Forskráning til Japan 2021

Forskráning í ferð Lögfræðingafélags Íslands til Japan 8.-20. nóvember 2021

Með forskráningu viljum við sjá hve stór hópur hefur áhuga á því að fara til Japan með Lögfræðingafélaginu en skipulagning er á lokametrum.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ferðar og verð verða sendar til hópsins um leið og þær berast og þá þurfa áhugasamir að vera tilbúnir til að ákveða hvort þeir ætli með. 

Reikna má með að ferðin kosti kr. 850.000,- m.v. 2m herbergi á mann og kr. 950.000,- m.v. 1m herbergi á mann. 

Auðvitað hefur svo þróun Covid 19 áhrif á alla skipulagningu en þótt Íslendingar verði löngu búnir að fá bóluefni þá er óvíst hvernig ástandið verður í Japan.

 

Nánari upplýsingar veitir Eyrún Ingadóttir framkvæmdastjóri á netfanginu skrifstofa@logfraedingafelag.is eða í síma 698 2468

Athugið að yfir 50 manns voru búnir að forskrá sig í ferðina daginn eftir að auglýsingin birtist. Því er nú byrjað að taka við skráningu á biðlista:

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Hafa samband