Námsferð á slóðir Sjöundármorða

Forskráning í ferð Lögfræðingafélags Íslands á slóðir Sjöundármorða laugardaginn 7. maí 2022

Með forskráningu viljum við sjá hve stór hópur félagsmanna og fylgifiska þeirra hefur áhuga á því að fara vestur með Lögfræðingafélaginu en skipulagning er á lokametrum.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ferðar verður send til hópsins í byrjun janúar og þá þurfa áhugasamir að greiða kr. 10.000,- staðfestingargjald.

Reikna má með að ferðin kosti kr. 32.000,- á mann og er innifalin er leiðsögn á slóðir morðanna, málþing, hádegisverður, miðdagshressing og kvöldverður.

Athugið að þátttakendur þurfa sjálfir að útvega sér gistingu á Patreksfirði en Íslandshótel er með tilboð fyrir hópinn til 24. desember.

Til þess að bóka herbergi á tilboði þá er farið inn á vefsíðuna: www.islandshotel.is/agent og kóðinn okkar er: sjöundá0522

 

Nánari upplýsingar veitir Eyrún Ingadóttir framkvæmdastjóri á netfanginu skrifstofa@logfraedingafelag.is eða í síma 698 2468

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Hafa samband