Frétt

12.04.2021 -

SÓTTVARNARLÖG OG STJÓRNARSKRÁ

Hádegis-Teams-fundur Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands

Nýlega var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp úrskurður í máli nr. R-1900/2021, þar sem felld var úr gildi ákvörðun sóttvarnarlæknis á grundvelli 1. mgr. 5. gr. reglu¬gerðar nr. 355/2021, þess efnis að komufarþegar frá tilteknum ríkjum þyrftu að dveljast í sóttvarnarhúsi meðan beðið væri niðurstöðu úr seinni sýnatöku vegna Covid 19. Byggði niðurstaða héraðsdóms á því að umrætt ákvæði reglugerðarinnar skorti lagastoð og því hafi ákvörðun sóttvarnarlæknis gengið lengra en lög heimila.

Þrátt fyrir að niðurstaða þessa máls hafi oltið á því að fullnægjandi lagagrundvöll hafi skort fyrir beitingu ákvæðis 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 355/202, standa eftir fjölmörg lögfræðileg álitaefni varðandi heimildir stjórnvalda til frelsisskerðingar gagnvart ein¬staklingum á grundvelli sóttvarnarlaga nr. 19/1997 sbr. lög nr. 2/2021 og reglugerða sem byggja á þeim. Meðal álitaefna er hvort inngrip stjórnvalda á grundvelli þessara reglna gangi gegn reglum um meðalhóf og jafnvel ákvæðum 4. mgr. 66. gr. og 67. gr. stjórnar¬skrárinnar og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. M.ö.o. hvort um sé að ræða svo ríka almannahagsmuni að þeir gangi framar ákvæðum um einstaklingsfrelsi.

Til þess að ræða þessi álitaefni standa Lögmannafélag Íslands og Lögfræðingafélag Ís¬lands fyrir hádegis-Teams-fundi um efnið fimmtudaginn 15. apríl n.k. og hefst fund¬urinn kl. 12:00.

Frummælendur á fundinum verða Reimar Pétursson lögmaður, Edda Andradóttir lögmaður og Ragnhildur Helgasdóttir prófessor við lagadeild HR.

Fundarstjóri verður Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur við lagadeild HR og varafor¬maður Lögfræðingafélags Íslands.

Skráning hér


Hafa samband