22.01.2021 -
Enginn launamunur og betra atvinnuástand: Könnun meðal lögfræðinga sem útskrifuðust árið 2019
Betra atvinnuástand var meðal lögfræðinga sem útskrifuðust árið 2019 en 2014 og enginn launamunur mældist milli kynja í könnun sem Lögfræðingafélag Íslands gerði á síðastliðnu ári.
Úrtakið náði til samtals 100 lögfræðinga sem útskrifuðust með meistaragráðu frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst árið 2019 og höfðu fyrir BA/BS gráðu í lögfræði.
Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar 2020 hér
Lögfræðingafélagið gerði sambærilega könnun meðal lögfræðinga, sem útskrifuðust árið 2014, árið 2015, sjá hér