05.05.2021 -
Námsferð til Japan 8.-20. nóvember 2021
Námsferð Lögfræðingafélags Íslands til Japans, sem fyrirhuguð var í nóvember, hefur verið frestað um ár.
Lögfræðingafélag Íslnads undirbýr nú námsferð til Japans í nóvember. Flogið verður í gegnum Helsinki til Tokyo og til baka sömu leið frá Osaka.
Fyrstu dagana dveljum við í Tokyo en stefnt er að því að kynnast réttarkerfi landsins jafnt sem sögu, menningu, landslagi og fjölbreyttu mannlífi.
Að því búnu verður farið með hraðlest til Hiroshima í eina nótt og svo dvalið í Kyoto áður en haldið er til Osaka.
Reikna má með að ferðin kosti um kr. 850.000,- mv. 2 í herbergi á mann og kr. 950.000,- mv. 1 í herbergi.
Takmarkaður fjöldi kemst með í ferðina en áhugasamir eru beðnir um að forskrá sig hér fyrir 15. maí.
