Tímarit lögfræðinga

TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA     

Tímarit lögfræðinga er leiðandi innlent lögfræðitímarit sem þjónar staðbundnu vísindasamfélagi á sviði íslenskrar lögfræði. Þar eru birtar ritrýndar fræðilegar greinar sem uppfylla fyllstu kröfur um vísindaleg vinnubrögð og nýnæmi. Tímaritið er gefið út fjórum sinnum á ári.

Tímaritið ber ISSN-númerið 0493-2714. Þá fá greinar sem birtast í tímaritinu sérstakt DOI-númer (frá og með 3. hefti 71. árg. 2021).

Útgefandi er Lögfræðingafélag Íslands, félagasamtök lögfræðinga á Íslandi. Ritstjóri er dr. Valgerður Sólnes (Mag.Jur. LL.M. Ph.D.), dósent við Laga­deild Háskóla Íslands. Netfang: vas@hi.is  Fram­kvæmdastjóri er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari.

Afgreiðslu annast Eyrún Inga­dóttir, framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands, Álfta­mýri 9, 108 Reykja­vík, sími 568 0887, netfang: skrifstofa@logfraedingafelag.is.

 

Fyrir greinarhöfunda og ritrýna

Hér má nálgast verklags- og ritrýnireglur Tímarits lögfræðingaVerklags- og ritrýnireglur og staðlað matsblað fyrir ritrýna: staðlað matsblað fyrir ritrýna.

For authors and reviewers: Please find information on Tímarit lögfræðinga Law Review's guidelines and peer-review here, INSERT PDF-version of document.

---

 

Afgreiðsla Tímarits lögfræðinga

Hægt er að kaupa stök hefti eða áskrift að prentútgáfu tímaritsins á skrifstofu Lögfræðingafélags Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík, kl. 13-15 virka daga. Pöntun í síma 568-0887, netfang: skrifstofa@logfraedingafelag.is   

Einnig er hægt að kaup stök hefti eða áskrift að rafrænni útgáfu tímaritsins í vefverslun

 

VERÐSKRÁ

Verð á stöku hefti:          kr. 2.775,- með vsk.

Áskrift:                           kr. 7.937,- með vsk.

Áskrift fyrir félaga í LÍ: kr. 6.827,- með vsk.

 

Rafræn áskrift fyrir lögmannsstofur/stofnanir:

Með 2-5 lögfræðingum:      kr. 10.101,- með vsk.

Með 6-9 lögfræðingum:      kr. 19.092,- með vsk.

Með 10-20 lögfræðingum:  kr. 28.083,- með vsk.

Með 21-30 lögfræðingum:  kr. 37.074,- með vsk.

Með 31-50 lögfræðingum:  kr. 46.065,- með vsk.

Með fleiri en 50 lögfr.:        kr. 88.911,- með vsk. 


Leiðbeiningar fyrir þá sem eru að skrá sig í vefverslun í fyrsta sinn

Fyrst þarf að nýskrá sig - Athugið að gera lykilorð þannig úr garði að það séu hástafir/lágstafir/punktur, t.d. Mánu&dagur.2021. Þegar skráningin er komin þarf að skrá sig inn og "kaupa fleiri hefti" - "staðfesta kaup". Þegar það er frágengið kemur hefti strax í tölvupósti og reikningur verður sendur síðar. 

Þá er hægt að kaupa aðgang að rafrænni útgáfu tímaritsins í gegnum gagnagrunn Fons Juris Athugið: Þeir sem vilja vera með áskrift að tímaritinu í gegnum Fons Juris þurfa að vera með rafræna áskrift, ekki er nóg að vera með áskrift að prentútgáfu.

Loks eru eldri árgangar tímaritsins smám saman gerðir  aðgengilegir á vefsíðunni Tímarit.is (nú þegar eru aðgengilegir 1. árg. 1951 til 54. árg. 2004). , Önnur hefti er hægt að kaupa í vefverslun eða prentuð hefti á skrifstofu.

Til að leita að greinum úr tímaritinu, hvort sem er eftir efnisflokki, höfundi eða nafni á grein, er hægt að fara á vefsíðu Leitar. Til að takmarka leitina er t.d. hægt að velja ítarlega leit og velja þar „Tímarit“ eða „Tímaritsgrein“ undir „Efnistegund“.

 

Hafa samband