2023 3 Forsíða Smelltu til að stækka

Tímarit 2023 - 3. hefti

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7303
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands

Efnisyfirlit

RITSTJÓRNARGREIN: ÓLÍKU FARIÐ UM FJÁRHÆÐIR STJÓRNVALDSSEKTA
Valgerður Sólnes, ritstjóri

EDITORIAL: THE AMOUNT OF ADMINISTRATIVE FINES IN DIFFERENT SECTORS
Valgerður Sólnes, editor

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.3.1


VERKFALLSSKYLDA ÓFÉLAGSBUNDINNA LAUNÞEGA
Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Útdráttur:
Samkvæmt nýlegum dómi Félagsdóms í máli nr. 19/2019 hvílir sú skylda á ófélagsbundnum launþega að hlíta verkfalli stéttarfélags sem gert hefur þann kjarasamning er hann þiggur laun samkvæmt. Sú skylda byggist samkvæmt dóminum á 18. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur sem skýrð var í ljósi 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í greininni er vöngum velt yfir því hvort umrædd skylda verði nægjanlega leidd af gildandi réttarheimildum vinnumarkaðsréttar. Þá er jafnframt fjallað um það hvort slík skylda geti samrýmst kröfum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu, þá einkum neikvæðu félagafrelsi. Í samanburðarskyni er vikið að regluumhverfi hér um í Danmörku og Noregi.

Verkföll. Vinnumarkaðsréttur. Stéttarfélög. Lögskýringar. Neikvætt félagafrelsi. Stjórnskipunarréttur.

OBLIGATION OF NON-UNION MEMBERS TO STRIKE
Sindri M. Stephensen, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law

Abstract:
According to a recent judgment of the Labour Court in Case No. 19/2019, a non-unionized employee must go on strike if the union that has entered into the collective agreement according to which the employee receives wages has called a strike. This obligation is based on Article 18 of Act no. 80/1938 on trade unions and labour disputes, interpreted in light of Article 1 of Act no. 55/1980 on working conditions for employees and mandatory insurance of pension rights. The article questions whether this obligation can be sufficiently derived from cited legislation. It is also discusses whether such an obligation is compatible with the requirements of the Constitution and the European Convention on Human Rights, especially the negative freedom of association. For comparison purposes, reference is made to the comparable legislation in Denmark and Norway.

Strikes. Labour market rights. Unions. Statutory interpretation. Negative freedom of association. Constitutional law.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.3.2


AFTURKÖLLUN OG BREYTING Á STJÓRNVALDSÁKVÖRÐUN
Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins og rannsóknaprófessor við Lagadeild Háskóla Íslands

Útdráttur:
Í þessari grein er fjallað um þær heimildir sem afturköllun getur byggst á. Í stjórnsýslurétti hefur hugtakið afturköllun verið notað um það þegar stjórnvald, að eigin frumkvæði, tekur aftur löglega og gilda ákvörðun sína sem þegar hefur verið birt. Í meginatriðum getur afturköllun átt sér stað á grundvelli þrenns konar heimilda: 1) Þannig getur afturköllun farið fram á grundvelli lagaheimilda. Í greininni eru raktir helstu flokkar lögfestra lagaheimilda. 2) Þá getur afturköllun átt sér stað á grundvelli skilyrðis sem fram kemur í leyfinu um heimild til afturköllunar við nánar tilgreindar aðstæður. 3) Loks getur afturköllun farið fram á grundvelli almennra óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttarins um afturköllun. Hinar óskráðu meginreglur um afturköllun eiga einvörðungu við um matskenndar ákvarðanir sem stjórnvöld hafa tekið þar sem þeim er falið með lögum stjórnsýslulegt mat. Þessar meginreglur fela í sér að fram skal fara mat á þeim hagsmunum sem vegast á í málinu. Á eina vogarskálina fara oftast almannahagsmunir sem mæla með því að leyfi sé afturkallað en á hina vogarskálina fara hagsmunir málsaðila sem mæla því í mót, svo sem réttmætar væntingar hans, góð trú og sjónarmið um fjárútlát sem hann hefur lagt í vegna leyfisins og hvort hann er byrjaður að hagnýta sér leyfið o.fl. Ef knýjandi almannahagsmunir, svo sem líf og heilbrigði manna, vega þyngra en hagsmunir málsaðila er leyfið afturkallað. Ef hagsmunir málsaðila vega hins vegar þyngra en almannahagsmunir sem teflt er fram, svo sem samræmi í stjórnsýslu, eru ekki skilyrði fyrir afturköllun. Meginreglan um réttmætar væntingar málsaðila og meðalhófsreglan leiða til þess að þeim mun meira íþyngjandi sem afturköllun er fyrir málsaðila þeim mun veigameiri verði hinir opinberu hagsmunir að vera svo þeir geti réttlætt afturköllun. Stjórnsýslulögin gilda um meðferð mála um afturköllun og skal afturköllun framkvæmd með nýrri stjórnvaldsákvörðun.

Afturköllun. Óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar. Málsmeðferð. Stjórnsýslulög. Stjórnvaldsákvörðun.

REVOCATION AND AMENDING AN ADMINISTRATIVE DECISION
Páll Hreinsson, president of the EFTA Court and research professor at the University of Iceland Faculty of Law

Abstract:
This article addresses the sources upon which a revocation can be based. In administrative law, the notion of revocation has been used for the situations where an administrative authority, on its own initiative, revokes its own lawful and valid decision which has already been published. Principally, a revocation can take place on the basis of three types of sources: 1) A revocation can occur on the basis of an authorisation laid down by law. In the article, the main categories of such authorisations laid down by law are listed. 2) Revocation can also occur on the basis of a condition laid down in the licence itself, which provides that it may be revoked in certain circumstances. 3) Finally, revocation can be based on the general unwritten principles of administrative law concerning revocation. The unwritten principles on revocation only concern discretionary decisions taken by administrative authorities, where they are obliged by law to conduct an administrative assessment. These principles entail that an assessment shall be conducted concerning the competing interests at stake. Often, on the one hand, the public interest may suggest that a licence should be revoked but on the other, the interests of the party at issue may suggest otherwise, such as the party’s legitimate expectations, good faith and considerations concerning financial expenditure by the party because of the licence and whether he has already begun utilising the licence etc. If compelling public interests, such as the life and health of human beings, are weightier than the interests of the party, the licence is revoked. If the interests of the party must be accorded more weight than the public interest, which is at issue, e.g. consistency in the administration, there are not sufficient grounds for revocation. The principle of legitimate expectations of a party and the principle of proportionality lead to the conclusion that the more onerous a revocation may be for a party, the weightier must the public interest be in order to justify a revocation. The administrative act applies in proceedings concerning revocation and a revocation shall take place by the adoption of a new administrative decision.

Revocation. General principles of administrative law. Procedure. Administrative Act. Administrative decision.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.3.3


UM STJÓRNSÝSLU ALÞINGIS
Þórhallur Vilhjálmsson, sviðsstjóri laga- og stjórnsýslusviðs Alþingis

Útdráttur:
Í greininni er leitast við að greina stjórnsýslu Alþingis með því að lýsa því hvernig hún er skipulögð eða uppbyggð (stjórnsýslukerfi) þar sem forseti Alþingis fer með æðsta vald. Lýst er viðfangsefnum forsætisnefndar, stöðu hennar gagnvart forseta og störfum skrifstofustjóra. Saman koma þessir aðilar að stjórnsýslu þingsins, en þó með mismunandi hætti. Að meginstefnu er hin daglega stjórnsýsla í höndum skrifstofustjóra og skrifstofu þingsins sem hann stýrir í umboði forseta Alþingis. Þingsköp Alþingis geyma ekki tæmandi lýsingu á þeirri stjórnsýslu sem falin er forseta Alþingis, forsætisnefnd eða skrifstofustjóra. Þar getur einnig þurft að líta til sérákvæða í lögum og samþykkta þingsins. Með því að lýsa því hvaða aðilar hafi með höndum stjórnsýslu á vegum Alþingis er því ekki heldur svarað hvert sé efnislegt inntak hennar. Farin er sú leið að tilgreina eins og frekast er unnt þau viðfangsefni sem teljast til stjórnsýslu þingsins svo að afmarka megi efnislegt inntak hennar. Sú aðferð er ekki fullkomin en afmarkar með nokkuð skýrum hætti þá starfsemi sem fram fer af hálfu þingsins og telst ekki til starfa þess sem samkomu þjóðkjörinna fulltrúa og nefnd eru þingstörf. Loks er lýst þeim réttarreglum sem taka til stjórnsýslu þingsins og setja henni takmörk.

Stjórnskipun. Alþingi. Stjórnsýsla Alþingis. Þingsköp Alþingis. Forseti Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis. Skrifstofustjóri Alþingis.

THE ADMINISTRATIVE FUNCTIONS OF THE ALTHINGI
Þórhallur Vilhjálmsson, director general of the Althingi legal and executive affairs department

Abstract:
This article presents an attempt to analyse the administrative functions of the Althingi (Iceland’s parliament), describing how its administration is structured under the overall authority of the speaker. An account is given of the matters handled by the speaker’s committee and its position vis-à-vis the speaker, and of the responsibilities of the secretary-general. These parties are involved in various ways in the administrative control of the Althingi. Generally, day-to-day administration is in the hands of the secretary-general and his or her staff, acting under authority delegated by the speaker. The standing orders of the Althingi do not contain any exhaustive description of the administrative authority exercised by the speaker, the speaker’s committee or the secretary-general, and to identify these it is sometimes necessary to examine provisions of special legislation or of resolutions adopted by the Althingi. Moreover, simply identifying the parties entrusted with administrative authority within the Althingi does not address the question of what substantive issues are covered by their functions. The author seeks to identify, as far as possible, the substantive issues under the purview of the Althingi’s administrative organs so as to define the actual matters they address. While this approach is not perfect, it does define fairly clearly the work done on behalf of the Althingi which lies outside its activities as an assembly of elected deputies, i.e. its parliamentary functions. Finally, a description is given of the legal rules applying to, and restricting, the administrative functions of the Althingi.

Constitutional structure. Althingi. Administration of the Althingi. Standing orders of the Althingi. Speaker of the Althingi. Speaker’s committee. Secretary-general of the Althingi.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.3.4