)
föstudagur, 19. janúar 2024
Námsferð til Suður-Afríku 2005

Dagana 6.-16. nóvember 2005 fór hópur á vegum Lögfræðingafélags Íslands í námsferð til Suður Afríku.