Námsferðir

Námsferðir

Um sekt eða sakleysi í Sjöundármálum

Réttarsöguferð að Sjöundá og fundur Lögfræðingafélags Íslands á Patreksfirði 7. maí 2022. Laugardaginn 7. maí fór 100 manna hópur á vegum Lögfræðingafélags Íslands á slóðir Sjöundármála en fyrir 220 árum voru Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir dæmd fyrir morð á mökum sínum fyrir héraði sem svo var staðfest fyrir Landsyfirrétti og Hæstarétti Danmerkur. Steinunn lést skömmu áður en flytja átti þau utan til Kristianssand en þar var Bjarni höggvinn árið 1805. ... lesa meira




Námsferð Lögfræðingafélags Íslands til Marokkó 2019

Annað hvert ár stendur Lögfræðingafélag Íslands fyrir námsferðum til fjarlægra landa til að gefa íslenskum lögfræðingum kost á því að kynnast dóms- og lagakerfi þeirra. Ferðir sem þessar auka víðsýni lögfræðinga og kynni á milli þeirra sjálfra sem og á milli landa. Haustið 2019 fór 49 manna hópur lögfræðinga og fylgifiska á vegum félagsins í sjö daga ferð til Marokkó og byrjaði ferðina í höfuðborginni Rabat. ... lesa meira



Námsferð til Parísar 2017

Annað hvert ár býður Lögfræðingafélagið upp á námsferðir þar sem þátttakendur kynna sér réttarkerfi og lagaumhverfi annarra þjóða. Árið 2017 var farið til Parísar og fóru alls 44, lögfræðingar og fylgifiskar þeirra. Þótt flestir hefðu áður farið til heimsborgarinnar þá má segja að þetta hafi verið öðruvísi Parísarferð því heimsóttir voru staðir sem almennt standa ekki opnir fyrir ferðamenn. Einar Baldvin Stefánsson lögfræðingur skrifaði ferðasögu.... lesa meira


Námsferð LÍ til Víetnam og Kambódíu 2015

Annað hvert ár fer Lögfræðingafélag Íslands í námsferðir erlendis. Fyrsta ferðin var farin til Washington árið 1997 og hefur félagið farið víða síðan þá; til Kúbu, Suður-Afríku, Argentínu og Indlands svo nokkur lönd séu nefnd. Sunnudaginn 15. nóvember 2015 lögðu 49 lögfræðingar og makar af stað í námsferð áleiðis til Víetnam í tíu daga ferð og bauðst þeim sem vildu að fara einnig til Kambódíu. ... lesa meira


Hafa samband