RITSTJÓRNARPISTILL: RÉTTARSTAÐA TRANS FÓLKS Á ÍSLANDI Valgerður Sólnes, ritstjóri EDITORIAL: THE LEGAL STATUS OF TRANS PEOPLE IN ICELAND Valgerður Sólnes, editor DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.2.1 DREIFÐIR FJÁRMAGNSMARKAÐIR Á BÁLKAKEÐJUM: FJÁRFESTAVERND Í VIÐSKIPTUM MEÐ SÝNDAREIGNIR OG SNJALLSAMNINGA Á STAFRÆNUM VIÐSKIPTAVETTVÖNGUM Þorvarður A. Ágústsson, lögmaður á Deloitte Legal og stjórnarmaður í Rafmyntaráði Íslands Útdráttur: Í greininni er farið yfir viðskiptahætti á dreifðum fjármagnsmörkuðum með svokallaðar sýndareignir á bálkakeðjum og hvaða reglur gildi um slíkar fjárfestingar samkvæmt íslenskum rétti. Hugtökin sýndareign, rafmyntir og tókar eru skilgreind og leitast er við að útskýra hvernig hefðbundnum lagaákvæðum og meginreglum laga verði beitt í viðskiptum sem eiga sér stað í gegnum snjallsamninga. Höfundur útskýrir hvaða meginreglur kunni að tryggja vissa fjárfestavernd þegar lögfestum reglum sleppir og undir hvaða kringumstæðum sýndareignir kunni að vera skilgreindar sem fjármálagerningar og falla undir samevrópskt regluverk um fjármálamarkaði, þ. á m. lög nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga. Stiklað er á stóru yfir þær undanþágur sem veittar hafa verið frá gildandi fjármálaregluverki í Evrópu samkvæmt DLT reglugerðinni og hvers lags breytinga megi vænta við gildistöku MiCA reglugerðarinnar sem búist er við að verði innleidd hér á landi í kjölfarið. Fjártækni. Verðbréfamarkaðsréttur. Fjárfestavernd. DLT. Snjallsamningar. Rafmyntir. Fjármagnsmarkaðir.
DECENTRALIZED CAPITAL MARKETS ON BLOCKCHAIN: INVESTOR PROTECTION IN CRYPTO-ASSETS AND SMART CONTRACT TRANSACTIONS ON DIGITAL TRADING PLATFORMS Þorvarður A. Ágústsson, attorney at law at Deloitte Legal and a board member of the Icelandic Blockchain Foundation Abstract: This paper provides a comprehensive overview of the rules governing investment in crypto assets, through various exchanges, under Icelandic law. The objective is to provide insight into how general principles of law can be applied to transactions performed through the use of smart contracts and how investor protection can be enforced on decentralized capital markets that are emerging through the use of blockchain technology. This paper further explains the criteria and the circumstances under which a crypto asset may be considered a financial instrument under Act no. 115/2021 on Markets in Financial Instruments and thus subject to the European regulatory regime for financial markets. The paper further outlines exemptions from such financial regulations provided under the DLT regulation and how the MiCA regulation will increase investor protection and aim to preserve the integrity of the market. Fintech. Finance Law. Investor Protection. DLT. Smart Contracts. Cryptocurrency. Capital Markets. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.2.2 REGLUR UM HAGSMUNAÁREKSTRA OG SKIPULAGSKRÖFUR Aðalsteinn E. Jónasson, landsréttardómari, og dr. Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík Útdráttur: Markmiðið með þessari grein er að fjalla um þær kröfur sem lög um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID-lögin) gera til verðbréfafyrirtækja um hagsmunaárekstra. Lögin, sem tóku gildi 1. september 2021, innleiddu í íslenskan rétt svokallað MiFID II/MiFIR-regluverk, en það er í formi tveggja rammagerða frá 2014, annars vegar tilskipunar um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID II) og hins vegar reglugerðar um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFIR). Gerð er grein fyrir þeim dómi Hæstaréttar þar sem reynt hefur á eldri reglur um sama efni en dómurinn hefur enn fordæmisgildi þar sem kjarni reglnanna breyttist ekki við gildistöku laganna. Jafnframt er vikið að stjórnsýslumálum þar sem reynt hefur á reglurnar hjá Fjármálaeftirliti Seðlabankans (Fjármálaeftirlitið). Verðbréfamarkaðsréttur. Fjárfestavernd.
RULES ON CONFLICTS OF INTEREST AND ORGANISATIONAL REQUIREMENTS Aðalsteinn E. Jónasson, judge at the Landsréttur Court of Appelas, and dr. Andri Fannar Bergþórsson, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law Abstract: The aim of this article is to discuss the requirements in Act No. 115/2021 on Markets for Financial Instruments (MiFID-Act) on conflicts of interest in investment firms. The Act entered into force 1 September 2021, but the Act introduced two EEA acts, a directive (MiFID II) and a regulation (MiFIR). In the article a judgment from the Supreme Court of Iceland is discussed, along with couple of cases from the Central Bank of Iceland. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.2.3 SÉRATKVÆÐI DÓMARA Eiríkur Elís Þorláksson, dósent og forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík Útdráttur: Í fjölskipuðum dómi má gera ráð fyrir því að dómarar séu ekki alltaf á einu máli um niðurstöðu eða rökstuðning fyrir henni. Í íslenskri réttarfarslöggjöf er almennt gert ráð fyrir því að þegar dómari er ósammála niðurstöðu þá skili hann sératkvæði. Hjá almennum dómstólum og sérdómstólum hér á landi eru dómstólar að jafnaði fjölskipaðir með þeirri undantekningu að héraðsdómstólar eru að meginstefnu til skipaðir einum dómara. Í greininni er fjallað um sératkvæði í íslenskri löggjöf og réttarframkvæmd. Frá stofnun Hæstaréttar hefur verið gengið út frá því að dómandi sem er í minnihluta skili sératkvæði. Sératkvæði er í greininni skilgreint þannig að það sé útlistun dómara í tilgreindu dómsmáli á því hvað dómarinn telji vera lögfræðilega réttar forsendur og niðurstöður dómsmálsins, í ljósi atriða sem dómarinn er ekki sammála í forsendum og eftir atvikum niðurstöðum meirihluta dómenda sem rita dómsatkvæðið. Sett er fram lýsing á helstu afbrigðum sératkvæða en þau geta falið í sér að dómari sé ósammála meirihluta dómenda, ósammála meirihluta dómenda að hluta eða sammála meirihluta dómenda. Þá er vikið að sérálitum, sem eru nokkurs konar afbrigði af sératkvæðum, og fela í sér yfirlýsingu dómara í dómi um forsendur eða niðurstöðu meirihluta dómenda sem hann er ósammála. Í greininni er farið yfir framkvæmdina á því þegar sératkvæði er skilað. Enn fremur er fjallað um áhrif sératkvæða á fordæmi og því velt upp hvort dómara sem er ósammála meirihluta dómara sé skylt að skila sératkvæði. Þá er fjallað um rökin með og á móti því að heimila einstökum dómurum að skila sératkvæðum. Réttarfar. Sératkvæði. Sérálit. Fordæmi.
SEPARATE OPINIONS Eiríkur Elís Þorláksson, associate professor and dean at the Reykjavík University Faculty of Law, and Sindri M. Stephensen, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law Abstract: In a multi-member court, judges do not always agree about the outcome or reasoning for a judgment. According to Icelandic Law, a judge shall generally submit a separate opinion when he disagrees with the outcome of the majority. Iceland's general and special courts are multi-member, except that the District Courts are usually composed of one judge when hearing a case. This article analyzes separate opinions in Icelandic law and legal practice. Since the establishment of the Supreme Court, judges in the minority have submitted separate opinions. A separate opinion is defined as the judge's description of what they consider to be the legally correct reasoning and outcome of the case, in light of what the judge does not agree with in the reasoning and outcome of the majority of judges who write the court's judgment. The main types of separate opinions are described, which include a judge disagreeing with the majority in full (dissenting opinion), disagreeing with part of the majority, or agreeing with the majority (concurring opinion). Attention is also given to particular kind of separate opinions, which are statements in the judgment. The article also describes how separate opinions come about, the effects that separate opinions have on the precedential value of the majority judgment, and whether a judge who disagrees with the majority must submit a separate opinion. Procedural Law. Dissenting opinions. Precedent. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.2.4
RITSTJÓRNARPISTILL: FRÉTTIR AF LANDSRÉTTI OG NÝJA HÆSTARÉTTI Valgerður Sólnes, ritstjóri
EDITORIAL: NEWS OF THE COURT OF APPEALS AND THE SUPREME COURT Valgerður Sólnes, editor DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.1.1 INNGANGUR AÐ VINNUVERNDARRÉTTI Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu: Útdráttur: Umfang réttareglna á sviði vinnuverndar hefur farið vaxandi og eru reglurnar að verða æ flóknari. Einnig hefur þróunin verið sú að settar hafa verið æ sértækari réttarreglur á sviðið vinnuverndar, allt frá reglugerð um sálfélagslega áhættuþætti til reglugerðar um áhættu af völdum rafsegulsviðs. Í grein þessari hafa réttarreglur á sviði vinnuverndar verið rannsakaðar og afmarkaðar með fræðilegum hætti til að auka skilning á þeim og auðvelda þeim aðilum sem beita þeim að gera það með skilvirkum hætti og þar með auka vinnuvernd. Rannsóknin hefur leitt það í ljós að réttarreglur á sviði vinnuverndar á Íslandi eiga flestar rætur að rekja til rammatilskipunar ESB um vinnuvernd, alþjóðasamþykkta ILO og til norrænnar löggjafar á þessu sviði. Hefur verið sýnt fram á það að réttarreglur á sviði vinnuverndar afmarkast ekki eingöngu við vinnuverndarlögin heldur varða þau mörg önnur sett lög, kjarasamninga og fordæmi. Einnig er það niðurstaða rannsóknarinnar að réttareglur á sviði vinnuverndar, a.m.k. í þrengri merkingu, teljast til mannréttinda og byggja þær á sameiginlegum meginreglum. Vinnuverndarréttur. EES-réttur. Vinnuréttur Evrópusambandsins. Alþjóðlegur vinnuréttur. Mannréttindi. Vinnuslys. Atvinnusjúkdómur.
INTRODUCTION TO OCCUPATIONAL SAFETY AND HEALTH LAW Björn Þór Rögnvaldsson, lawyer at the Icelandic Administration of Occupational Safety and Health:
Abstract: The scope and quantity of legal standards in the field of occupational safety and health has been growing and the rules are becoming more complex. The trend has also been that more specific legal rules have been introduced in the field of occupational safety and health, from regulations on psychosocial risk factors to regulations on risks caused by electromagnetic fields. In this article, legal rules in the field of occupational safety and health have been researched and a theoretical foundation presented to facilitate their understanding and make it easier for those who apply them to do so efficiently and thereby increase occupational safety and health. The research has shown that the legal rules in the field of occupational safety and health in Iceland are mostly rooted in the EU Framework Directive on Safety and Health at Work, ILO Conventions and Nordic legislation in this area. It has also been shown that legal rules regarding occupational safety and health are not limited to the Occupational Safety and Health Act but also include other laws, collective agreements, and judicial precedents. The research also concludes that legal rules regarding occupational safety and health, at least in the narrower sense, are considered human rights and are based on mutual principles. Occupational safety and health law. EEA law. EU labour law. International labour law. Human rights. Occupational accidents. Occupational disease. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.1.2 HLUTVERK ALÞINGIS Í RÉTTARFARI RÁÐHERRAÁBYRGÐARMÁLA Haukur Logi Karlsson, rannsóknasérfræðingur við Háskóla Íslands
Ágrip: Í þessari grein er hlutverk Alþingis í réttarfari ráðherraábyrgðarmála skoðað með hliðsjón af sögulegum rökum fyrir slíku fyrirkomulagi og þeirri reynslu sem fékkst í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra. Dregin eru fram þrjú umkvörtunarefni varðandi hlutverk Alþingis og þau greind á grunni kenninga um æskilega uppbyggingu samfélagsstofnana sem hafa úrskurði með höndum. Í ljós kemur að réttarfarslega umgjörðin, sem að stofninum til er frá árinu 1963, hefur á sér nokkra vankanta. Þessir vankantar gera það að verkum að auknar líkur eru á að Alþingi nálgist hlutverk sitt í ráðherraábyrgðarmálum út frá pólitískum fremur en lögfræðilegum sjónarmiðum. Núverandi fyrirkomulag tryggir ágætlega að saklausir ráðherrar verði ekki dæmdir að ósekju, en það tryggir illa að brotlegir ráðherrar verði sóttir til saka. Ráðherrar búa þannig við annan veruleika í réttarfari en aðrir, sem þurfa að meginreglu að svara til saka fyrir lögbrot í starfi. Lagðar erum til leiðir til þess að lagfæra réttarfarið innan þess ramma sem núverandi stjórnarskrárákvæði bjóða upp á. Ráðherraábyrgð. Landsdómur. Stjórnskipunarréttur. Réttarfar.
THE ICELANDIC PARLIAMENT’S PROCEDURAL ROLE IN MINISTERIAL IMPEACHMENT Haukur Logi Karlsson, research specialist at the University of Iceland
Abstract: In this article the procedural role of the Icelandic Parliament in ministerial impeachment cases is analysed in view of the historical lineage of the current system and the experience of the first such case against the former prime minister Geir H. Haarde. The focus of analysis is on three complaints about the current procedural role of the Icelandic Parliament, and these assessed based on theories of social institutions that are tasked with making adjudicative decisions. It is revealed that the procedural regime, originating in its current form from 1963, has several flaws. These flaws increase the probability that the Parliament will approach its procedural task in ministerial impeachment cases based on a political decisional modality, instead of a legalistic decisional modality. The current regime effectively offsets the risk of false convictions but is ineffective in avoiding impunity for culpable actions of ministers. Ministers thus face a different procedural reality than the public in Iceland, who must as a rule bear criminal responsibility for culpable employment behaviour. Ministerial accountability. Court of Impeachment. Constitutional law. Procedural law. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.1.3
ÁHRIF EES-RÉTTAR Á RÉTTARFAR Ólafur Jóhannes Einarsson, dómritari EFTA-dómstólsins, og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Útdráttur: EES-samningurinn kveður ekki á um samræmingu reglna á sviði réttarfars. Í samræmi við það hefur EFTA-dómstóllinn, líkt og Evrópudómstóllinn, byggt á því að EES-ríkin njóti sjálfræðis við mótun réttarfarsreglna. Því sjálfræði eru hins vegar takmörk sett samkvæmt meginreglunum um skilvirkni og jafngildi. Af hinni síðarnefndu leiðir að reglur um framfylgni EES-réttar mega ekki vera meira íþyngjandi en þær er gilda um sambærileg réttindi að landslögum. Samkvæmt reglunni um skilvirkni má það ekki vera ómögulegt eða óhæfilega erfitt að sækja réttindi þau er eiga rætur sínar að rekja til EES-samningsins. Meginreglan um bann við mismunun hefur einnig áhrif í fyrirliggjandi samhengi þar sem réttarfarsreglur, óháð sakarefni fyrirliggjandi máls, mega ekki vera meira íþyngjandi fyrir aðra ríkisborgara EES-ríkis en ríkisborgara viðkomandi lands. Framkvæmd að því er varðar upptöku gerða í EES-samninginn sem hafa að geyma réttarfarsreglur hefur verið nokkuð misvísandi. Skýrasta dæmið um að gerð af því tagi hafi ekki verið felld inn í samninginn er tilskipun 2004/48 EB um málsmeðferð í hugverkaréttindamálum. Á síðustu árum hefur þróunin þó fremur verið í þá átt að taka upp slíkar gerðir, sbr. t.d. tilskipun 2016/943/ESB um viðskiptaleyndarmál sem að mörgu leyti svipar til fyrrnefndrar tilskipunar 2004/48. Almennt hefur EES-samningurinn takmörkuð áhrif á meginreglur réttarfars um res judicata, málsforræði aðila og útilokun. Undantekningu frá þessu er að finna á sviði neytendaréttar þar sem dómaframkvæmd Evrópudómstólsins felur í sér að virkni tilgreindra ákvæða skuli vera slík að líta beri fram hjá þessum meginreglum. Ekki verður ráðið að þessar sértæku reglur neytendaréttar hafi verið innleiddar í íslenska löggjöf með fullnægjandi hætti. EES-samningur. Meginreglur EES-samningsins. Réttarfar. Res judicata. Málsforræðisregla.
THE IMPACT OF EEA LAW ON PROCEDURAL LAW Ólafur Jóhannes Einarsson, Registrar of the EFTA Court, and Sindri M. Stephensen, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law Abstract: The EEA Agreement does not provide for harmonisation of procedural rules. Accordingly, the EFTA Court has, in line with the case-law of the European Court of Justice, recognised the procedural autonomy of the EFTA States. This autonomy is limited by the principles of effectiveness and equivalence. The latter provides that enforcement of EEA rights cannot be subject to less favourable rules than comparable rights under national law. According to the principle of effectiveness, claiming rights based on EEA law may not be made impossible or excessively difficult. The prohibition of discrimination has also played an important role in the context of the interplay between EEA law and national procedural law. The practice regarding incorporation of acts laying down procedural rules into the EEA Agreement has been inconsistent. The clearest example of such an act not being made part of the Agreement is Directive 2004/48/EC on enforcement of intellectual property rights. Recently, the development seems to have been to incorporate acts of that nature as evidenced by Directive 2016/943/EU on trade secrets, which shares many features with Directive 2004/48. Generally, the EEA Agreement has a limited impact on the principles of res judicata and party autonomy. Consumer law provides for an important exception thereto. Under the case-law of the Court of Justice, ensuring the effectiveness of consumer rights may lead to these principles of national procedural law being disregarded. To ensure the correct application of these provisions of EEA law in Icelandic law, special rules might be needed. EEA Agreement. General principles of EEA law. Procedural law. Res judicata. Party autonomy. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.73.1.4
UPPGJÖR BRUNABÓTA: NÝLEGIR DÓMAR LANDSRÉTTAR OG HÆSTARÉTTAR Styrmir Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen, lögmenn á Landslögum lögfræðistofu
Útdráttur: Lög um brunatryggingar nr. 48/1994 leggja skyldu á alla fasteignareigendur að brunatryggja húseignir sínar. Þegar af þeirri ástæðu snerta lögin og inntak þeirra alla húseigendur beint. Um inntak laganna hefur lítið verið ritað ásamt því að fáa dóma er að finna í dómasafni Hæstaréttar þar sem reynir á lögin. Hlutverk brunatryggingar er að bæta tjón sem verður á húseign af völdum eldsvoða. Í kjölfar bruna og við uppgjör brunabóta er nauðsynlegt að afla staðfestingar HMS um hvert brunabótamat hinnar skemmdu eignar sé á tjónsdegi. Fjárhæð brunabóta, sem greiddar eru eftir framvindu endurbóta/endurbyggingar fasteignarinnar, kann að breytast frá næstliðnum áramótum til tjónsdags, en birt brunabótamat miðast við næstliðin áramót. Hluti brunabótamats fasteignar tekur til kostnaðar af völdum hreinsunar og ruðnings brunarústa. Í nýgengnum dómi Landsréttar, L 12. nóvember 2021 (384/2020), var því slegið föstu að vátryggingartaka er heimilt að hreinsa tjónavettvang gegn greiðslu vátryggingarbóta bótaskylds vátryggingafélags, jafnvel þótt reikningar vegna kostnaðarins liggi ekki fyrir. Staðfesting á förgun brunarústanna nægði. Unnt er, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna, að fá undanþágu frá byggingarskyldu gegn greiðslu brunabóta, að frádregnum 15% bótafjárhæðarinnar nema ef endurbygging sé ekki heimil af skipulagsástæðum eða öðrum ástæðum sem tjónþola er ekki sjálfrátt um. Kjósi tjónþoli að endurreisa fasteign sína gera lögin ekki ráð fyrir því að hið nýja mannvirki sé eins og það sem áður stóð. Loks er til þess að líta að skv. nýgengnum dómi Hæstaréttar veittu skilmálar vátryggingarfélags félaginu ekki heimild að halda eftir þeim hluta brunabóta sem jafngilda hlutfalls virðisaukaskatts.
Vátryggingaréttur. Brunatrygging. Brunabætur. Brunatjón. Uppgjör.
COMPENSATION DUE TO FIRE DAMAGE: RECENT RULINGS BY THE SUPREME COURT AND THE COURT OF APPEALS Styrmir Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen, attorneys at Landslög law firm
Abstract: Act on fire insurance no. 48/1994 obliges all property owners to insure their property against fire. Therefore, the act concerns all property owners directly. Little has been written about the act and only a handful of Supreme Court rulings can be found where the act is tested. When settling compensations in relation to fire damage, it is necessary to obtain confirmation from the HMS about property´s fire insurance value on the day of the fire. The property´s fire insurance value includes the cost of cleaning and clearing fire debris. The Appeal Court recently stated in that the policyholder is permitted to clean up the scene and claim the liable insurance company for a payment, even if receipts for the cost are not available. A confirmation of the disposal of the fire debris is sufficient to claim compensations from the insurer. Another important element in the act is that when certain conditions are met, the property owner is allowed to not rebuild his property. In that case, the compensations due to the fire are lowered by 15%, unless reconstruction is not permitted due to structural decision or other reason that is beyond the control of the property owner. If the property owner chooses to rebuild his property, the act does not require him to build the same house as was damaged by the fire. Finally, according to a recent Supreme Court ruling the liable insurance company was not authorized to withhold fire compensations equivalent to the percentage of VAT.
Insurance law. Fire insurance. Compensations due to fire. Fire damage. Settlement. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.74.1.5
RITSTJÓRNARPISTILL: NÝTT RIT UM EFNISREGLUR STJÓRNSÝSLURÉTTAR OG SALA SVEITARFÉLAGA Á BYGGINGARLÓÐUM SÍNUM Valgerður Sólnes, ritstjóri EDITORIAL: NEW TEXTBOOK ON THE SUBSTANTIVE PRINCIPLES OF ADMINISTRATIVE LAW AND THE SALE OF BUILDING PLOTS ON BEHALF OF MUNICIPALITIES Valgerður Sólnes, editor DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.4.1 ALMENN SKILYRÐI FYRIR ENDURUPPTÖKU DÓMA OG ENDURUPPTAKA EINKAMÁLA Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Víðir Smári Petersen, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Útdráttur: Skilyrði fyrir endurupptöku einkamála eru þröng og frá því að Endurupptökudómur tók til starfa hefur einungis eitt einkamál fengist endurupptekið. Regluverk endurupptöku varðandi einkamál hefur breyst á þeim rúmlega hundrað árum sem eru frá því að Hæstiréttur tók til starfa og hafa skilyrðin verið rýmkuð nokkuð. Burðug rök búa hins vegar að baki því að endurupptökuheimildir vegna einkamála sæti þröngri lögskýringu, svo sem res judicata áhrif dóma, málsforræðisreglan og útilokunarreglan, svo og sjónarmið um hagsmuni gagnaðila einkamáls. Í greininni er leitast við að afmarka skilyrði fyrir endurupptöku einkamála eins og þau birtast í úrskurðaframkvæmd Endurupptökudóms. Jafnframt er gerð grein fyrir þeim almennu réttarfarsskilyrðum sem gilda um endurupptöku mála. Almennt er samræmi í úrlausnum Endurupptökudóms um beitingu skilyrða fyrir endurupptöku einkamála en nokkrum þýðingarmiklum spurningum um beitingu þeirra er enn ósvarað. Þá eru nokkrir ágallar á almennum skilyrðum fyrir endurupptöku mála sem lúta að því að dómsúrlausn sem ber heitið úrskurður fellur utan heimilda til endurupptöku, en engin rök eru fyrir þeirri tilhögun þegar leyst er með efnislegum og bindandi hætti úr ágreiningi með slíkri úrlausn. Þá er nauðsynlegt að tekið verði til skoðunar á vettvangi löggjafans hvort heppilegt sé að einkaréttarkröfur og kröfur allsherjarréttar eðlis sæti sjálfkrafa endurupptöku þegar fallist er á endurupptöku sakamálsins, eða hvort eðlilegt sé að meira þurfi til að koma. Einkamálaréttarfar. Endurupptaka. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Einkaréttarkröfur. Eignarréttur.
THE CONDITIONS FOR THE REOPENING OF COURT CASES AND THE REOPENING OF CIVIL CASES Sindri M. Stephensen, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law, and Víðir Smári Petersen, associate professor at the University of Iceland Faculty of Law Abstract: The conditions for reopening civil cases are narrow and to this day only one civil case has been reopened since the Reopening Court was established, on December 1st, 2020. The legal framework of reopening cases has changed in the centennial history of the Icelandic Supreme Court, and the conditions have been somewhat relaxed. However, there are important reasons for narrowly interpreting the conditions for the reopening of civil cases, such as the principle of res judicata, the principles of the Icelandic adversarial system, and the interests of the counterparty. In this article we focus on the Reopening Court’s case-law, and describe and analyze how the Court has interpreted the conditions for reopening civil cases. Generally, there is consistency in the case-law, but we point out some important questions that remain unanswered. Moreover, we identify gaps in the law, such as the fact that only “judgments” but not “decisions” can be reopened, even though the substantive question of a case can be decided by a decision. We also argue that the legislature must decide whether tort claims brought by victims in criminal cases, which are generally regarded as claims of a civil nature, should be reopened automatically when the underlying criminal case is reopened, or whether specific conditions should apply to the victims’ tort claims. Civil Procedure. Reopening of court cases. The European Convention on Human Rights. Victims´ tort claims. Property rights. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.4.2 SKILYRÐI FYRIR ENDURUPPTÖKU DÓMA Í SAKAMÁLUM OG VALDMÖRK ENDURUPPTÖKUDÓMS Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Víðir Smári Petersen, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Útdráttur: Skilyrði fyrir endurupptöku sakamála hafa breyst á þeim hundrað árum sem liðin eru frá stofnun Hæstaréttar Íslands og hafa þau víkkað þónokkuð. Sterk rök búa að baki endurupptökuheimildum í tilviki sakamála, svo sem sannleiksreglan svo og reglan um að saklaus maður skuli ekki sæta refsingu. Í greininni er leitast við að afmarka skilyrði fyrir endurupptöku sakamála í ljósi úrskurðaframkvæmdar Endurupptökudóms. Af henni má ráða að áhrif dóma Mannréttindadómstóls Evrópu eru mikil og hafa flestar endurupptökur sakamála haft skírskotun til réttarframkvæmdar þess dómstóls. Virðist enda styrk stoð fyrir því í lögum nr. 47/2020, sem breyttu endurupptökuheimildum í sakmálum, að slíkar úrlausnir skuli hafa töluvert vægi. Nokkrum spurningum er þó ósvarað um þýðingu slíkra úrlausna, svo sem hve langt aftur í tímann þær geti verkað svo og hvort dómaframkvæmd alþjóðlegra dómstóla skuli ávallt lögð til grundvallar við túlkun íslenskra laga, jafnvel þegar hún hefur verið misvísandi. Þá er óljóst hvaða vægi úrlausnir íslenskra dómstóla hafa við mat á skilyrðum endurupptöku og virðist sjónarmiðum af þeim toga hafa verið lítill gaumur gefinn við setningu laga nr. 47/2020. Sakamálaréttarfar. Endurupptaka. Mannréttindadómstóll Evrópu.
CONDITIONS FOR THE REOPENING OF CRIMINAL CASES AND THE LIMITS OF AUTHORITY OF THE REOPENING COURT Sindri M. Stephensen, associate professor at the Reykjavík University Faculty of Law, and Víðir Smári Petersen, associate professor at the University of Iceland Faculty of Law Abstract: Conditions for the reopening of criminal cases have been amended and expanded since the establishment of the Supreme Court of Iceland, over one hundred years ago. There are strong reasons for allowing the reopening of criminal cases, such as the theory of truth finding and nulla poena sine culpa. This article attempts to describe and analyze the case-law of the Reopening Court to determine how the court has interpreted the conditions for the reopening of criminal cases. It is clear from the case law that judgments of the European Court of Human Rights (ECtHR) have had a significant impact and that most cases have been reopened due to the judgments of the ECtHR. This is understandable, because one of the purposes of Act No. 47/2020, which amended the conditions for reopening of cases, was to give substantial weight to judgments of international courts, such as the ECtHR. However, some questions remain unanswered about what weight should be given to judgments of international courts, such as how retroactively they shall be applied, and whether incompatible rulings of international courts can be used as the basis for interpreting Icelandic law. Surprisingly, it is also unclear what weight should be given to judgments of Icelandic courts in determining the conditions for reopening criminal cases. These questions were not considered when Act No. 47/2020 was drafted. Criminal Procedure. Reopening of Court Cases. The European Court of Human Rights. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.4.3
RITSTJÓRNARPISTILL: RANNSÓKNARSKYLDA DÓMARA SAMKVÆMT LÖGRÆÐISLÖGUM NR. 71/1997 Valgerður Sólnes, ritstjóri EDITORIAL: THE INVESTIGATIVE DUTIES OF JUDGES PURSUANT TO ACT NO. 71/1997 ON LEGAL COMPETENCE Valgerður Sólnes, editor DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.3.1 ÚTIVISTARDÓMAR SAMKVÆMT 161. GR. LAGA NR. 88/2008 UM MEÐFERÐ SAKAMÁLA Í LJÓSI RÉTTINDA SAKAÐRA MANNA Margrét Helga Kr Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá dómstólasýslunni, og Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Landsrétt og Endurupptökudóm og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands: Útdráttur: Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið rétt sakbornings til að koma fyrir dóm í eigin persónu grundvallarþátt í réttindum sakaðra manna samkvæmt 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Telur dómurinn það „gróft“ brot á sáttmálanum ef sakborningi, sem ekki verður talinn hafa afsalað sér rétti til að vera viðstaddur réttarhöld yfir sér, er synjað um endurupptöku útivistarmáls. Í þessari grein eru lagaákvæði og réttarframkvæmd tengd útivistardómum samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála tekin til umfjöllunar og borin saman við réttarframkvæmd Mannréttindadómstólsins á þessu sviði. Fjallað er um ákveðna ágalla á ákvæðum laga nr. 88/2008 og bent á þörf á úrbótum. Stjórnarskrá. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Réttlát málsmeðferð. Útivist. Endurupptaka.
CONVICTION IN ABSENTIA UNDER ARTICLE 161 OF THE CODE ON CRIMINAL PROCEDURE NO. 88/2008 IN LIGHT OF THE RIGHTS OF PERSONS CHARGED WITH A CRIMINAL OFFENCE Margrét Helga Kr Stefánsdóttir, project manager at the Judicial Administration, and Oddný Mjöll Arnardóttir, judge at the Court of Appeals, Court of Resumption and research professor at the University of Iceland Faculty of Law: Abstract: The European Court of Human Rights has considered the right of persons charged with a criminal offence to be present at the trial to be one of the essential requirements of Article 6 of the European Convention on Human Rights. The refusal to reopen proceedings conducted in the accused’s absence, without any indication that the right to be present during the trial has been waived, has been found by the Court to be a “flagrant denial of justice”. This article discusses Icelandic legislation and practice related to convictions in absentia and compares it with the jurisprudence of the European Court of Human Rights. It points out certain problems related to the relevant provisions of Act No. 88/2008 on Criminal Procedure and identifies the need for reform. Icelandic Constitution. European Convention of Human Rights. Right to a fair trial. Conviction in absentia. Reopening of criminal proceedings. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.3.2 EIGNARRÉTTUR AÐ AUÐLINDUM Í JÖRÐU — NÝ ÁLITAEFNI OG ÁSKORANIR Víðir Smári Petersen, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands: Útdráttur: Í þessari grein er varpað ljósi á ný álitaefni um eignarrétt að auðlindum í jörðu. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: (1) Gildir enn hin óskráða meginregla um eignarrétt landeiganda að auðlindum í jörðu (svokölluð hagnýtingarregla), þrátt fyrir gildistöku 3. gr. auðlindalaga? (2) Hvernig ber að ákvarða inntak eignarréttar að auðlindum í jörðu? Á landeigandi eignarrétt á eins miklu dýpi og fjárhagur hans leyfir (einstaklingsbundinn mælikvarði), eða á rétturinn að ná niður á dýpi sem heyrir til venjulegrar hagnýtingar hins almenna landeiganda (almennur mælikvarði)? (3) Hver fer með eignarrétt að auðlindum í jörðu þegar eignarrétti landeiganda sleppir? Eru þær auðlindir eigendalausar, eða í eigu ríkisins? Kynni stjórnarskrárákvæði um þjóðareign að leysa úr óvissu um þetta atriði? (4) Getur löggjafinn tekið ákvörðun um það nú að lögfesta afdráttarlausa lagareglu um eignarrétt að auðlindum í jörðu, t.d. að eignarrétturinn nái að 500 metra dýpi, án þess að skapa sér bótaskyldu gagnvart landeigendum? Eignarréttur. Auðlindir. Jarðhiti. Auðlindaréttur. Þjóðareign.
OWNERSHIP OF GROUND RESOURCES — NEW ISSUES AND CHALLENGES Víðir Smári Petersen, associate professor at the University of Iceland Faculty of Law: Abstract: In this paper I shed light on new issues regarding the landowner's private property rights of natural resources under Icelandic law. I will answer the following questions: (1) Does the unwritten principle of the landowner's property rights still apply, despite the entry into force of the Icelandic Natural Resources Act? (2) How should the landowner’s private property rights be determined? Does the landowner have property rights as deep as his financial means allow (an individualized rule), or should the right only extend to a depth that is ordinary for the general use of the land (a general rule)? (3) Who owns the resources at a depth beyond the landowner’s private property rights? Are those resources ownerless, or owned by the State? Could a constitutional provision on national ownership of unowned resources solve the uncertainty on this point? (4) Can the State pass legislation with a categorical rule on the private property rights of natural resources (for instance that such rights only extend to a depth of 500 meters), without paying compensation to landowners? Ownership. Natural resources. Geothermal. Natural resources law. State ownership. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.3.3 UM MÖRK STÓRFELLDRAR LÍKAMSÁRÁSAR OG TILRAUNAR TIL MANNDRÁPS Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands: Útdráttur: Í greininni er leitast við að gera grein fyrir mörkum stórfelldrar líkamsárásar samkvæmt 2. mgr. 218. gr. hgl. og tilraunar til manndráps samkvæmt 211. gr., sbr. 20. gr. sömu laga. Þannig er leitast við að draga fram tiltekin viðmið sem dómstólar líta til við mat á framangreindum mörkum. Í samræmi við efnislegt inntak viðfangsefnisins er farið ítarlega yfir þá réttarframkvæmd sem liggur fyrir um efnið. Fyrst er með almennum hætti vikið stuttlega að inntaki og þróun 20. gr., 211. gr. og 2. mgr. 218. gr. hgl. Þá er stuttlega gerð grein fyrir inntaki tjónsbrota. Loks er vikið að fyrrgreindum viðmiðum sem réttarframkvæmd ber með sér að komi til álita við mat á mörkum stórfelldrar líkamsárásar og tilraunar til manndráps. Þar er gerð grein fyrir mismunandi verknaðaraðferðum sem komið hafa til skoðunar dómstóla við framangreint mat og meðal annars fjallað um nýlegan dóm Hæstaréttar. Jafnframt eru afleiðingar verknaðar teknar til athugunar og loks gerð grein fyrir öðrum atriðum sem koma til álita við mat á huglægri afstöðu ákærða á verknaðarstundu. Að endingu eru helstu niðurstöður dregnar saman. Refsiréttur. Tilraun til manndráps. Stórfelld líkamsárás.
ON THE BOUNDARIES OF SERIOUS PHYSICAL ASSAULT AND ATTEMPTED MANSLAUGHTER Gunnar Atli Gunnarsson, law clerk at the Supreme Court of Iceland: Abstract: This paper provides a comprehensive overview on the boundaries of serious physical assault and attempted manslaughter. Accordingly, an effort is made to highlight certain criteria that the courts consider when assessing the above-mentioned boundaries. In accordance with the substantive content of the paper the courts judgments available on the content is reviewed in detail. First, in a general way, a brief reference is made to the content and development of Article 20, Article 211 and Article 218, paragraph 2, of the General Penal Code (Law No. 19/1940). Finally, reference is made to the aforementioned criteria that courts consider when assessing the boundaries of serious physical assault and attempted manslaughter. The paper describes the different methods of action that have been considered by the courts in the aforementioned assessment and discusses a recent judgment of the Supreme Court. Furthermore, the consequences of the act are taken into consideration and finally other points that come into consideration when assessing the subjective attitude of the accused at the time of the act are explained. Finally, the main results are summarized. Criminal law. Attempted manslaughter. Serious physical assault. DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.3.4 MÁLÞING UM KAUPRÉTTI OG KAUPAUKA STARFSMANNA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA Á LAGADEGI 23. SEPTEMBER 2022: RÆÐUR FRAMSÖGUMANNA
RITSTJÓRNARPISTILL: LAGAMÁL OG SKILGREININGARVANDRÆÐI Valgerður Sólnes, ritstjóri EDITORIAL: LEGAL LANGUAGE AND THE PROBLEM OF DEFINITION Valgerður Sólnes, editor
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.1
EINEÐLI LANDS- OG ÞJÓÐARÉTTAR Í DÓMUM HÆSTARÉTTAR TIL 1975 Bryndís Torfadóttir, lögfræðingur á Norðdahl, Narfi & Silva lögmannsstofu, og Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst: Útdráttur: Samspil lands- og þjóðaréttar er margþætt álitaefni. Snemma var gengið út frá því í íslenskum fræðiskrifum að kenningin um tvíeðli einkenndi íslenskan rétt. Sú umfjöllun var alfarið án tengingar við dóma Hæstaréttar fram á síðari hluta 20. aldar. Í grein þessari er rýnt í dóma Hæstaréttar um ólöglegar botnvörpuveiðar erlendra aðila sem féllu á tímabilinu 1920 til 1975 til að varpa ljósi á þau mál. Af þeirri athugun er dregin sú ályktun að skil hafi verið á milli dómaframkvæmdar og fræðiskrifa á tímabilinu sem um ræðir. Á sama tíma og því var lýst í fræðiskrifum að íslenskur réttur einkenndist af tvíeðliskenningunni birtust eineðlissjónarmið í 18 af þeim 20 hæstaréttardómum sem dómarannsókn þessi tekur til, en tvíeðlissjónarmið koma hvergi fyrir. Þjóðaréttur. Hafréttur. Stjórnskipunarréttur. Réttarsaga. Dómstólar. Lögsaga. MONISM IN ICELANDIC COURT JUDGMENTS UNTIL 1975 Bryndís Torfadóttir, lawyer at Norðdahl, Narfi & Silva law firm, and Bjarni Már Magnússon, professor at the Bifröst University Department of Law: Abstract: Since Icelandic legal scholars began to consider the connection between international and domestic law the assumption has been that the interconnection can be characterized by dualism rather than monism. This article examines the application of international law by the Supreme Court of Iceland in cases concerning legislation forbidding bottom trawling in the period 1920–1975 to discover whether the scholarly assumption is in line with the jurisprudence of the Court. It concludes that there was a divide between Icelandic legal scholarship in that period and the case law of the Supreme Court, where only monistic views can be detected in 18 judgements out of the twenty that are examined. International Law. Law of the sea. Constitutional law. Legal history. Courts. Jurisdiction.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.2
ÁHRIF ÚTILOKUNARREGLUNNAR Á MÁLSÁSTÆÐUR OG MÓTMÆLI VIÐ MEÐFERÐ EINKAMÁLA Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands: Útdráttur: Í greininni er leitast við að gera grein fyrir áhrifum útilokunarreglunnar á málsástæður og mótmæli við meðferð einkamála. Því til samræmis eru efnistök að mestu afmörkuð við ákvæði 5. mgr. 101. gr., 2. mgr. 163. gr. og 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en vikið að öðrum ákvæðum eftir því sem tilefni gefst til. Fyrst er með almennum hætti gerð grein fyrir útilokunarreglu einkamálaréttarfars og sjónum þar beint að tilurð og tilgangi reglunnar, auk þess sem varpað er ljósi á birtingarmyndir hennar í lögum um meðferð einkamála. Þá er fjallað um afmörkun málsástæðna og er þar annars vegar hugað að skilgreiningu hugtaksins málsástæður og hins vegar gerð skil mörkum milli málsástæðna annars vegar og lagaraka hins vegar. Því næst eru reglu 5. mgr. 101. gr. eml. gerð ítarleg skil. Í kjölfarið er að finna umfjöllun um nýjar málsástæður við meðferð mála á málskotsstigi. Að endingu eru helstu niðurstöður dregnar saman. Einkamálaréttarfar. Útilokunarreglan. Málsástæður. Lagarök. THE EFFECT OF THE EXCLUSIONARY RULE ON GROUNDS FOR ACTION AND OBJECTIONS IN CIVIL PROCEEDINGS Gunnar Atli Gunnarsson, law clerk at the Supreme Court of Iceland: Abstract: This paper provides a comprehensive overview of the effect of the exclusionary rule on grounds for action and objections in civil proceedings. Accordingly, the subject matter is for the most part limited to Article 101, paragraph 5, Article 163, paragraph 2, and Article 187, paragraph 2, of the the Act on Civil Procedure (Law No. 91/1991). The paper outlines the origin and purpose of the exclusionary rule. Furthermore, the boundaries of grounds for action is discussed, including the distinction between grounds for action on the one hand and legal arguments on the other. Next, the rule in Article 101, paragraph 5, is reviewed in detail. The paper, moreover, discusses when new grounds for action are put forward before the Appeal Court or the Supreme Court. Finally, the main results are summarized. Civil Procedure. The exclusionary rule. Grounds for action. Legal arguments.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.3
TAKMARKANIR ÍSLENSKRA LAGA Á FRJÁLSRI FÖR VERÐANDI FORELDRA Á EES–SVÆÐINU MEÐ TILLITI TIL ÚTREIKNINGS FÆÐINGARORLOFSGREIÐSLNA Védís Eva Guðmundsdóttir, lögmaður á Rétti— Aðalsteinsson & Partners: Útdráttur: Launþegar og verðandi foreldrar hafa rétt til að njóta hagsbóta almannatrygginga við flutning milli EES–ríkja samkvæmt meginreglum 29. gr. EES–samningsins um frjálsa för fólks og ákvæðum reglugerðar nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa. Í greininni er þeim meginreglum EES–réttar lýst að farandlaunþegar sem nýta sér rétt til frjálsrar farar innan EES skuli ekki sviptir þeim hagsbótum sem þeir hefðu notið ef þeir hefðu verið um kyrrt í einu EES–ríki. Nýlega kvað EFTA–dómstóllinn upp ráðgefandi álit í íslensku máli sem varðaði þetta atriði og sló því þar föstu að þessum rétti launþega væri ætlað að tryggja aðgang þeirra að almannatryggingakerfum innan EES sem og að sporna gegn því að fjárhæð almannatryggingabóta skerðist eingöngu vegna þess að þeir hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar við flutninga innan EES. Í áliti dómsins var skýrt að við útreikning á fæðingarorlofsgreiðslum gerðu ákvæði reglugerðarinnar enga kröfu um að litið væri til fjárhæðar teknanna sem aflað hefði verið í öðru EES–ríki. Hins vegar áréttaði dómstóllinn að það væri í ósamræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins sem leiði af EES–rétti að líta fram hjá þeirri staðreynd að viðkomandi launþegi hefði aflað tekna í öðru EES–ríki á viðmiðunartímabili íslenskra laga um fæðingar- og foreldraorlof. Þar af leiðandi yrði að tryggja að farandlaunþegi sem flyttist til Íslands eftir dvöl í öðru EES–ríki yrði við ákvörðun bótafjárhæðar ekki verr settur en einstaklingur í sömu stöðu, með sömu menntun og hæfni, sem starfaði aðeins á innlendum vinnumarkaði á viðmiðunartímabili laganna. Í grein þessari fer höfundur yfir íslenska dómsmálið og málatilbúnaðinn fyrir EFTA–dómstólnum, ásamt því að rýna í niðurstöður dómsins. Þá spáir höfundur í spilin varðandi framhald dómsmálsins fyrir íslenskum dómstólum og veltir upp þeirri spurningu hvort nauðsyn sé að breyta orðalagi íslenskra laga um fæðingar- og foreldraorlof til að endurspegla betur þær skuldbindingar sem leiða af innleiddri og gildandi EES–löggjöf. Almannatryggingar. Fæðingarorlof. Evrópska efnahagssvæðið. Frjáls för launþega. EFTA–dómstóllinn. RESTRICTIONS BY ICELANDIC LAW ON THE FREE MOVEMENT OF FUTURE PARENTS IN THE EEA WITH REGARD TO CALCULATION OF PARENTAL LEAVE PAYMENTS Védís Eva Guðmundsdóttir, attorney at Réttur— Aðalsteinsson & Partners: Abstract: The principles on the free movement of workers as set out in the EEA Agreement, further envisaged by Regulation 883/2004 on the coordination of social security systems, are intended to ensure that migrant workers acquire and retain their social security benefits and are not deprived of e.g. parental benefit payments. In this article, the author sheds light on a recent advisory opinion rendered by the EFTA Court in an Icelandic case, where the Court concluded in its judgment that these principles have the twofold objective of ensuring entitlement to social security benefits in the EEA and preventing the amount of those benefits being reduced for the sole reason that workers exercised their right to free movement. The judgment confirms that the obligation set out in Article 21 of the Regulation, as interpreted in line with Article 6 of the Regulation and Article 29 EEA, implies that the awarded benefits and their amount must be the same for migrant workers as they would have been if they had not availed themselves of their right to free movement and stayed in the respective EEA State. This aim is achieved when a migrant worker´s qualifying income, for employment periods completed in another EEA State than that of the competent institution, is calculated by taking into account the notional income of a person who is employed in the competent EEA State, in a situation comparable to the migrant worker´s situation and with professional experience and qualifications comparable to the migrant worker. Therefore, the Icelandic authorities are not required under Article 21 of the Regulation to base calculations of parental leave benefits under Icelandic law by taking into account income received in another EEA State, but they cannot attribute no income to periods of employment completed in another EEA State, as that would be incompatible with Article 21 of the Regulation. Therefore, the authorities cannot put a migrant worker at a disadvantage and offer a reduced benefit, due to the fact that the worker exercised their right to free movement. The article covers the Icelandic court proceedings that led to the domestic court seeking an advisory opinion and describes the arguments before the EFTA Court. The author discusses the effects of the EFTA Court´s conclusion, such as the subsequent possible actions by the Icelandic courts, also raising the question of whether the Icelandic parliament is required to amend the domestic legislation on parental leave payments in order to reflect more clearly the obligations deriving from EEA law in that respect. Social Security. Parental leave. European Economic Area. Free movement of migrant workers. EFTA Court.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.4
FRÆÐILEG UMFJÖLLUN UM EIGIN ÚRLAUSNIR Oddur Þorri Viðarsson, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis: Útdráttur: Viðfangsefni greinarinnar er að bera kennsl á vandamál sem hlotist geta af því að höfundar fræðiskrifa á sviði lögfræði fjalli um úrlausnir sem þeir hafa sjálfir komið að í aðalstarfi sínu. Sett eru fram siðferðileg viðmið í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum þessara vandamála. Lögfræðirannsóknir. Hagsmunaárekstrar. Heilindi í vísindum. Siðfræði vísinda og rannsókna. Hagnýt siðfræði. SCHOLARSHIP ON ONE'S OWN RESOLUTIONS IN PRACTICE Oddur Þorri Viðarsson, lawyer at the Althingi Ombudsman: Abstract: The article explores ethical principles regarding extra-vocational legal research, as it relates to cases the researcher has personally contributed to. Legal research. Conflicts of interest. Scientific misconduct. Legal ethics. Applied ethics.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.2.5
Efnisyfirlit 1. heftis 2022
RITSTJÓRNARPISTILL: MÁLSKOTSHEIMILD Í EINKAMÁLUM RÝMKUÐ FYRIR NÝJA HÆSTARÉTT
Valgerður Sólnes, ritstjóri
EDITORIAL: THE RIGHT TO APPEAL TO THE COURT OF LAST RESORT EXPANDED IN CIVIL CASES
Valgerður Sólnes, editor
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.1.1
SAMRÆMD TÚLKUN EVRÓPURÉTTAR - BIRTINGARMYND Í LANDSRÉTTI
Gunnar Þór Pétursson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Ómar Berg Rúnarsson, lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA
Útdráttur:
Í greininni er fjallað um meginregluna um skýringu íslensks réttar til samræmis við skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga, með áherslu á EES-rétt. Í þeim tilgangi er gerð grein fyrir inntaki og stöðu nokkurra sams konar meginreglna sem allar fjalla um samræmda túlkun en eiga sér þó ólíkan uppruna, ýmist í ESB-rétti, EES-rétti eða landsrétti. Lögð er áhersla á að fjalla um túlkun íslensks réttar til samræmis við EES-rétt út frá sjónarhorni 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, enda beitir Hæstiréttur þessari skýringarreglu oft í dómaframkvæmd og hefur gert um árabil. Umfang og takmörk 3. gr. laga nr. 2/1993 sem skýringarreglu er því kannað nánar og gerð grein fyrir fjölda dóma þar sem Hæstiréttur hefur túlkað landsrétt til samræmis við EES-rétt, m.a. með tilvísunum til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins, auk dóma þar sem Hæstiréttur hefur ekki talið tækt að beita túlkun til samræmis, t.d. vegna skýrleika íslenskra laga eða takmarkana sem almennar meginreglur laga setja, svo sem bann við afturvirkni.
EFTA-dómstóllinn. Hæstiréttur Íslands. Túlkun til samræmis. Dómaframkvæmd. EES-réttur.
INTERPRETING ICELANDIC LAW IN CONFORMITY WITH EEA LAW
Gunnar Þór Pétursson, professor at the Reykjavík University Department of Law, and Ómar Berg Rúnarsson, Legal Officer at the EFTA Surveillance Authority
Abstract:
This article discusses the application of the principle of consistent interpretation in Iceland, with emphasis on Iceland’s obligations according to the EEA Agreement. For that purpose, the authors explore several principles of EU law, EEA law and Icelandic law concerning consistent interpretation. In Iceland, the principle of consistent interpretation, as regards interpretation in conformity with EEA law, is primarily embedded in Article 3 of the Icelandic EEA Act No 2/1993, a specific statutory provision which the Icelandic Supreme Court has frequently relied on in its case-law. In order to further explore the meaning of Article 3 of the EEA Act, the relevant case-law of the Supreme Court is analysed and a number of judgments detected where the Court has diligently interpreted Icelandic law in conformity with EEA law and also referred to the case-law of the Court of Justice of the European Union. However, several cases are also detected where the Supreme Court has refused to apply consistent interpretation.
EFTA Court. Icelandic Supreme Court. Consistent interpretation. Case-law. EEA law.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.1.2
AÐ MÓTA OG BREYTA STJÓRNARSKRÁ: KRISTRÚNU HEIMISDÓTTUR SVARAÐ
Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, framkvæmdastjóri Miðeindar, og fyrrum nefndarmaður í stjórnlagaráði, Katrín Oddsdóttir, doktorsnemi og fyrrum nefndarmaður í stjórnlagaráði, og Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor.
Útdráttur
Í þessari grein svörum við grein Kristrúnar Heimisdóttur, „Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar“, sem birtist í 3. hefti 70. árgangs Tímarits lögfræðinga. Meginþungi „Landfestar lýðræðis“ snýr að mikilvægi þess að núgildandi breytingarregla íslensku stjórnarskrárinnar sé virt og að ferlið við gerð tillögu að nýrri stjórnarskrá eftir hrun hafi með einhverjum hætti brotið gegn þeirri reglu; verið „lögleysa“ og „utan réttar“. Við andmælum þeirri niðurstöðu og notum tækifærið til að taka saman sögulegt yfirlit yfir það ferli og leiðrétta þannig ýmsar efnislegar rangfærslur um það í grein Kristrúnar. Sérstaklega förum við yfir að: a) á öllum stigum þessa ferlis var skýrt af hálfu málsaðila að fylgja ætti núgildandi breytingarreglu við mögulega lögfestingu nýrrar stjórnarskrár, b) bæði Alþingi og framkvæmdarvaldið hafa reglulega í gegnum lýðveldissöguna skipað ráðgefandi nefndir og ráð til tillögugerðar um stjórnarskrármál án þess að slíkt stríði gegn fullveldi löggjafans, og c) ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur ganga heldur ekki gegn stjórnskipun Íslands eða gegn endanlegu forræði löggjafans yfir mögulegum stjórnarskrárbreytingum. Þvert á það sem segir í „Landfesti lýðræðis“ var skýrt í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 20. október 2012 að kosið væri um textann sem birtist í tillögum Stjórnlagaráðs. Ferlið við gerð tillögu að nýrri stjórnarskrá Íslands var því alla tíð innan réttar, í samræmi við lög og hlutverk Alþingis í íslenskri stjórnskipan, ásamt því að virða hlutverk þjóðarinnar – stjórnarskrárgjafans – í lýðræðisríki með því að veita henni ráðgefandi aðkomu að því ferli.
Stjórnarskrá. Breytingarregla. Stjórnlagaráð. Fullveldi. Lýðræði.
CONSTITUTIONAL DEVELOPMENTS AND AMENDMENTS: AN ANSWER TO KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR
Vilhjálmur Þorsteinsson, software designer, managing director of Miðeind and former member of the Constitutional Council, Katrín Oddsdóttir, PhD student and former member of the Constitutional Council, and Viktor Orri Valgarðsson, research fellow.
Abstract
In this article, we respond to the article „Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar“ by Kristrún Heimisdóttir, published in this journal‘s volume 70, no. 3. The main argument of „Landfesti lýðræðis“ pertains to the importance of the amendment article in the Constitution of Iceland, and posits that the process for writing a new constitution following the financial crash somehow violated that article; was ultra vires. We object to this conclusion and use the opportunity to provide a historical overview of that process, thereby correcting various inaccuracies in „Landfesti lýðræðis“. In particular, we discuss how: a) in all stages of the process, it was clear that the amendment article in the current constitution would be followed were the constitution to be changed, b) both Alþingi and the executive power have regularly appointed consultative bodies about constitutional reforms and this in no way goes against the sovereignty of the legislature, and c) consultative referenda also do not go against the Icelandic constitutional order or against the ultimate authority of the legislature. Contrary to what is claimed in „Landfesti lýðræðis“, it was entirely clear in the advent of the referendum on October 20th, 2012, that it was about the text of the Constitutional Council‘s proposal for a new constitution. The process for proposing a new constitution for Iceland was thus always intra vires, in accordance with the law and the role of Alþingi, as well as respecting the role of the people in a democracy by giving them a consultative role in the constitutional process.
Constitution. Constitutional amendment. Constitutional Council. Sovereignty. Democracy.
DOI: https://doi.org/10.33112/tl.72.1.3
SKILYRÐI VEITINGAR LÖGMANNSRÉTTINDA
Reimar Pétursson, lögmaður
Lögmenn gegna mikilvægu hlutverki í réttarkerfinu og samfélaginu í heild sinni. Af þeim sökum hefur löggjafinn sett margvísleg skilyrði sem þeir þurfa að fullnægja sem vilja gerast lögmenn. Hér er fjallað um þessi skilyrði en þau fela í sér að umsækjendur um lögmannsréttindi þurfa að vera lögráða, andlega hæfir, bú þeirra má aldrei hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta, hafa lokið fullnaðarprófi í lögfræði og staðist prófraun. Þá er fjallað um hlutverk þeirra aðila sem taka afstöðu til einstakra skilyrða en þeir eru sýslumaður, ráðherra, Lögmannafélag Íslands og prófnefnd. Síðan er fjallað um meðferð umsókna hjá sýslumanni. Í greininni er meðal annars fjallað um mikilvægi þess að mat á tilvist skilyrða þessara fari fram með efnislegum og raunhæfum hætti. Í því sambandi er sérstaklega áréttað að mikilvægi þess að stuðla að verklegri færni lögmanna með því að setja sérstakt skilyrði um starfsreynslu áður en kemur að veitingu lögmannsréttinda. Loks er bent á svigrúm sem kann að vera til að bæta stjórnsýslu á þessu sviði meðal annars með hliðsjón af mikilvægi sjálfstæðis Lögmannafélags Íslands.
Lögmenn. Atvinnuréttindi. Lögmannsréttindi. Lögmannafélag Íslands.
REQUIREMENTS FOR BAR ADMISSIONS
Reimar Pétursson, attorney:
Attorneys play an important role in the judicial system and the society at large. For this reason, the legislator has provided for various requirements that those who wish to become attorneys must satisfy. First, the article describes these conditions and according to them, applicants for Bar admission must be of legal age, they must be mentally capable, their estate must never have been subjected to bankruptcy, they must have completed a full legal degree and successfully completed a Bar exam. Second, the role of the organs — responsible for determining the requirements — is discussed, but these are the district commissioner (i. sýslumaður), the minister, Icelandic Bar Association and the board of the Bar examiners. Third, the district commissioner's processing of applications for Bar admissions is discussed. The article's main findings include the importance of the requirements for Bar admissions being determined in a substantive and realistic way. In that context, the importance of promoting practical skills by providing for special requirements of work experience prior to admission to the Bar. The article also highlights how there is room for improving administration in this field, i.e. considering the importance of the Bar Association's independence.
Attorneys. Employment rights. Bar admissions. The Icelandic Bar Association.
MÁLÞING UM HLUTVERK OG FRAMTÍÐARSKIPAN ÁKÆRUVALDSINS 12. MAÍ 2022: RÆÐUR FRAMSÖGUMANNA
Efnisyfirlit 2. heftis 2021
Fræðiskrif á íslensku og háskólarnir eftir Sindra M. Stephensen.
Hvaða breytinga er þörf á skaðabótalögum? eftir Eirík Jónsson.
Hvaða áhrif hefði lögfesting reglu um skilyrði 15% varanlegrar örorku fyrir bótum? eftir Valgerði Sólnes.
Aðskilnaðarbann lax- og silungsveiðilaga - lagaþróun og réttarframkvæmd eftir Víði Smára Petersen.
Aðild, kröfugerð og málsforræði í þjóðlendumálum eftir Þorstein Magnússon.
Efnisyfirlit 1. heftis 2021
Ráðgefandi álit Mannréttindadómstóls Evrópu eftir Sindra M. Stephensen gestaritstjóra.
Náttúruhamfaratrygging eftir Eirík Jónsson.
Hlutfallsreglan: Reglur skaðabótaréttar og vátryggingaréttar um mat á varanlegum miska og varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir Viðar Má Matthíasson.
Bólusetningarskylda og mannréttindasáttmáli Evrópu – Dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu frá 8. apríl 2021 og skilyrði aðgerða í tilefni af COVID-19 eftir Halldóru Þorsteinsdóttur.
Málsmeðferð í þjóðlendumálum eftir Þorstein Magnússon.
Efnisyfirlit TL 4. heftis 2020
Hlutverk dómstóla í tvöföldu refsivörslukerfi eftir Valgerði Sólnes. Málþing um réttarríki, lýðræði og mannréttindasáttmála Evrópu 24. september 2021: Ræður forseta Mannréttindadómstóls Evrópu og forsætisráðherra. Ívilnanir í sköttum eftir Sindra M. Stephensen. Auknar kröfur til fjárfestaverndar með tilkomu MiFID II: Mat á hæfi og tilhlýðileika eftir Aðalstein E. Jónasson og Andra Fannar Bergþórsson. Handhafar atkvæðisréttar í veiðifélögum eftir Jörund Gauksson. Frá Strassborg er þetta helst eftir Hildi Hjörvar.
Efnisyfirlit TL 3. heftis 2020
Verkfæri lögfræðinnar og annarra greina eftir Ragnhildi Helgadóttur. Réttarríkið sem leiðarstjarna mannréttindasáttmála Evrópu: Mannréttindadómstóll Evrópu og sjálfstæði dómstóla eftir Róbert R. Spanó. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar eftir Kristrúnu Heimisdóttur. Líkamstjón – varanleg fjárhagsleg örorka metin 15% eða minni eftir Guðmund Sigurðsson.
Efnisyfirlit 2. heftis 2020
Lögfræðingar og erindi í þjóðfélagsmálin eftir Halldóru Þorsteinsdóttur.
Svipting ríkisborgararéttar vígamanna: Evrópsk framkvæmd í ljósi þjóðaréttarlegra skuldbindinga eftir Diljá Ragnarsdóttur.
Skaðabætur í aðdraganda samningsgerðar – Culpa in Contrahendo eftir Jóhannes Tómasson.
Matsgerðir dómkvaddra matsmanna í einkamálum – samanburður á vestnorrænum rétti eftir Sigmar Aron Ómarsson.
1. hefti 2020
Áhrif MDE eftir Ragnhildi Helgadóttur.
Undanþágur frá bannákvæðum 10. og 12. gr. samkeppnislaga eftir Peter Dalmay.
Valdbeiting og lögsaga um borð í Polar Nanoq eftir Bjarna Má Magnússon og Hlín Gísladóttur.
Lögfræðingar og opinber umræða eftir Ragnhildi Helgadóttur.
Endurskoðun dómstóla á stjórnvaldsákvörðunum ríkissaksóknara eftir Sindra M. Stephensen.
Kynjajafnrétti í íþróttum – staða sveitarfélaga að lögum eftir Maríu Rún Bjarnadóttur, Bjarna Má Magnússon, Hafrúnu Kristjánsdóttur, Margréti Lilju Guðmundsdóttur og Birgittu Sögu Jónsdóttur.
Frá Strassborg er þetta helst eftir Hildi Hjörvar.
Aldarafmæli Hæstaréttar eftir Ragnhildi Helgadóttur.
Gervigrein og höfundaréttur eftir Láru Herborgu Ólafsdóttur og Sindra M. Stephensen.
Fjárhæð eignarnámsbóta eftir Ásgerði Ragnarsdóttur og Karl Axelsson.
Hlutverk Hæstaréttar við túlkun eftir Ragnhildi Helgadóttur.
Hvaða upplýsingar ber útgefanda að birta? Hugtakið innherjaupplýsingar í tengslum við upplýsingaskyldu útgefanda eftir Andra Fannar Bergþórsson.
Réttarvernd fatlaðs fólks. Stefnubreyting í túlkun dómstóla? eftir Brynhildi G. Flóvenz og Sigurlaugu Soffíu Friðþjófsdóttur.
Samræmd túlkun EES-túlkun landsréttar í 25 ár eftir dr. jur. Pál Hreinsson.
Efnisyfirlit
Frískleg umræða um EES-samninginn eftir Ragnhildi Helgadóttur.
Tveggja stoða kerfi EES-samningsins og sjálfstæðar stofnanir ESB eftir Ólaf Jóhannes Einarsson.
Kemur EES-samningurinn á fót réttarkerfi? eftir Ómar Berg Rúnarsson.
EFTA-dómstóllinn í aldarfjórðung eftir Birgi Hrafn Búason.
Ritstjóraskipti eftir Hafstein Þór Hauksson.
Fyrning kröfuréttinda - síðari hluti eftir Eyvind G. Gunnarsson.
Um valdmörk og valdheimildir stofnana Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins eftir Margréti Einarsdóttur og Stefán Má Stefánsson.
Heimild dómara til að fresta einkamáli af sjálfsdáðum eftir Tómas Hrafn Sveinsson og Þorvald Heiðar Þorsteinsson.
Réttur farþega sem ferðast með loftförum, skipum og hópbifreiðum og hlutverk Samgöngustofu í því tilliti eftir Evu Sigrúnu Óskarsdóttur, Magnús Dige Baldursson og Sigrúnu Henríettu Kristjánsdóttur.
Tjáningarfrelsi í brennidepli eftir Hafstein Þór Hauksson
Aðdragandi eignarnáms og framkvæmd á grundvelli þess – frá hugmynd til veruleika eftir Ásgerði Ragnarsdóttur og Karl Axelsson.
Verður Hæstiréttur „hæstiréttur“? Um starfsaðstæður Hæstaréttar Íslands í fortíð og framtíð eftir Gunnar Pál Baldvinsson.
Skilyrði lögbanns eftir Eirík Elís Þorláksson.
Áskoranir við framkvæmd EES-samningsins eftir Hafstein Þór Hauksson
Innleiðing afleiddrar löggjafar í íslenskan rétt - ástæður vandans og hvað er unnt að gera betur? eftir Margréti Einarsdóttur
Bráðabirgðaákvarðanir við meðferð stjórnsýslumála eftir dr. jur Pál Hreinsson.
Gjaldfærsla kröfutapa samkvæmt 1. mgr. 3. tölul. 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt eftir Sigmund Stefánsson.
Breytingarákvæði stjórnarskrárinnar eftir Hafstein Þór Hauksson
Bindandi áhrif dóma í einkamálum (Res Judicata) eftir Arnar Þór Jónsson
Á rökum reistur - dómur EFTA-dómstólsins í máli nr. E-17/15 (Ferskar kjötvörur gegn íslenska ríkinu) eftir Ólaf Jóhannes Einarsson
Refsiþarfir samfélagsins og lagaleg jafnvægislist eftir Jónatan Þórmundsson.
Þvælast lögfræðingarnir fyrir stjórnmálamönnunum? eftir Hafstein Þór Hauksson.
Lagaheimild reglugerða eftir Pál Hreinsson.
Gagnkvæm upplýsingaskipti í skattamálum eftir Ragnheiði Snorradóttur.
Kyrrsetning og skilyrði hennar eftir Eirík Elís Þorláksson.
Fangelsið á Hólmsheiði eftir Hafstein Þór Hauksson.
Inngangur að alþjóðlegum refsirétti eftir Jónatan Þórmundsson.
Frjálsar fjármagnshreyfingar innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins eftir Stefán Má Stefánsson.
Almannaréttur – frjáls för og dvöl eftir Aagot Vigdísi Óskarsdóttur.
Millidómstig eftir Hafstein Þór Hauksson.
Samspil laga og fjárlaga eftir Ragnhildi Helgadóttur.
Upplýsingaskylda endurskoðenda fjármálafyrirtækja eftir Arnald Hjartarson og Gísla Örn Kjartansson.
Um sígildar og stefnumarkandi meginreglur laga eftir Hafstein Dan Kristjánsson.
Á víð og dreif: Starfsemi Lögfræðingafélags Íslands 2014-2015 eftir Eyrúnu Ingadóttur.
Dómsmálaráðuneyti eftir Hafstein Þór Hauksson.
Samræmd EES-túlkun eftir dr. jur. Pál Hreinsson.
Aðgangur málsaðila að gögnum samkeppnismáls eftir Kristínu Benediktsdóttur.
Bætur fyrir tiltekið skaðaverk án fjárhæðar ef enn er óvíst um hana eftir Tómas Hrafn Sveinsson.
Dr. Páll Sigurðsson lætur af störfum eftir Hafstein Þór Hauksson.
Hriktir í stoðum réttarríkis? eftir Jóhannes Sigurðsson og Þóri Júlíusson.
Heimildir stjórnvalda til að fresta réttaráhrifum stjórnvaldsákvarðana eftir Þorvald Heiðar Þorsteinsson.
Litis pendens áhrif í einkamálum samkvæmt lögum nr. 7/2011 um Lúganósmaninginn eftir Eirík Elís Þorláksson.
Nýjar reglur um málsgögn í einkamálum og sakamálum eftir Ingveldi Einarsdóttur, Viðar Má Matthíasson og Þorgeir Örlygsson.
Hugleiðingar um kerfi til styrkingar íslensku krónunni eftir Stefán Má Stefánsson, Einar Guðbjartsson og Peter Ørebeck.
Um birtingu dóma og myndatökur í dómhúsum eftir Róbert R. SpanóDómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sørensen og Rasmussen gegn Danmörkur og áhrif hans eftir Elínu BlöndalRéttarfar beinna aðfarargerða – Hvort á að höfða einkamál eða krefjast dómsúrskurðar um beina aðför? eftir Helga Áss GrétarssonStjórnsýsla almannatrygginga og sjónarmið um réttaröryggi eftir Ragnhildi Helgadóttur.Skipun hæstaréttardómara. Er breytinga þörf? eftir Jón Steinar GunnlaugssonUm fyrningu kynferðisbrota gegn börnum eftir Ágúst Ólaf Ágústsson
Breytingar á Tímariti lögfræðingaLeiðbeiningarskylda stjórnvalds við meðferð stjórnsýslumáls eftir Pál HreinssonRéttarfarsskilyrði til að fá stjórnvaldsákvörðun endurskoðaða fyrir dómi eftir Ólaf Jóhannes EinarssonSamningalögin sjötug – Standast þau tímans tönn? eftir Matthías Geir Pálsson
Stjórnskipulegur neyðarréttur? eftir Róbert R. Spanó bls. 107
Hæfi lögreglustjóra til að rannsaka sakamál, einkum brot gegn valdstjórninni, sem beinst hafa gegn undirmönnum hans
eftir Hafstein Dan Kristjánsson bls. 113
Á Icesave-deilan erindi í alþjóðlegan gerðardóm? eftir Valgerði Sólnes bls. 179
Guðlegt vald? eftir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara bls. 201
Ný löggjöf um skipun dómara eftir Róbert R. Spanó bls. 1
Hvenær er vanhæfi smitandi? - Hugleiðingar í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 17. desember 2009 í máli nr. 665/2008 eftir Kjartan Bjarna Björgvinsson bls. 7
Eru valdmörk milli dómsvalds og framkvæmdarvalds á sífelldri hreyfingu? eftir Daníel Isebarn Ágústsson bls. 49
Skráning munnlegra upplýsinga um málsatvik með sérstakri hliðsjón af málum er varða veitingu opinberra starfa eftir Berglindi Báru Sigurjónsdóttur bls. 71
*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.