Frétt

09.01.2023 -

Skylda ríkisins til þess að vernda einstaklinga fyrir ofbeldi - í ljósi dómaframkvæmdar MDE

Lögfræðingafélag Íslands efnir til TEAMS fundar föstudaginn 13. janúar 2023, kl. 12.00-13.00:
Á síðasta ári gekk áhugaverður dómur hjá MDE, Kurt gegn Austurríki, um skyldu ríkisins til þess að vernda borgara fyrir heimilisofbeldi. M.a. fjallar dómurinn um skyldu um upplýsingamiðlun á milli stofnana svo að hægt sé að gera áhættumat á einstaklingum í tengslum við orðið eða yfirvofandi heimilisofbeldismál. Þá benda niðurstöður úr úttekt Grevio nefndar Evrópuráðsins til þess að umgjörð áhættumats í tengslum við heimilisofbeldis á Íslandi standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til stjórnvalda á grundvelli Istanbul samningsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Sjá umfjöllun um dóminn hér: https://hudoc.echr.coe.int/eng-press?i=003-7050593-9521357
 
Á fundinum verður fjallað um dóminn og athugasemdir sem Ísland fékk í úttektinni. Reynt verður að svara spurningunni um hvaða áskorunum Ísland standi frammi fyrir í málaflokknum, meðal annars hvað varðar vernd persónuupplýsinga.
Fundarstjóri: María Rún Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Lögfræðingafélaginu og verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá Ríkislögreglustjóra.
Frummælandi: Hildur Sunna Pálmadóttir, lögfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis hjá Dómsmálaráðuneytinu.
Innlegg:
• Margrét Kristín Pálsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu
• Ester Petra Gunnarsdóttir, lögfræðingur í Heilbrigðisráðuneytinu.
• Steinunn Birna Magnúsdóttir, verkefnastjóri og lögfræðingur hjá Persónuvernd.
Tengill á fundinn verður sendur til þátttakenda daginn áður.

Hafa samband