Frétt

02.03.2022 -

Staða réttarvörslukerfisins í ljósi umræðu um meðferð kynferðibrotamála - samtal um lausnir MÁLÞING

Samkvæmt n‎‎ýlegri tölfræði embættis ríkislögreglustjóra fjölgaði tilkynningum um kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi verulega á árinu 2021 samanborið við árið á undan. Einnig hefur tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum og vegna barnaníðs fjölgað á milli ára. Samhliða þessari þróun hefur meðferð kynferðis­brotamála og afdrif þeirra innan réttarvörslukerfisins verið mikið í umræðunni, þar sem meðferð kynferðisbrotamála innan réttarvörslukerfisins hefur verið gagn­rýnd.

Á málþinginu verður fjallað um hvort og þá hvaða svigrúm sé til umbóta svo frek­ar megi tryggja fagmennsku, virðingu og sanngirni við réttláta málsmeðferð sakamála.

Á málþinginu sem haldið verður í Iðnó, Vonarstræti 3, föstudaginn 18. mars nk. og stendur frá kl. 12:00 til 14:00 er einnig gert ráð fyrir umræðum um hvort og þá með hvaða hætti hægt sé að létta á réttarkerfinu eða réttarvörslukerfinu í heild með því að stilla upp öðrum valkostum við úrlausn mála, svo sem með auknum heimildum til að ljúka málum með sáttamiðlun með þátttöku þolanda og geranda. Einnig má gera ráð fyrir að frumvarp sem dómsmálaráðherra hefur boðað um breytingar á lögum um meðferð sakamála og búast má við að liggi fyrir á næstu dögum, verði til umræðu.

 

Þátttakendur í pallborðsumræðum:

  • Kol­brún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari
  • Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfir­lögregluþjónn yfir kynferðisbrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu
  • Halldóra Þorsteinsdóttir dómari við Héraðsdóm Reykjaness
  • Kristín Benedikts­dóttir dósent og kennari í réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands
  • Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður
  • Almar Þór Möller lögmaður

Stjórnandi:

  • Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari og formaður réttarfarsnefndar.

 

Verð fyrir þá sem mæta á málþingið er kr. 4.500 (hádegisverður innifalinn), en kr. 1.500 fyrir þá sem þá sem sækja það í gegnum fjarfundarbúnað (Teams).

Að málþinginu standa Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands, Dóm­arafélag Íslands og Ákærendafélag Íslands

Skráning hér

Hafa samband