Frétt

13.10.2021 -

Nýr dómur Evrópusambandsins um sjálfstæði raforkueftirlits

Þann 2. september sl. féll dómur Evrópudómstólsins í máli nr. C-718/18  þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Þýskaland hefði ekki innleitt raforkutilskipanir ESB með fullnægjandi hætti í þýska löggjöf og þannig vanefnt skuldbindingar sínar gagnvart ESB. Hugleiðingar verða um dóminn og velt upp hvort og þá hvaða áhrif hann kann að hafa á raforkuumhverfið hér á landi.

Hanna Björg Konráðsdóttir lögfræðingur Orkustofnunar mun fjalla um dóminn og möguleg álitaefni út frá löggjöfinni á Íslandi. Að því loknu mun Kristín Haraldsdóttir lögfræðingur  vera með innlegg.

Hilmar Gunnlaugsson lögmaður hjá lögmannsstofunni Sókn og formaður Áorku, mun stjórna fundi og umræðum.

Skráning hér

Hafa samband