Frétt

23.11.2021 -

Ferð á slóðir Sjöundármorða 7. maí 2022 - Forskráning er hafin

Laugardaginn 7. maí 2022 efnir Lögfræðingafélag Íslands til ferðar á slóðir Sjöundármorða. Að lokinni vettvangsferð að Sjöundá verður haldin málstofa þar sem velt verður upp spurningum um sekt eða sakleysi Bjarna Bjarnasonar og Steinunnar Sveinsdóttur.

Fyrir ferðina verður málsgögnum deilt með þátttakendum sem munu svo geta tekið virkan þátt í vangaveltum um málið. 

Þátttakendur þurfa sjálfir að útvega sér gistingu á Patreksfirði dagana 6.-8. maí og gera það sem allra fyrst þar sem framboð er takmarkað. Íslandshótel bjóða upp á sérverð fyrir þátttakendur til 24. desember. Farið inn á vefsíðuna www.islandshotel.is/agent og notið  kóðann: sjöundá0522

 

Takmarkaður fjöldi kemst í ferðina 

 

Áætlaður kostnaður á mann er kr. 32.000,-

Innifalið er leiðsögn á slóðum Sjöundármorða, málþing, hádegisverður, hressing og kvöldverður.

Skráning hér

Hafa samband