Tímarit-nánar

2023 - 1. hefti

Vöruflokkur

Tímarit lögfræðinga - 2023

Vörunúmer

7301

Verð

2775,-

Afhendingarmáti

Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali.

Framleiðandi

Lögfræðingafélag Íslands

Efnisyfirlit

RITSTJÓRNARPISTILL: FRÉTTIR AF LANDSRÉTTI OG NÝJA HÆSTARÉTTI
Valgerður Sólnes, ritstjóri

EDITORIAL: NEWS OF THE COURT OF APPEALS AND THE SUPREME COURT
Valgerður Sólnes, editor

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.1.1


INNGANGUR AÐ VINNUVERNDARRÉTTI
Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu:

Útdráttur:
Umfang réttareglna á sviði vinnuverndar hefur farið vaxandi og eru reglurnar að verða æ flóknari. Einnig hefur þróunin verið sú að settar hafa verið æ sértækari réttarreglur á sviðið vinnuverndar, allt frá reglugerð um sálfélagslega áhættuþætti til reglugerðar um áhættu af völdum rafsegulsviðs. Í grein þessari hafa réttarreglur á sviði vinnuverndar verið rannsakaðar og afmarkaðar með fræðilegum hætti til að auka skilning á þeim og auðvelda þeim aðilum sem beita þeim að gera það með skilvirkum hætti og þar með auka vinnuvernd. Rannsóknin hefur leitt það í ljós að réttarreglur á sviði vinnuverndar á Íslandi eiga flestar rætur að rekja til rammatilskipunar ESB um vinnuvernd, alþjóðasamþykkta ILO og til norrænnar löggjafar á þessu sviði. Hefur verið sýnt fram á það að réttarreglur á sviði vinnuverndar afmarkast ekki eingöngu við vinnuverndarlögin heldur varða þau mörg önnur sett lög, kjarasamninga og fordæmi. Einnig er það niðurstaða rannsóknarinnar að réttareglur á sviði vinnuverndar, a.m.k. í þrengri merkingu, teljast til mannréttinda og byggja þær á sameiginlegum meginreglum.

Vinnuverndarréttur. EES-réttur. Vinnuréttur Evrópusambandsins. Alþjóðlegur vinnuréttur. Mannréttindi. Vinnuslys. Atvinnusjúkdómur.

INTRODUCTION TO OCCUPATIONAL SAFETY AND HEALTH LAW
Björn Þór Rögnvaldsson, lawyer at the Icelandic Administration of Occupational Safety and Health:

Abstract:
The scope and quantity of legal standards in the field of occupational safety and health has been growing and the rules are becoming more complex. The trend has also been that more specific legal rules have been introduced in the field of occupational safety and health, from regulations on psychosocial risk factors to regulations on risks caused by electromagnetic fields. In this article, legal rules in the field of occupational safety and health have been researched and a theoretical foundation presented to facilitate their understanding and make it easier for those who apply them to do so efficiently and thereby increase occupational safety and health. The research has shown that the legal rules in the field of occupational safety and health in Iceland are mostly rooted in the EU Framework Directive on Safety and Health at Work, ILO Conventions and Nordic legislation in this area. It has also been shown that legal rules regarding occupational safety and health are not limited to the Occupational Safety and Health Act but also include other laws, collective agreements, and judicial precedents. The research also concludes that legal rules regarding occupational safety and health, at least in the narrower sense, are considered human rights and are based on mutual principles.

Occupational safety and health law. EEA law. EU labour law. International labour law. Human rights. Occupational accidents. Occupational disease.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.1.2


HLUTVERK ALÞINGIS Í RÉTTARFARI RÁÐHERRAÁBYRGÐARMÁLA
Haukur Logi Karlsson, rannsóknasérfræðingur við Háskóla Íslands

Ágrip:
Í þessari grein er hlutverk Alþingis í réttarfari ráðherraábyrgðarmála skoðað með hliðsjón af sögulegum rökum fyrir slíku fyrirkomulagi og þeirri reynslu sem fékkst í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra. Dregin eru fram þrjú umkvörtunarefni varðandi hlutverk Alþingis og þau greind á grunni kenninga um æskilega uppbyggingu samfélagsstofnana sem hafa úrskurði með höndum. Í ljós kemur að réttarfarslega umgjörðin, sem að stofninum til er frá árinu 1963, hefur á sér nokkra vankanta. Þessir vankantar gera það að verkum að auknar líkur eru á að Alþingi nálgist hlutverk sitt í ráðherraábyrgðarmálum út frá pólitískum fremur en lögfræðilegum sjónarmiðum. Núverandi fyrirkomulag tryggir ágætlega að saklausir ráðherrar verði ekki dæmdir að ósekju, en það tryggir illa að brotlegir ráðherrar verði sóttir til saka. Ráðherrar búa þannig við annan veruleika í réttarfari en aðrir, sem þurfa að meginreglu að svara til saka fyrir lögbrot í starfi. Lagðar erum til leiðir til þess að lagfæra réttarfarið innan þess ramma sem núverandi stjórnarskrárákvæði bjóða upp á.

Ráðherraábyrgð. Landsdómur. Stjórnskipunarréttur. Réttarfar.

THE ICELANDIC PARLIAMENT’S PROCEDURAL ROLE IN MINISTERIAL IMPEACHMENT
Haukur Logi Karlsson, research specialist at the University of Iceland

Abstract:
In this article the procedural role of the Icelandic Parliament in ministerial impeachment cases is analysed in view of the historical lineage of the current system and the experience of the first such case against the former prime minister Geir H. Haarde. The focus of analysis is on three complaints about the current procedural role of the Icelandic Parliament, and these assessed based on theories of social institutions that are tasked with making adjudicative decisions. It is revealed that the procedural regime, originating in its current form from 1963, has several flaws. These flaws increase the probability that the Parliament will approach its procedural task in ministerial impeachment cases based on a political decisional modality, instead of a legalistic decisional modality. The current regime effectively offsets the risk of false convictions but is ineffective in avoiding impunity for culpable actions of ministers. Ministers thus face a different procedural reality than the public in Iceland, who must as a rule bear criminal responsibility for culpable employment behaviour.

Ministerial accountability. Court of Impeachment. Constitutional law. Procedural law.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.1.3

ÁHRIF EES-RÉTTAR Á RÉTTARFAR
Ólafur Jóhannes Einarsson, dómritari EFTA-dómstólsins, og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Útdráttur:
EES-samningurinn kveður ekki á um samræmingu reglna á sviði réttarfars. Í samræmi við það hefur EFTA-dómstóllinn, líkt og Evrópudómstóllinn, byggt á því að EES-ríkin njóti sjálfræðis við mótun réttarfarsreglna. Því sjálfræði eru hins vegar takmörk sett samkvæmt meginreglunum um skilvirkni og jafngildi. Af hinni síðarnefndu leiðir að reglur um framfylgni EES-réttar mega ekki vera meira íþyngjandi en þær er gilda um sambærileg réttindi að landslögum. Samkvæmt reglunni um skilvirkni má það ekki vera ómögulegt eða óhæfilega erfitt að sækja réttindi þau er eiga rætur sínar að rekja til EES-samningsins. Meginreglan um bann við mismunun hefur einnig áhrif í fyrirliggjandi samhengi þar sem réttarfarsreglur, óháð sakarefni fyrirliggjandi máls, mega ekki vera meira íþyngjandi fyrir aðra ríkisborgara EES-ríkis en ríkisborgara viðkomandi lands. Framkvæmd að því er varðar upptöku gerða í EES-samninginn sem hafa að geyma réttarfarsreglur hefur verið nokkuð misvísandi. Skýrasta dæmið um að gerð af því tagi hafi ekki verið felld inn í samninginn er tilskipun 2004/48 EB um málsmeðferð í hugverkaréttindamálum. Á síðustu árum hefur þróunin þó fremur verið í þá átt að taka upp slíkar gerðir, sbr. t.d. tilskipun 2016/943/ESB um viðskiptaleyndarmál sem að mörgu leyti svipar til fyrrnefndrar tilskipunar 2004/48. Almennt hefur EES-samningurinn takmörkuð áhrif á meginreglur réttarfars um res judicata, málsforræði aðila og útilokun. Undantekningu frá þessu er að finna á sviði neytendaréttar þar sem dómaframkvæmd Evrópudómstólsins felur í sér að virkni tilgreindra ákvæða skuli vera slík að líta beri fram hjá þessum meginreglum. Ekki verður ráðið að þessar sértæku reglur neytendaréttar hafi verið innleiddar í íslenska löggjöf með fullnægjandi hætti.

EES-samningur. Meginreglur EES-samningsins. Réttarfar. Res judicata. Málsforræðisregla.

THE IMPACT OF EEA LAW ON PROCEDURAL LAW
Ólafur Jóhannes Einarsson, Registrar of the EFTA Court, and Sindri M. Stephensen, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law

Abstract:

The EEA Agreement does not provide for harmonisation of procedural rules. Accordingly, the EFTA Court has, in line with the case-law of the European Court of Justice, recognised the procedural autonomy of the EFTA States. This autonomy is limited by the principles of effectiveness and equivalence. The latter provides that enforcement of EEA rights cannot be subject to less favourable rules than comparable rights under national law. According to the principle of effectiveness, claiming rights based on EEA law may not be made impossible or excessively difficult. The prohibition of discrimination has also played an important role in the context of the interplay between EEA law and national procedural law. The practice regarding incorporation of acts laying down procedural rules into the EEA Agreement has been inconsistent. The clearest example of such an act not being made part of the Agreement is Directive 2004/48/EC on enforcement of intellectual property rights. Recently, the development seems to have been to incorporate acts of that nature as evidenced by Directive 2016/943/EU on trade secrets, which shares many features with Directive 2004/48. Generally, the EEA Agreement has a limited impact on the principles of res judicata and party autonomy. Consumer law provides for an important exception thereto. Under the case-law of the Court of Justice, ensuring the effectiveness of consumer rights may lead to these principles of national procedural law being disregarded. To ensure the correct application of these provisions of EEA law in Icelandic law, special rules might be needed.

EEA Agreement. General principles of EEA law. Procedural law. Res judicata. Party autonomy.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.1.4

UPPGJÖR BRUNABÓTA: NÝLEGIR DÓMAR LANDSRÉTTAR OG HÆSTARÉTTAR
Styrmir Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen, lögmenn á Landslögum lögfræðistofu

Útdráttur:
Lög um brunatryggingar nr. 48/1994 leggja skyldu á alla fasteignareigendur að brunatryggja húseignir sínar. Þegar af þeirri ástæðu snerta lögin og inntak þeirra alla húseigendur beint. Um inntak laganna hefur lítið verið ritað ásamt því að fáa dóma er að finna í dómasafni Hæstaréttar þar sem reynir á lögin. Hlutverk brunatryggingar er að bæta tjón sem verður á húseign af völdum eldsvoða. Í kjölfar bruna og við uppgjör brunabóta er nauðsynlegt að afla staðfestingar HMS um hvert brunabótamat hinnar skemmdu eignar sé á tjónsdegi. Fjárhæð brunabóta, sem greiddar eru eftir framvindu endurbóta/endurbyggingar fasteignarinnar, kann að breytast frá næstliðnum áramótum til tjónsdags, en birt brunabótamat miðast við næstliðin áramót. Hluti brunabótamats fasteignar tekur til kostnaðar af völdum hreinsunar og ruðnings brunarústa. Í nýgengnum dómi Landsréttar, L 12. nóvember 2021 (384/2020), var því slegið föstu að vátryggingartaka er heimilt að hreinsa tjónavettvang gegn greiðslu vátryggingarbóta bótaskylds vátryggingafélags, jafnvel þótt reikningar vegna kostnaðarins liggi ekki fyrir. Staðfesting á förgun brunarústanna nægði. Unnt er, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna, að fá undanþágu frá byggingarskyldu gegn greiðslu brunabóta, að frádregnum 15% bótafjárhæðarinnar nema ef endurbygging sé ekki heimil af skipulagsástæðum eða öðrum ástæðum sem tjónþola er ekki sjálfrátt um. Kjósi tjónþoli að endurreisa fasteign sína gera lögin ekki ráð fyrir því að hið nýja mannvirki sé eins og það sem áður stóð. Loks er til þess að líta að skv. nýgengnum dómi Hæstaréttar veittu skilmálar vátryggingarfélags félaginu ekki heimild að halda eftir þeim hluta brunabóta sem jafngilda hlutfalls virðisaukaskatts.

Vátryggingaréttur. Brunatrygging. Brunabætur. Brunatjón. Uppgjör.

COMPENSATION DUE TO FIRE DAMAGE: RECENT RULINGS BY THE SUPREME COURT AND THE COURT OF APPEALS
Styrmir Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen, attorneys at Landslög law firm

Abstract:
Act on fire insurance no. 48/1994 obliges all property owners to insure their property against fire. Therefore, the act concerns all property owners directly. Little has been written about the act and only a handful of Supreme Court rulings can be found where the act is tested. When settling compensations in relation to fire damage, it is necessary to obtain confirmation from the HMS about property´s fire insurance value on the day of the fire. The property´s fire insurance value includes the cost of cleaning and clearing fire debris. The Appeal Court recently stated in that the policyholder is permitted to clean up the scene and claim the liable insurance company for a payment, even if receipts for the cost are not available. A confirmation of the disposal of the fire debris is sufficient to claim compensations from the insurer. Another important element in the act is that when certain conditions are met, the property owner is allowed to not rebuild his property. In that case, the compensations due to the fire are lowered by 15%, unless reconstruction is not permitted due to structural decision or other reason that is beyond the control of the property owner. If the property owner chooses to rebuild his property, the act does not require him to build the same house as was damaged by the fire. Finally, according to a recent Supreme Court ruling the liable insurance company was not authorized to withhold fire compensations equivalent to the percentage of VAT.

Insurance law. Fire insurance. Compensations due to fire. Fire damage. Settlement.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.1.5


Hafa samband