Stofnfundur Áorku – áhugahóps um orkurétt

27. nóvember 2018

Formáli

Á vormánuðum 2018 var Áorka – áhugahópur um orkurétt stofnaður af Hilmari Gunnlaugssyni lögmanni hjá Sókn lögmannsstofu og Baldri Dýrfjörð lögfræðingi hjá Samorku. Um 73 manns skráðu sig í hópinn en einnig var stofnuð Facebook-síða þar sem félagar miðla upplýsingum um allt sem viðkemur orkurétti. Þann 27. nóvember 2018 var fyrsti fundur Áorku haldinn en þar ræddi Hilmar um hvort innleiðing þriðja orkupakkans þýddi skerðingu á forræði íslenskra stjórnvalda í orkumálum. Um 30 manns mættu á fundinn en að honum loknum var haldinn stofnfundur Áorku. Fundarstjóri þar var Hilmar Gunnlaugsson og voru 15 manns á fundinum.

  1. Hilmar setti fundinn og fór yfir drög að lögum Áorku. Lögin byggja á sama grunni og annað undirfélag LÍ, FLF – félag lögfræðinga í fyrirtækjum og voru samþykkt samhljóða.
  2. Kosning í fyrstu stjórn. Gerð var tillaga um að Hilmar Gunnlaugsson lögmaður hjá Sókn, Elín Smáradóttir lögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur, Kristín Haraldsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Hanna Björg Konráðsdóttir lögfræðingur hjá Orkustofnun og Baldur Dýrfjörð lögfræðingur hjá Samorku skipi stjórn. Tillagan var samþykkt samhljóða.
  3. Fundi slitið.