Fundargerð aðalfundar öldungadeildar LÍ 4. maí 2022

Bogi Nilsson formaður setti fund og stakk upp á Ragnari Hall sem fundarstjóra og Eyrúnu Ingadóttur sem ritara. Það var samþykkt

9 manns sóttu aðalfundinn

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar. - Bogi flutti hana

    Í öldungadeild eru nú 238 félagar en allir sem verða 65 ára á árinu eru sjálfkrafa settir í félagið og fá póst þar um á haustin. Ef þeir biðjast undan veru í deildinni þá er að sjálfsögðu orðið við því.

    Starfsárið 2021-2022 var Bogi Níelsson formaður en Ásdís Rafnar og Guðríður Þorsteinsdóttir í stjórn.

    Í varastjórn voru Þorsteinn Skúlason, Sigríður Ólafsdóttir og Þorleifur Pálsson.

    Í öldungaráði voru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Gestur Steinþórsson, Jakob R. Möller, Hjörtur Torfason, Hörður Einarsson og Othar Örn Petersen.

    Að jafnaði hittist öldungadeild LÍ einu sinni í mánuði yfir vetrartímann en vegna Covid urðu fundir færri en til stóð. Haldnir voru fjórir fundir að aðalfundi meðtöldum og voru þátttakendur á bilinu tólf til fimmtán.

     

    Ferð:

    15. maí 2021 fóru 18 félagar öldungadeildar á slóðir Sigríðar í Brattholti með Eyrúnu Ingadóttur frkvstj.sem skrifaði bókina „Konan sem elskaði fossinn“.

    Fundir:

    20. október 2021: Geir H. Haarde fv. sendiherra ræddi um samband Íslands og Bandaríkjanna í gegnum tíðina.

    8. desember 2021: Magnús Hannesson ræddi um upphaf og þróun regluverks alþjóða samfélagsins.

    30. mars 2022: Heimsókn til Hæstaréttar hafði verið frestað vegna smita í samfélaginu. Benedikt Bogason forseti og Ingveldur Einarsdóttir varaforseti Hæstaréttar tóku á móti hópnum ásamt Ólöfu Finnsdóttur skrifstofustjóra.

    4. maí 2022: Ólafur Egilsson fv. sendiherra rifjar upp sitthvað úr áhugaverðum störfum sínum í utanríkisþjónustunni til 40 ára.

     

    Að auki hefur öldungadeild nú auglýst fyrsta golfmót deildarinnar sem haldið verður á golfvelli Golfklúbbs Þorlákshafnar mánudaginn 16. maí.

     

  2. Skýrsla um fjárhag

    Engin félagsgjöld eru í öldungadeild önnur en að vera í Lögfræðingafélaginu og enginn fjárhagur.

  3. Umræður um skýrslur

          Engin umræða var um skýrslu stjórnar.

      4. Kosning stjórnar

          Skv. 6.gr. skal stjórn skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn.

            Aðalmenn

            Guðríður Þorsteinsdóttir var kosin sem aðalmaður 2021 til tveggja ára. Sigríður Ólafsdóttir og Páll Arnór Pálsson gefa kost á sér sem             aðalmenn í stjórn.

            Engar fleiri tillögur komu fram og voru þau því sjálfkjörin

            Varamenn

            Þorleifur Pálsson var kosinn varamaður í stjórn 2021 til tveggja ára. Þorsteinn A. Jónsson og Gestur Steinþórsson gefa kost á sér í             varastjórn.

            Engar fleiri tillögur komu fram og voru þeir því sjálfkjörnir.


        5. Kosning öldungaráðs og tveggja endurskoðenda, sé þeirra þörf
            Sex manna öldungaráð er kosið til eins árs í senn:

            Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Hjörtur Torfason, Jakob Þ. Möller og Hörður Einarsson, Othar Örn Petersen og Ásdís Rafnar.

 

            Samþykkt með lófaklappi.

            - ekki kosnir endurskoðendur þar sem enginn fjárhagur er í félaginu.

        6. Ákveðið árgjald

            Félagið hefur engan fjárhag og því ekkert árgjald heldur greiða félagsmenn árgjald í LÍ.

        7. Lagabreytingar
           Engin tillaga gerð um lagabreytingar. Því var beint til nýrrar stjórnar að endurskoða lög félagsins fyrir næsta aðalfund.

        8. Önnur mál

            Engin önnur mál voru tekin fyrir. Alls sátu 9 manns fundinn og eru nöfn þeirra rituð í fundargerðarbók deildarinnar.

 

Eyrún Ingadóttir ritaði fundargerð


 

Fundargerð aðalfundar öldungadeildar LÍ 12. maí 2021

Bogi Nilsson formaður setti fund en frestaði aðalfundarstörfum að því búnu og gaf orðið til gests fundarins; Kristrúnar Heimisdóttur lögfræðings og doktorsnema. Að loknu erindi héldu aðalfundarstörf áfram og stakk Bogi upp á Ragnari Hall sem fundarstjóra og Eyrúnu Ingadóttur sem ritara.

Samþykkt.

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar. - Bogi flutti hana

    Í öldungadeild eru nú 211 félagar en allir sem verða 65 ára á árinu eru sjálfkrafa settir í félagið og fá póst þar um á haustin. Ef þeir biðjast undan veru í deildinni þá er að sjálfsögðu orðið við því.

    Starfsárið 2020-2021 var Bogi Nilsson formaður Logi Guðbrandsson og Ásdís Rafnar í stjórn. Í varastjórn voru Þorsteinn Skúlason, Guðríður Þorsteinsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Aðalfundur var haldinn 12. maí sl.

    Að jafnaði hittist öldungadeild LÍ einu sinni í mánuði yfir vetrartímann en vegna Covid voru engir fundir haldnir frá aðalfundi í lok maí 2020 og þar til 5. Mars 2021 er stjórn, varastjórn og öldungaráð hittust til að leggja línur vorsins. Fundir hafa aðeins verið tveir en ein vorferð er í pípum á slóðir Sigríðar í Brattholti með framkvæmdastjóra LÍ.

    Fundir

    21. apríl: Gelísk áhrif á Íslandi til forna. Gestur fundarins var Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun.

    12. maí: Erlend áhrif á íslenska löggjöf frá 1908 til 2008. Gestur fundarins, sem var jafnframt aðalfundur, var Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og doktorsnemi.

    Bogi fór yfir upphaf öldungadeildar en 25 mættu á stofnfund 28. nóvember 2007. Hann velti upp hvaða umfjöllunarefni ættu að vera á fundum, hvort það ættu að vera dægurmál eða mál sem snerta lögfræðinga.

  2. Skýrsla um fjárhag

    Engin félagsgjöld eru í öldungadeild önnur en að vera í Lögfræðingafélaginu og enginn fjárhagur.

  3. Umræður um skýrslur

         Engin umræða var um skýrslu stjórnar.

      4. Kosning stjórnar

         Skv. 6.gr. skal stjórn skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn.

        Aðalmenn

        Logi Guðbrandsson hefur nú lokið tveimur kjörtímabilum og fer því úr stjórn. Ásdís Rafnar og Bogi Nilsson voru kosin í stjórn á síðasta ári til tveggja ára. Lagt er til að kjósa Guðríði Þorsteinsdóttur sem aðalmann.

        Samþykkt með lófaklappi.

        Varamenn

        Þorsteinn Skúlason var kosinn í fyrra og á því eitt ár eftir sem varamaður í stjórn. Sigríður Ólafsdóttir var sömuleiðis kosin í fyrsta sinn í varastjórn á síðasta ári. Lagt er til að kjósa Þorleif Pálsson sem nýjan varamann í stjórn.

        Samþykkt með lófaklappi.

        5. Kosning öldungaráðs og tveggja endurskoðenda, sé þeirra þörf    
        Sex manna öldungaráð er kosið til eins árs í senn: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Gestur Steinþórsson, Hjörtur Torfason, Jakob Þ. Möller og Hörður Einarsson og Othar Örn Petersen.

        Samþykkt með lófaklappi.

    - ekki kosnir endurskoðendur þar sem enginn fjárhagur er í félaginu.

    6. Ákveðið árgjald

    -Félagið hefur engan fjárhag og því ekkert árgjald heldur greiða félagsmenn árgjald í LÍ.

    7 . Lagabreytingar
    Engin tillaga gerð um lagabreytingar. Því var beint til nýrrar stjórnar að endurskoða lög félagsins fyrir næsta aðalfund.

    8. Önnur mál

    Engin önnur mál voru tekin fyrir. Alls sátu 15 manns fundinn og eru nöfn þeirra rituð í fundargerðarbók deildarinnar.

 

Eyrún Ingadóttir ritaði fundargerð