2023 2 Forsíða Smelltu til að stækka

Tímarit 2023 - 2. hefti

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7302
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands

Efnisyfirlit

 

RITSTJÓRNARPISTILL: RÉTTARSTAÐA TRANS FÓLKS Á ÍSLANDI
Valgerður Sólnes, ritstjóri

EDITORIAL: THE LEGAL STATUS OF TRANS PEOPLE IN ICELAND
Valgerður Sólnes, editor

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.2.1


DREIFÐIR FJÁRMAGNSMARKAÐIR Á BÁLKAKEÐJUM: FJÁRFESTAVERND Í VIÐSKIPTUM MEÐ SÝNDAREIGNIR OG SNJALLSAMNINGA Á STAFRÆNUM VIÐSKIPTAVETTVÖNGUM
Þorvarður A. Ágústsson, lögmaður á Deloitte Legal og stjórnarmaður í Rafmyntaráði Íslands

Útdráttur:
Í greininni er farið yfir viðskiptahætti á dreifðum fjármagnsmörkuðum með svokallaðar sýndareignir á bálkakeðjum og hvaða reglur gildi um slíkar fjárfestingar samkvæmt íslenskum rétti. Hugtökin sýndareign, rafmyntir og tókar eru skilgreind og leitast er við að útskýra hvernig hefðbundnum lagaákvæðum og meginreglum laga verði beitt í viðskiptum sem eiga sér stað í gegnum snjallsamninga. Höfundur útskýrir hvaða meginreglur kunni að tryggja vissa fjárfestavernd þegar lögfestum reglum sleppir og undir hvaða kringumstæðum sýndareignir kunni að vera skilgreindar sem fjármálagerningar og falla undir samevrópskt regluverk um fjármálamarkaði, þ. á m. lög nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga. Stiklað er á stóru yfir þær undanþágur sem veittar hafa verið frá gildandi fjármálaregluverki í Evrópu samkvæmt DLT reglugerðinni og hvers lags breytinga megi vænta við gildistöku MiCA reglugerðarinnar sem búist er við að verði innleidd hér á landi í kjölfarið.

Fjártækni. Verðbréfamarkaðsréttur. Fjárfestavernd. DLT. Snjallsamningar. Rafmyntir. Fjármagnsmarkaðir.

DECENTRALIZED CAPITAL MARKETS ON BLOCKCHAIN: INVESTOR PROTECTION IN CRYPTO-ASSETS AND SMART CONTRACT TRANSACTIONS ON DIGITAL TRADING PLATFORMS
Þorvarður A. Ágústsson, attorney at law at Deloitte Legal and a board member of the Icelandic Blockchain Foundation

Abstract:
This paper provides a comprehensive overview of the rules governing investment in crypto assets, through various exchanges, under Icelandic law. The objective is to provide insight into how general principles of law can be applied to transactions performed through the use of smart contracts and how investor protection can be enforced on decentralized capital markets that are emerging through the use of blockchain technology. This paper further explains the criteria and the circumstances under which a crypto asset may be considered a financial instrument under Act no. 115/2021 on Markets in Financial Instruments and thus subject to the European regulatory regime for financial markets. The paper further outlines exemptions from such financial regulations provided under the DLT regulation and how the MiCA regulation will increase investor protection and aim to preserve the integrity of the market.

Fintech. Finance Law. Investor Protection. DLT. Smart Contracts. Cryptocurrency. Capital Markets.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.2.2


REGLUR UM HAGSMUNAÁREKSTRA OG SKIPULAGSKRÖFUR
Aðalsteinn E. Jónasson, landsréttardómari, og dr. Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Útdráttur:
Markmiðið með þessari grein er að fjalla um þær kröfur sem lög um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID-lögin) gera til verðbréfafyrirtækja um hagsmunaárekstra. Lögin, sem tóku gildi 1. september 2021, innleiddu í íslenskan rétt svokallað MiFID II/MiFIR-regluverk, en það er í formi tveggja rammagerða frá 2014, annars vegar tilskipunar um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID II) og hins vegar reglugerðar um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFIR). Gerð er grein fyrir þeim dómi Hæstaréttar þar sem reynt hefur á eldri reglur um sama efni en dómurinn hefur enn fordæmisgildi þar sem kjarni reglnanna breyttist ekki við gildistöku laganna. Jafnframt er vikið að stjórnsýslumálum þar sem reynt hefur á reglurnar hjá Fjármálaeftirliti Seðlabankans (Fjármálaeftirlitið).

Verðbréfamarkaðsréttur. Fjárfestavernd.

RULES ON CONFLICTS OF INTEREST AND ORGANISATIONAL REQUIREMENTS
Aðalsteinn E. Jónasson, judge at the Landsréttur Court of Appelas, and dr. Andri Fannar Bergþórsson, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law

Abstract:
The aim of this article is to discuss the requirements in Act No. 115/2021 on Markets for Financial Instruments (MiFID-Act) on conflicts of interest in investment firms. The Act entered into force 1 September 2021, but the Act introduced two EEA acts, a directive (MiFID II) and a regulation (MiFIR). In the article a judgment from the Supreme Court of Iceland is discussed, along with couple of cases from the Central Bank of Iceland.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.2.3


SÉRATKVÆÐI DÓMARA
Eiríkur Elís Þorláksson, dósent og forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Útdráttur:
Í fjölskipuðum dómi má gera ráð fyrir því að dómarar séu ekki alltaf á einu máli um niðurstöðu eða rökstuðning fyrir henni. Í íslenskri réttarfarslöggjöf er almennt gert ráð fyrir því að þegar dómari er ósammála niðurstöðu þá skili hann sératkvæði. Hjá almennum dómstólum og sérdómstólum hér á landi eru dómstólar að jafnaði fjölskipaðir með þeirri undantekningu að héraðsdómstólar eru að meginstefnu til skipaðir einum dómara. Í greininni er fjallað um sératkvæði í íslenskri löggjöf og réttarframkvæmd. Frá stofnun Hæstaréttar hefur verið gengið út frá því að dómandi sem er í minnihluta skili sératkvæði. Sératkvæði er í greininni skilgreint þannig að það sé útlistun dómara í tilgreindu dómsmáli á því hvað dómarinn telji vera lögfræðilega réttar forsendur og niðurstöður dómsmálsins, í ljósi atriða sem dómarinn er ekki sammála í forsendum og eftir atvikum niðurstöðum meirihluta dómenda sem rita dómsatkvæðið. Sett er fram lýsing á helstu afbrigðum sératkvæða en þau geta falið í sér að dómari sé ósammála meirihluta dómenda, ósammála meirihluta dómenda að hluta eða sammála meirihluta dómenda. Þá er vikið að sérálitum, sem eru nokkurs konar afbrigði af sératkvæðum, og fela í sér yfirlýsingu dómara í dómi um forsendur eða niðurstöðu meirihluta dómenda sem hann er ósammála. Í greininni er farið yfir framkvæmdina á því þegar sératkvæði er skilað. Enn fremur er fjallað um áhrif sératkvæða á fordæmi og því velt upp hvort dómara sem er ósammála meirihluta dómara sé skylt að skila sératkvæði. Þá er fjallað um rökin með og á móti því að heimila einstökum dómurum að skila sératkvæðum.

Réttarfar. Sératkvæði. Sérálit. Fordæmi.

SEPARATE OPINIONS
Eiríkur Elís Þorláksson, associate professor and dean at the Reykjavík University Faculty of Law, and Sindri M. Stephensen, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law

Abstract:
In a multi-member court, judges do not always agree about the outcome or reasoning for a judgment. According to Icelandic Law, a judge shall generally submit a separate opinion when he disagrees with the outcome of the majority. Iceland's general and special courts are multi-member, except that the District Courts are usually composed of one judge when hearing a case. This article analyzes separate opinions in Icelandic law and legal practice. Since the establishment of the Supreme Court, judges in the minority have submitted separate opinions. A separate opinion is defined as the judge's description of what they consider to be the legally correct reasoning and outcome of the case, in light of what the judge does not agree with in the reasoning and outcome of the majority of judges who write the court's judgment. The main types of separate opinions are described, which include a judge disagreeing with the majority in full (dissenting opinion), disagreeing with part of the majority, or agreeing with the majority (concurring opinion). Attention is also given to particular kind of separate opinions, which are statements in the judgment. The article also describes how separate opinions come about, the effects that separate opinions have on the precedential value of the majority judgment, and whether a judge who disagrees with the majority must submit a separate opinion.

Procedural Law. Dissenting opinions. Precedent.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.2.4