Frétt

23.03.2022 -

Þarf að breyta ákvæðum skaðabótalaga um bætur vegna varanlegrar örorku?


Í síðustu tölublöðum Tímarits lögfræðinga hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um ákvæði skaðabótalaga nr. 50/1993 um bætur vegna varanlegrar örorku og hvort gera þurfi breytingar á þeim. Ýmsar tillögur koma fram í þessum greinum, meðal annars um lögfestingu lágmarksviðmiðs vegna varanlegrar örorku (örorkuþröskulds), uppfærslu margfeldisstuðuls 6. gr. og breytingu á vísitölutengingum lágmarks- og hámarksárslauna 3. og 4. mgr. 7. gr., svo eitthvað sé nefnt.

Til þess að ræða frekar þessar tillögur og þau álitaefni sem þeim tengjast blæs Lögfræðingafélag Íslands, ásamt Tímariti lögfræðinga, til hádegisfundar fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 12.00-13.30 í Nauthól, Natuhólsvegi 106, 101 Reykjavík.

Frummælendur:
Guðmundur Sigurðsson prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík .
Eiríkur Jónsson landsréttardómari og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Fundarstjóri:
Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík og varaformaður Lögfræðingafélags Íslands.

Skráning á fundinn hér 

Hafa samband