Frétt

17.03.2022 -

Ferð á slóðir Sjöundármorða 7. maí 2022

Laugardaginn 7. maí 2022 efnir Lögfræðingafélag Íslands til ferðar á slóðir Sjöundármorða. Að lokinni vettvangsferð að Sjöundá verður haldin málstofa í félagsheimilinu á Patreksfirði þar sem velt verður upp spurningum um sekt eða sakleysi, sókn og vörn, sem og hvaða dóm sakborningarnir tveir, Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir, hefðu fengið ef þau hefðu verið sakfelld fyrir sama glæp í nútímanum.

Fyrir ferðina verður málsgögnum deilt með þátttakendum á Facebook sem munu svo geta tekið virkan þátt í vangaveltum um málið.

Dagskrá laugardaginn 7. maí


Kl. 9.30
Lagt af stað frá Fosshóteli á Patreksfirði í vettvangsferð að Sjöundá. Hópurinn mun ýmist fara í rútu eða á eigin bílum. Ekið verður að Melanesi og gengið þaðan u.þ.b. 2 km að Sjöundá.

Leiðsögumaður verður Gísli Már Gíslason prófessor emeritus en hann þekkir hverja þúfu á þessum slóðum og er m.a. annar höfundur Árbókar Ferðafélags Íslands fyrir árið 2020 um Rauðasand hinn forna.

Kl. 12.30 Boðið verður upp á vestfirskar veitingar í hlöðunni á Saurbæ ásamt kaffi. Húsráðendur, Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr, munu sýna þátttakendum Saurbæjarkirkju. Að því búnu verður farið aftur á Patreksfjörð.

Kl. 15.00 Fundur í Félagsheimilinu á Patreksfirði um morðin þar sem velt verður upp sekt eða sakleysi Steinunnar og Bjarna.

Fundarstjóri:

• Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.

Í pallborði verða:
• Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar
• Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis
• Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður hjá ríkislögmanni

„Matsgerðir“ sérfræðinga:
• Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur: Hugleiðingar um skoðunargerðir líkamsleifa Jóns Þorgrímssonar og Guðrúnar Egilsdóttur.
• Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur: Hugleiðingar um hvort falskar játningar gætu hafa verið í Sjöundármálinu.

Fundargestum verður svo einnig boðið upp á að tjá sig. Áætlað er að slíta fundi kl. 17.00

Kl. 20.00 Kvöldverður í félagsheimili Patreksfjarðar.Facebook
Fljótlega verður stofnaður hópur á Facebook þar sem dómskjölum og fleiru verður deilt með þeim sem hafa skráð sig til ferðar.


Undirbúningsfundur þriðjudaginn 15. mars
Kl. 17.00-19.00
Jón Karl Helgason prófessor í bókmenntafræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands ræða um bókmenntaverkið Svartfugl. Hann mun svo fara með okkur á slóðir Sjöundármorða.

Verð kr. 35.000,- á mann.
Innifalin er leiðsögn á slóðir morðanna, málþing, hádegisverður, miðdagshressing og kvöldverður. Kr. 10.000,- staðfestingargjald á mann verður að greiða fyrir 15. febrúar.

Athugið að þátttakendur þurfa sjálfir að útvega sér gistingu á Patreksfirði

Skráning hér

Aðeins örfáir komast í viðbót með í ferðina og því verða þeir sem skrá sig að bíða eftir staðfestingarpósti frá félaginu um laust pláss áður en staðfestingargjald er greitt. 

Hafa samband