2022 2 Forsíða Smelltu til að stækka

Tímarit 2022 - 2. hefti 2022

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7202
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands

Efnisyfirlit

 

RITSTJÓRNARPISTILL: LAGAMÁL OG SKILGREININGARVANDRÆÐI
Valgerður Sólnes, ritstjóri

EDITORIAL: LEGAL LANGUAGE AND THE PROBLEM OF DEFINITION
Valgerður Sólnes, editor

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.1



EINEÐLI LANDS- OG ÞJÓÐARÉTTAR Í DÓMUM HÆSTARÉTTAR TIL 1975
Bryndís Torfadóttir, lögfræðingur á Norðdahl, Narfi & Silva lögmannsstofu, og Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst:

Útdráttur:
Samspil lands- og þjóðaréttar er margþætt álitaefni. Snemma var gengið út frá því í íslenskum fræðiskrifum að kenningin um tvíeðli einkenndi íslenskan rétt. Sú umfjöllun var alfarið án tengingar við dóma Hæstaréttar fram á síðari hluta 20. aldar. Í grein þessari er rýnt í dóma Hæstaréttar um ólöglegar botnvörpuveiðar erlendra aðila sem féllu á tímabilinu 1920 til 1975 til að varpa ljósi á þau mál. Af þeirri athugun er dregin sú ályktun að skil hafi verið á milli dómaframkvæmdar og fræðiskrifa á tímabilinu sem um ræðir. Á sama tíma og því var lýst í fræðiskrifum að íslenskur réttur einkenndist af tvíeðliskenningunni birtust eineðlissjónarmið í 18 af þeim 20 hæstaréttardómum sem dómarannsókn þessi tekur til, en tvíeðlissjónarmið koma hvergi fyrir.

Þjóðaréttur. Hafréttur. Stjórnskipunarréttur. Réttarsaga. Dómstólar. Lögsaga.

MONISM IN ICELANDIC COURT JUDGMENTS UNTIL 1975
Bryndís Torfadóttir, lawyer at Norðdahl, Narfi & Silva law firm, and Bjarni Már Magnússon, professor at the Bifröst University Department of Law:

Abstract:
Since Icelandic legal scholars began to consider the connection between international and domestic law the assumption has been that the interconnection can be characterized by dualism rather than monism. This article examines the application of international law by the Supreme Court of Iceland in cases concerning legislation forbidding bottom trawling in the period 1920–1975 to discover whether the scholarly assumption is in line with the jurisprudence of the Court. It concludes that there was a divide between Icelandic legal scholarship in that period and the case law of the Supreme Court, where only monistic views can be detected in 18 judgements out of the twenty that are examined.

International Law. Law of the sea. Constitutional law. Legal history. Courts. Jurisdiction.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.2




ÁHRIF ÚTILOKUNARREGLUNNAR Á MÁLSÁSTÆÐUR OG MÓTMÆLI VIÐ MEÐFERÐ EINKAMÁLA
Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands:

Útdráttur:

Í greininni er leitast við að gera grein fyrir áhrifum útilokunarreglunnar á málsástæður og mótmæli við meðferð einkamála. Því til samræmis eru efnistök að mestu afmörkuð við ákvæði 5. mgr. 101. gr., 2. mgr. 163. gr. og 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en vikið að öðrum ákvæðum eftir því sem tilefni gefst til. Fyrst er með almennum hætti gerð grein fyrir útilokunarreglu einkamálaréttarfars og sjónum þar beint að tilurð og tilgangi reglunnar, auk þess sem varpað er ljósi á birtingarmyndir hennar í lögum um meðferð einkamála. Þá er fjallað um afmörkun málsástæðna og er þar annars vegar hugað að skilgreiningu hugtaksins málsástæður og hins vegar gerð skil mörkum milli málsástæðna annars vegar og lagaraka hins vegar. Því næst eru reglu 5. mgr. 101. gr. eml. gerð ítarleg skil. Í kjölfarið er að finna umfjöllun um nýjar málsástæður við meðferð mála á málskotsstigi. Að endingu eru helstu niðurstöður dregnar saman.

Einkamálaréttarfar. Útilokunarreglan. Málsástæður. Lagarök.

THE EFFECT OF THE EXCLUSIONARY RULE ON GROUNDS FOR ACTION AND OBJECTIONS IN CIVIL PROCEEDINGS
Gunnar Atli Gunnarsson, law clerk at the Supreme Court of Iceland:

Abstract:

This paper provides a comprehensive overview of the effect of the exclusionary rule on grounds for action and objections in civil proceedings. Accordingly, the subject matter is for the most part limited to Article 101, paragraph 5, Article 163, paragraph 2, and Article 187, paragraph 2, of the the Act on Civil Procedure (Law No. 91/1991). The paper outlines the origin and purpose of the exclusionary rule. Furthermore, the boundaries of grounds for action is discussed, including the distinction between grounds for action on the one hand and legal arguments on the other. Next, the rule in Article 101, paragraph 5, is reviewed in detail. The paper, moreover, discusses when new grounds for action are put forward before the Appeal Court or the Supreme Court. Finally, the main results are summarized.

Civil Procedure. The exclusionary rule. Grounds for action. Legal arguments.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.3




TAKMARKANIR ÍSLENSKRA LAGA Á FRJÁLSRI FÖR VERÐANDI FORELDRA Á EES–SVÆÐINU MEÐ TILLITI TIL ÚTREIKNINGS FÆÐINGARORLOFSGREIÐSLNA
Védís Eva Guðmundsdóttir, lögmaður á Rétti— Aðalsteinsson & Partners:

Útdráttur:

Launþegar og verðandi foreldrar hafa rétt til að njóta hagsbóta almannatrygginga við flutning milli EES–ríkja samkvæmt meginreglum 29. gr. EES–samningsins um frjálsa för fólks og ákvæðum reglugerðar nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa. Í greininni er þeim meginreglum EES–réttar lýst að farandlaunþegar sem nýta sér rétt til frjálsrar farar innan EES skuli ekki sviptir þeim hagsbótum sem þeir hefðu notið ef þeir hefðu verið um kyrrt í einu EES–ríki. Nýlega kvað EFTA–dómstóllinn upp ráðgefandi álit í íslensku máli sem varðaði þetta atriði og sló því þar föstu að þessum rétti launþega væri ætlað að tryggja aðgang þeirra að almannatryggingakerfum innan EES sem og að sporna gegn því að fjárhæð almannatryggingabóta skerðist eingöngu vegna þess að þeir hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar við flutninga innan EES. Í áliti dómsins var skýrt að við útreikning á fæðingarorlofsgreiðslum gerðu ákvæði reglugerðarinnar enga kröfu um að litið væri til fjárhæðar teknanna sem aflað hefði verið í öðru EES–ríki. Hins vegar áréttaði dómstóllinn að það væri í ósamræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins sem leiði af EES–rétti að líta fram hjá þeirri staðreynd að viðkomandi launþegi hefði aflað tekna í öðru EES–ríki á viðmiðunartímabili íslenskra laga um fæðingar- og foreldraorlof. Þar af leiðandi yrði að tryggja að farandlaunþegi sem flyttist til Íslands eftir dvöl í öðru EES–ríki yrði við ákvörðun bótafjárhæðar ekki verr settur en einstaklingur í sömu stöðu, með sömu menntun og hæfni, sem starfaði aðeins á innlendum vinnumarkaði á viðmiðunartímabili laganna. Í grein þessari fer höfundur yfir íslenska dómsmálið og málatilbúnaðinn fyrir EFTA–dómstólnum, ásamt því að rýna í niðurstöður dómsins. Þá spáir höfundur í spilin varðandi framhald dómsmálsins fyrir íslenskum dómstólum og veltir upp þeirri spurningu hvort nauðsyn sé að breyta orðalagi íslenskra laga um fæðingar- og foreldraorlof til að endurspegla betur þær skuldbindingar sem leiða af innleiddri og gildandi EES–löggjöf.

Almannatryggingar. Fæðingarorlof. Evrópska efnahagssvæðið. Frjáls för launþega. EFTA–dómstóllinn.

RESTRICTIONS BY ICELANDIC LAW ON THE FREE MOVEMENT OF FUTURE PARENTS IN THE EEA WITH REGARD TO CALCULATION OF PARENTAL LEAVE PAYMENTS
Védís Eva Guðmundsdóttir, attorney at Réttur— Aðalsteinsson & Partners:

Abstract:

The principles on the free movement of workers as set out in the EEA Agreement, further envisaged by Regulation 883/2004 on the coordination of social security systems, are intended to ensure that migrant workers acquire and retain their social security benefits and are not deprived of e.g. parental benefit payments. In this article, the author sheds light on a recent advisory opinion rendered by the EFTA Court in an Icelandic case, where the Court concluded in its judgment that these principles have the twofold objective of ensuring entitlement to social security benefits in the EEA and preventing the amount of those benefits being reduced for the sole reason that workers exercised their right to free movement. The judgment confirms that the obligation set out in Article 21 of the Regulation, as interpreted in line with Article 6 of the Regulation and Article 29 EEA, implies that the awarded benefits and their amount must be the same for migrant workers as they would have been if they had not availed themselves of their right to free movement and stayed in the respective EEA State. This aim is achieved when a migrant worker´s qualifying income, for employment periods completed in another EEA State than that of the competent institution, is calculated by taking into account the notional income of a person who is employed in the competent EEA State, in a situation comparable to the migrant worker´s situation and with professional experience and qualifications comparable to the migrant worker. Therefore, the Icelandic authorities are not required under Article 21 of the Regulation to base calculations of parental leave benefits under Icelandic law by taking into account income received in another EEA State, but they cannot attribute no income to periods of employment completed in another EEA State, as that would be incompatible with Article 21 of the Regulation. Therefore, the authorities cannot put a migrant worker at a disadvantage and offer a reduced benefit, due to the fact that the worker exercised their right to free movement. The article covers the Icelandic court proceedings that led to the domestic court seeking an advisory opinion and describes the arguments before the EFTA Court. The author discusses the effects of the EFTA Court´s conclusion, such as the subsequent possible actions by the Icelandic courts, also raising the question of whether the Icelandic parliament is required to amend the domestic legislation on parental leave payments in order to reflect more clearly the obligations deriving from EEA law in that respect.

Social Security. Parental leave. European Economic Area. Free movement of migrant workers. EFTA Court.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.4




FRÆÐILEG UMFJÖLLUN UM EIGIN ÚRLAUSNIR
Oddur Þorri Viðarsson, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis:

Útdráttur:
Viðfangsefni greinarinnar er að bera kennsl á vandamál sem hlotist geta af því að höfundar fræðiskrifa á sviði lögfræði fjalli um úrlausnir sem þeir hafa sjálfir komið að í aðalstarfi sínu. Sett eru fram siðferðileg viðmið í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum þessara vandamála.

Lögfræðirannsóknir. Hagsmunaárekstrar. Heilindi í vísindum. Siðfræði vísinda og rannsókna. Hagnýt siðfræði.

SCHOLARSHIP ON ONE'S OWN RESOLUTIONS IN PRACTICE
Oddur Þorri Viðarsson, lawyer at the Althingi Ombudsman:

Abstract:
The article explores ethical principles regarding extra-vocational legal research, as it relates to cases the researcher has personally contributed to.

Legal research. Conflicts of interest. Scientific misconduct. Legal ethics. Applied ethics.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.5