2022 3 Forsíða Smelltu til að stækka

Tímarit 2022 - 3. hefti 2022

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7203
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands

Efnisyfirlit

 

RITSTJÓRNARPISTILL: RANNSÓKNARSKYLDA DÓMARA SAMKVÆMT LÖGRÆÐISLÖGUM NR. 71/1997
Valgerður Sólnes, ritstjóri

EDITORIAL: THE INVESTIGATIVE DUTIES OF JUDGES PURSUANT TO ACT NO. 71/1997 ON LEGAL COMPETENCE
Valgerður Sólnes, editor

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.3.1


ÚTIVISTARDÓMAR SAMKVÆMT 161. GR. LAGA NR. 88/2008 UM MEÐFERÐ SAKAMÁLA Í LJÓSI RÉTTINDA SAKAÐRA MANNA
Margrét Helga Kr Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá dómstólasýslunni, og Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Landsrétt og Endurupptökudóm og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands:

Útdráttur:
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið rétt sakbornings til að koma fyrir dóm í eigin persónu grundvallarþátt í réttindum sakaðra manna samkvæmt 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Telur dómurinn það „gróft“ brot á sáttmálanum ef sakborningi, sem ekki verður talinn hafa afsalað sér rétti til að vera viðstaddur réttarhöld yfir sér, er synjað um endurupptöku útivistarmáls. Í þessari grein eru lagaákvæði og réttarframkvæmd tengd útivistardómum samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála tekin til umfjöllunar og borin saman við réttarframkvæmd Mannréttindadómstólsins á þessu sviði. Fjallað er um ákveðna ágalla á ákvæðum laga nr. 88/2008 og bent á þörf á úrbótum.

Stjórnarskrá. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Réttlát málsmeðferð. Útivist. Endurupptaka.

 

CONVICTION IN ABSENTIA UNDER ARTICLE 161 OF THE CODE ON CRIMINAL PROCEDURE NO. 88/2008 IN LIGHT OF THE RIGHTS OF PERSONS CHARGED WITH A CRIMINAL OFFENCE
Margrét Helga Kr Stefánsdóttir, project manager at the Judicial Administration, and Oddný Mjöll Arnardóttir, judge at the Court of Appeals, Court of Resumption and research professor at the University of Iceland Faculty of Law:

Abstract:
The European Court of Human Rights has considered the right of persons charged with a criminal offence to be present at the trial to be one of the essential requirements of Article 6 of the European Convention on Human Rights. The refusal to reopen proceedings conducted in the accused’s absence, without any indication that the right to be present during the trial has been waived, has been found by the Court to be a “flagrant denial of justice”. This article discusses Icelandic legislation and practice related to convictions in absentia and compares it with the jurisprudence of the European Court of Human Rights. It points out certain problems related to the relevant provisions of Act No. 88/2008 on Criminal Procedure and identifies the need for reform.

Icelandic Constitution. European Convention of Human Rights. Right to a fair trial. Conviction in absentia. Reopening of criminal proceedings.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.3.2


EIGNARRÉTTUR AÐ AUÐLINDUM Í JÖRÐU — NÝ ÁLITAEFNI OG ÁSKORANIR
Víðir Smári Petersen, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands:

Útdráttur:

Í þessari grein er varpað ljósi á ný álitaefni um eignarrétt að auðlindum í jörðu. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: (1) Gildir enn hin óskráða meginregla um eignarrétt landeiganda að auðlindum í jörðu (svokölluð hagnýtingarregla), þrátt fyrir gildistöku 3. gr. auðlindalaga? (2) Hvernig ber að ákvarða inntak eignarréttar að auðlindum í jörðu? Á landeigandi eignarrétt á eins miklu dýpi og fjárhagur hans leyfir (einstaklingsbundinn mælikvarði), eða á rétturinn að ná niður á dýpi sem heyrir til venjulegrar hagnýtingar hins almenna landeiganda (almennur mælikvarði)? (3) Hver fer með eignarrétt að auðlindum í jörðu þegar eignarrétti landeiganda sleppir? Eru þær auðlindir eigendalausar, eða í eigu ríkisins? Kynni stjórnarskrárákvæði um þjóðareign að leysa úr óvissu um þetta atriði? (4) Getur löggjafinn tekið ákvörðun um það nú að lögfesta afdráttarlausa lagareglu um eignarrétt að auðlindum í jörðu, t.d. að eignarrétturinn nái að 500 metra dýpi, án þess að skapa sér bótaskyldu gagnvart landeigendum?

Eignarréttur. Auðlindir. Jarðhiti. Auðlindaréttur. Þjóðareign.

OWNERSHIP OF GROUND RESOURCES — NEW ISSUES AND CHALLENGES
Víðir Smári Petersen, associate professor at the University of Iceland Faculty of Law:

Abstract:

In this paper I shed light on new issues regarding the landowner's private property rights of natural resources under Icelandic law. I will answer the following questions: (1) Does the unwritten principle of the landowner's property rights still apply, despite the entry into force of the Icelandic Natural Resources Act? (2) How should the landowner’s private property rights be determined? Does the landowner have property rights as deep as his financial means allow (an individualized rule), or should the right only extend to a depth that is ordinary for the general use of the land (a general rule)? (3) Who owns the resources at a depth beyond the landowner’s private property rights? Are those resources ownerless, or owned by the State? Could a constitutional provision on national ownership of unowned resources solve the uncertainty on this point? (4) Can the State pass legislation with a categorical rule on the private property rights of natural resources (for instance that such rights only extend to a depth of 500 meters), without paying compensation to landowners?

Ownership. Natural resources. Geothermal. Natural resources law. State ownership.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.3.3


UM MÖRK STÓRFELLDRAR LÍKAMSÁRÁSAR OG TILRAUNAR TIL MANNDRÁPS
Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands:

Útdráttur:

Í greininni er leitast við að gera grein fyrir mörkum stórfelldrar líkamsárásar samkvæmt 2. mgr. 218. gr. hgl. og tilraunar til manndráps samkvæmt 211. gr., sbr. 20. gr. sömu laga. Þannig er leitast við að draga fram tiltekin viðmið sem dómstólar líta til við mat á framangreindum mörkum. Í samræmi við efnislegt inntak viðfangsefnisins er farið ítarlega yfir þá réttarframkvæmd sem liggur fyrir um efnið. Fyrst er með almennum hætti vikið stuttlega að inntaki og þróun 20. gr., 211. gr. og 2. mgr. 218. gr. hgl. Þá er stuttlega gerð grein fyrir inntaki tjónsbrota. Loks er vikið að fyrrgreindum viðmiðum sem réttarframkvæmd ber með sér að komi til álita við mat á mörkum stórfelldrar líkamsárásar og tilraunar til manndráps. Þar er gerð grein fyrir mismunandi verknaðaraðferðum sem komið hafa til skoðunar dómstóla við framangreint mat og meðal annars fjallað um nýlegan dóm Hæstaréttar. Jafnframt eru afleiðingar verknaðar teknar til athugunar og loks gerð grein fyrir öðrum atriðum sem koma til álita við mat á huglægri afstöðu ákærða á verknaðarstundu. Að endingu eru helstu niðurstöður dregnar saman.

Refsiréttur. Tilraun til manndráps. Stórfelld líkamsárás.

ON THE BOUNDARIES OF SERIOUS PHYSICAL ASSAULT AND ATTEMPTED MANSLAUGHTER
Gunnar Atli Gunnarsson, law clerk at the Supreme Court of Iceland:

Abstract:

This paper provides a comprehensive overview on the boundaries of serious physical assault and attempted manslaughter. Accordingly, an effort is made to highlight certain criteria that the courts consider when assessing the above-mentioned boundaries. In accordance with the substantive content of the paper the courts judgments available on the content is reviewed in detail. First, in a general way, a brief reference is made to the content and development of Article 20, Article 211 and Article 218, paragraph 2, of the General Penal Code (Law No. 19/1940). Finally, reference is made to the aforementioned criteria that courts consider when assessing the boundaries of serious physical assault and attempted manslaughter. The paper describes the different methods of action that have been considered by the courts in the aforementioned assessment and discusses a recent judgment of the Supreme Court. Furthermore, the consequences of the act are taken into consideration and finally other points that come into consideration when assessing the subjective attitude of the accused at the time of the act are explained. Finally, the main results are summarized.

Criminal law. Attempted manslaughter. Serious physical assault.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.3.4


MÁLÞING UM KAUPRÉTTI OG KAUPAUKA STARFSMANNA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA Á LAGADEGI 23. SEPTEMBER 2022: RÆÐUR FRAMSÖGUMANNA