Dómur um brot gegn höfundarétti
Þriðjudaginn 18. janúar heldur Höfundaréttarfélag Íslands fræðafund.
Rætt verður um dóm Landsréttar frá 12. nóvember sl. í máli nr. 266/2020. Málið fjallar um brot gegn höfundarétti Jóns Kristinssonar, Jónda, að myndlistarverkum sem hann vann á árunum 1945 - 1955 og voru birt í auglýsingaflettigrindinni Rafskinnu, en brotin áttu sér stað á árunum 2013 - 2014. Í málinu reyndi aðallega á eignarhald að frumgerðum verkanna, höfundarétt í verktakasambandi, heimild til eintakagerðar og opinberrar sýningar, sæmdarrétt og ákvörðun skaðabóta.
Framsögumenn: Erla S. Árnadóttir lögmaður hjá LEX lögmannsstofu og Tómas Þorvaldsson lögmaður hjá VÍK lögmannsstofu.
Fundarstjóri: Hjördís Halldórsdóttir lögmaður á LOGOS og framkvæmdastjóri Höfundaréttarfélags Íslands.
Fundurinn, sem hefst kl. 12.00, er eingöngu á TEAMS og fyrir félagsmenn Höfundaréttarfélags Íslands. Aðrir, sem vilja fylgjast með fundi, geta gengið í Höfundaréttarfélagið en aðild kostar ekkert aukalega fyrir félagsmenn Lögfræðingafélags Íslands.
Skráning hér
