20.05.2022 -
Umræðufundur um fyrirsjáanleika í skattamálum og aðalfundur skattaréttarfélagsins
Miðvikudaginn 1. júní nk. kl. 9:00 verður haldinn fræðafundur og í beinu framhaldi af honum aðalfundur Skattréttarfélags Íslands í húsnæði LMFÍ að Álftamýri 9 í Reykjavík.
Fundurinn hefst með tveimur erindum. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður hjá LOGOS, mun fjalla um sýn hans á fyrirsjáanleika í skattframkvæmd og þróun sem þar hefur orðið síðustu misseri. Þá mun Vilmar Freyr Sævarsson lögfræðingur á skrifstofu skattamála í Fjármálaráðuneytinu fjalla um mikilvægi fyrirsjáanleika í skattframkvæmd með áherslu á fjárfestingar erlendra aðila hér á landi.
Að loknum erindum og umræðum mun fara fram aðalfundur Skattréttarfélags Íslands og á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.
