Fréttir
miðvikudagur, 19. nóvember 2025
Aðalfundur Vinnuréttarfélags Íslands og umfjöllun: Á að afnema áminningarskyldu opinberra starfsmanna?
Aðalfundur Vinnuréttarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 19. nóvember á Nauthól kl. 12:00-13:30. Jafnframt verður fjallað um álitaefnið hvort eigi að afnema áminnarskylduna í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Á boðstólum verður ljúffengur fiskréttur að hætti hússins + kaffi og súkkulaði. Verð fyrir félagsmenn í Lögfræðingafélaginu er kr. 7.500 og kr. 8.800 fyrir aðra.
miðvikudagur, 3. september 2025
Straumar og stefnur í opinberum innkaupum
Lögfræðingafélagið heldur ráðstefnu um opinber innkaup miðvikudaginn 3. september í samstarfi við ISAVIA, Lagastoð lögfræðiþjónustu og norsku lögfræðistofuna Arntzen. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að lögfræðingar og aðrir sérfræðingar sem vinna að opinberum innkaupum geti borið saman bækur sínar og fengið fréttir af því nýjasta sem er á seyði, bæði á Íslandi og erlendis. Ráðstefnan verður haldinn í Akoges-salnum, Lágmúla 4, Reykjavík. Skráningargjald er 5000 kr. ATH. Ráðstefnan er fullbókuð en hægt er að skrá sig á biðlista.
Viðburðir
Ekkert skráð