Fréttir

Nýr Framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands
mánudagur, 5. janúar 2026
Nýr framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands

Margrét Hauksdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands og þakkar félagsmönnum ánægjuleg kynni. Við starfinu tekur Anna Ragnhildur Halldórsdóttir lögfræðingur. Að loknu lagaprófi frá Háskóla Íslands starfaði Anna Ragnhildur sem löglærður fulltrúi Sýslumannsins á Eskifirði og síðan sem lögmannsfulltrúi hjá DP Lögmönnum. Frá 2009 starfaði hún í regluvörsludeild Íslandsbanka hf. og var staðgengill ábyrgðarmanns aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Jólafundur LÍ Og LMFÍ 12Des
föstudagur, 12. desember 2025
Jólafundur Lögfræðingafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands

Lögfræðingafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands efna til hádegisfundar um störf lögfræðinga á erlendri grundu. Jafnframt verður kynning eins tveggja höfunda á hinni nýútkomnu bók; Franski spítalinn. Kærkomið tækifæri löglærðra að koma saman á aðventunni og hlýða á áhugaverð erindi og bókakynningu metsöluhöfunda.

Viðburðir

Ekkert skráð